Friðun á heiðinni


ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Vorstehdeild vill benda fuglahunda eigendum að nú fer rjúpan og aðrir fuglar að verpa og viljum við biðja menn og konur að gefa þeim frið uppá heiðinni og snúa sér að æfingum sem ekki styggja fuglana. Vinsamlegast farið ekki fyrr en um ca.miðjan ágúst aftur að æfa uppá heiði.
Viljum við ítreka að EKKI styggja fuglana okkar!

Gangi ykkur vel í sumar og Vorstehdeild vill þakka fyrir veturinn sem var að líða og hlakkar okkur mikið til að vinna með fuglahundum og mönnum næsta vetur.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.