10 ára afmæli í dag !!

Gaman að segja frá því að 6.5.2007, fyrir 10 árum í dag fæddust hvolpar sem hafa vægast sagt haft góð áhrif á stofninn okkar í snögghærðum Vorsteh.
Það var ISVCH Zeta, eigandi Steinar Ágústsson, sem var pöruð með Töfra Duck out of luck Nero.
Svo að það sé örlítið farið í ættfræðina þá er Zeta undan Flugu ( Charleswood Fortuna ) sem Gunnar Bjarnason flutti inn og Gæfu Axel sem Alli Kalli átti og var úr fyrsta vorstehgotinu á Íslandi hjá Ívari Erlends.
Tveir af hvolpunum úr þessu goti voru C.I.B. ISCh Zetu Krapi og C.I.B. ISCh Zetu Jökla.
Krapi er í eigu Gunnars Bjarnasonar, og er pabbi Bendishundana og Jökla er í eigu Péturs Alan, og er mamma Veiðimelahundana. Það þarf ekki að útskýra það frekar 🙂
Til hamingju með daginn Pétur og Gunnar með Jöklu og Krapa og til hamingju Steinar með gotið 🙂
Hér eru nokkrar myndir af þeim systkinum.
Zetu Krapi 3
Krapi á flottum stand

Zetu Jökla 3
Jökla sækir rjúpu

 

IMG_2228
Krapi virðulegur


Zetu Jökla
Flott mynd af Jöklu


zetu Jökla 2
Jökla reisir rjúpu


IMG_2176
Krapi á búinn að staðsetja rjúpuna

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.