Dómarakynning á Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes

Í haustprófi Vorstehdeilar HRFÍ munu Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes dæma í Bendisprófinu, dagana 30. september – 2. október.

 

oyvind

Øivind Skurdal

Øivind Skurdal er 53 ára gamall Norðmaður sem býr í Lillehammer. Hann er giftur Line Elisabeth og eiga þau saman 5 dætur, ásamt því að á heimilinu eru tveir Enskir Setar (Goppollens Juul og Finntorpets Friis).

Síðastliðin 30 ár hefur Øivind verið bæði þátttakandi í veiðiprófum og einnig starfað sem fuglahundadómari. Á þessum 30 árum hefur hann eingöngu átt Enska Seta.

Øyvind segir: Þess fyrir utan þegar ég er ekki úti í náttúrunni með hundana starfa ég sem framkvæmdarstjóri á auglýsingastofu.
Ég hlakka til að sækja Ísland heim.

 

 

 

 

 

hannu

Hannu Matti Liedes

Hannu Matti Liedes er frá Finnlandi.

Sjáfur segir Hannu:

Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri og boð um að dæma fuglahundapróf á Íslandi.

Ég hef veitt með standandi fulgahundum síðan 1988 en þá fékk ég einmitt minn fyrsta snögghærða Vorsteh hund. Alls hef ég átt sex Vorsteh hunda og einn Enskan Seta en fimm af mínum hundum hafa náð veiðimeistaratitlil. Eins og staðan er núna á ég tvo Vorsteh hunda og nota ég mína hunda við veiðar bæði á fjöllum, skógi eða á ökrum.

Dómaraferill minn hófst árið 1997 og síðustu ár hef ég dæmt veiðipróf í Noregi, Svíþjóð og hér í Finnlandi. Árið 2015 dæmdi ég Euro Cup and Prix de Excellence á Spáni og á heimsmeistarmótinu í Serbíu.

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.