Vorstehdeild HRFÍ
Header

Vorsteh hundum gékk frábærlega á Kalda

maí 10th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt

Kaldapróf FHD fór fram um síðustu helgi og er óhætt að segja að Vorstehhundum hafi gengið vel :-)
Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) stóð sig mjög vel á fyrsta degi, landaði öðru sæti í KF, en í fyrsta sæti var Enski Setterinn Hera ertir frábæra vinnu. Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk svo 1.eink í OF og Veiðimela Gló(Snögghærður Vorsteh) 3.eink. Húsavikur Kvika (ES) fékk líka 3. einkunn.

Á öðrum degi prófs var það Fjallatinda Alfa (Snögghærður Vorsteh) sem fékk 1. sæti í KF. Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) fékk aftur 2. sæti, Munkefjellets Mjöll (Strýhærður Vorsteh) 3. sæti og Fóellu Kolka (Breton) 4. sæti.
Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn í OF og Karra Kalda verðlaunagripinn fyrir flesta standa og reisningar. Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn og Veiðimela Jökull (Snögghærður Vorsteh) 3. einkunn.
Hafrafells Askja (ES) fékk 2. einkunn og var besti hundur í OF.
Sannkallaður Vorsteh dagur :-)

Þriðji dagur Kalda prófs FHD endaði þannig að í keppnisflokki var það Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) sem landaði 1. Sætinu
Í unghundaflokki var það Bylur (breton) sem hlaut 1. einkunn og var besti hundur prófs í þeim flokki.
Í opnum flokki voru einkunnahafar Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) sem hlaut 1. einkunn og var besti hundur prófs í þeim flokki og Loki (Hugo – snögghærð Vizsla) sem hlaut 3.einkunn.

Dómarar prófsins voru þrír, þeir Sigmund Nyborg og Robert Gill frá Noregi ásamt Guðjóni Arinbjarnarsyni.

Birt með fyrirvara um villur.

Við óskum öllum sætis og einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn um helgina
Áfram Vorsteh !! 😉   … nokkrar myndir:

 

JS   Gunnar Pétur
Lalli   hópmynd1

hópmynd2   hópmynd

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.