Bendispróf Vorstehdeilar hefst á föstudaginn

Stjórn Vorstehdeilar HRFÍ vill koma eftirfarandi á framfæri.

 

Á föstudag og laugardag verður prófið sett kl 9:00 og kl 10:00 á sunnudag þegar keppnisflokkur fer fram. Mæting í Sólheimakot.

 

Eftir hvern prófdag verður happdrætti fyrir þátttakendur í Sólheimakoti. Ekki verra að fjölmenna í Kotið, að heyra dóma hvers hunds og eiga einnig möguleika á happdrættis vinning.

 

Verðlaun verða vegleg eins og vanalega. Bendir gefur fóður fyrir allar einkunir og öll sæti í keppnisflokki. Einnig verðlaun frá Famous Grouse umboðinu á Íslandi.

 

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í kjötsúpuveisluna á laugardaginn kemur með því að skrá sig á vorsteh@vorsteh.is

 

Við hvetjum allt áhugafólk að mæta í Sólheimakot og fylgjast með. Hvort sem það er áhugi á að ganga með eða koma í Sólheimakot að prófdögum loknum.

 

Stjórn vill einnig þakka styrktaraðilum prófsins. Bendi, Málningu, Famous Grouse umboðinu og Fresco. Án þeirra stuðnings væri þetta ekki hægt.

 

Óskum öllum keppendum og hundum góðs gengis og megi einkunirnar verða margar og sætin mörg!

 

Stjórn Vorstehdeildar

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.