Alþjóðleg sýning helgina 12-13 nóv. 2016

Vorsteh átti tvo fulltrúa á sýningu HRFÍ 12.11.2016

Bendishunda Saga (Þoka) var valinn besta tík tegundar og besti hundur tegundar og fór því áfram í úrslit grúppu fyrir hönd Vorsteh hunda.

Þoka fékk dómana Excelent, BOB, CACIB og Íslenskt meistarastig.

Veiðimela Jökull fékk dóminn Very good.

Bendishunda Saga (Þoka) gerði sér svo lítið fyrir og landaði öðru sæti í grúbbu.

Það má segja að Þoka hafi verið að toppa glæsilegt ár en hún hefur blómstrað á þessu ári svo vel er eftir tekið. Með árangri hennar á sýningunni nú um helgina er hún orðin full sertuð.

Ekki er hægt að sleppa því að minnast á að allir þeir 6.Bendishundarhundar sem mætt hafa á sýningar eru nú full sertaðir. Verður það að teljast frábær ef ekki einstakur árangur sem sýnir okkur að við erum á réttri leið.

Óskum eiganda Bendishunda Sögu (Þoku) og eiganda Veiðiðmela Jökuls til hamingju með dómana.thoka-i-grubbu-7

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.