Sækipróf FHD 6. og 7. ágúst

sækipróf
Vorsteh hundar gerðu gott mót í prófinu og þá sérstaklega á sunnudeginum. Lárus og Björgvin börðust svo til síðasta blóðdropa í bráðabana með Mjölnir og Blökk 😉 þar sem bæði fengu 30 stig, og sigruðu Lárus og Mjölnir og Mjölnir valinn besti hundur prófs, en Björgvin og Blökk lentu í góðu öðru sæti 🙂 Fengu báðir hundarnir 1. einkunn.
Unghundurinn Munkefjellets Mjöll, fékk svo líka 1. einkunn á sunnudeginum.  🙂
Þær einkunnir sem Vorsteh hundar fengu þessa tvo daga eru:

Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur prófs
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
Annars eru hér opinber úrslit prófsins:
Sækipróf FHD var haldið helgina 6. og 7. ágúst í blíðskaparveðri. Þátttaka í prófinu var afar góð en 17 hundar voru skráðir hvorn dag. Dómari var Gunnar Gundersen frá Noregi, dómaranemi var Guðni Stefánsson og prófstjóri var Lárus Eggertsson.

Úrslit laugardagsins :

Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn og bestur í flokki
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Trubon – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
Ice Artemis Hera – strýhærður Vorsteh : 2. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 2. einkunn
Stangarheiðar Bogi – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn

Aðrar einkunnir komu ekki í hús þann daginn.

Úrslit sunnudagsins :

Unghundaflokkur :
Munkefjellets Mjöll – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn og besti hundur unghundaflokks

Opinn flokkur :
Ice Artemis Mjölnir – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
Ice Artemis Blökk – strýhærður Vorsteh : 1. einkunn
C.I.B. ISCh Huldu Bell von Truben – Weimaraner : 1. einkunn
Silva SGT Schulz Rider – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs Skuggi jr. – Weimaraner : 1. einkunn
Bláskjárs adamsGarpur – Weimaraner : 2. einkunn
RW-15 Bláskjárs adamsYrsa – Weimaraner : 2. einkunn
C.I.B. ISCh Zetu Jökla – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn
C.I.B. ISCh ISFtCh Heiðnabergs Bylur von Greif – snögghærður Vorsteh : 3. einkunn

Þau Mjölnir og Blökk náðu bæði 30 stigum í prófinu og til að velja hvort þeirra yrði valið besti hundur flokksins greip Gunnar til þess ráðs að láta þau heyja bráðabana og bar Mjölnir sigur úr býtum þar og var valinn besti hundur opins flokks.

Stjórn FHD þakkar öllum sem þátt tóku og þeim sem komu að prófinu með einum eða öðrum hætti.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.