Alhliðaveiðipróf-Æfingar

Gruetjenet’s Ynja

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk Setter deild verða með æfingar fyrir Alhliðaveiðiprófið sem verður 18-19 Júní. Við byrjum með fyrirlestri núna á mánudaginn 9 maí kl. 20:00 í Sólheimakoti. Albert hundaþjálfari verður með þennan fyrirlestur og svo æfingar alla mánudagana fram að prófi. Fyrirhugað verður að hafa æfingar einnig á fimmtudögum en það verður kynnt á þessum fyrsta hittingi okkar á mánudagskvöldið. Allir sem eiga fuglahunda og vilja taka þátt ættu endilega að mæta því þetta er frábært tækifæri að gera góðan hund enn betri. Allir að taka með sér 1000 kr.
Vonum að sem flestir sjái sig fært um að mæta og um að gera að hafa spurningar á reiðum höndum því Albert er mjög reyndur þegar kemur að t.d. sporavinnu og vatnavinnu/sækivinnu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.