Karratalning í Úlfarsfelli


Mynd: Sæþór

Laugardaginn 14. maí verður Karratalning í Úlfarsfelli. Talning þessi hefur verið gerð í samráði við Ólaf K Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun undanfarin ár. Mæting er í skógarreitinn í vestanverðu fellinu kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Að talningu lokinni þá er ætlunin að hittast heima hjá Agli og Möggu í Helguhlíð og grilla. Hver og einn taki með sér eitthvað á grillið og eitthvað til að væta kverkarnar. Nánari upplýsingar veitir Egill Bergmann í síma 898 8621.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.