Liðakeppni 7.maí

Syrktaraðilar

Mæting í Sólheimakot laugardaginn 7. maí kl 09:30 þar sem dregið verður í riðla.

 

Frá sólheimakoti verður svo farið uppá heiði þar sem keppnin verður haldin.

Tvö lið verða skipuð enskum setum, eru það:

Hrimþokugengið mætir með ættmóðurina í broddi fylkingar:
Francinis Amicola, Hrímþoku Sally og Hrímþoku Francini.

Kaldalónsgengið ásamt tengdadótturinni:
Kaldalóns Ringó, Kaldalóns Doppa og Snjófjalla Dís.

Snögghærðir Vorsteh mæta:
Esjugrundar Spyrna, Zetu Jökla og Høgdalias Ymir.

Strýhærðir Vorsteh mæta:
Yrja, Nói og Hellas Quarasi.

Pointerarnir mæta með:
Hardy Du Cost a’lot, Vatnsenda Nóra og Vatnsenda Vera.

Síðast en ekki síst mæta Weimeraner með:
Vinarminnis Vísir, Bláskjárs Hekla og Taso.

Áætlað er að slútta þessu kl 16:00 í kotinu, þar sem verðlaunin verða afhent. Eru vegleg verðlaun í boði, en Pak ehf. (snati.is) gefur veglega gjöf bæði fyrir hund og húsbónda. Hlað ehf gefur gjafakort á hvern hund í sigurliðinu að upphæð 5000kr. samtals 15000kr. og svo gefur Sportvörugerðin kassa af leirdúfuskotum á vinningsliðið.
Eftir verðlaunaafhendinguna verður svo grillveisla í boði Melabúðarinnar og með því verður gos. Er stefnt á það það halda saman í glaum og gleði eftir þetta allt saman.

Eru allir hvattir til að koma og fylgjast með keppninni.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.