Vorstehdeild HRFÍ
Header

Robur próf DESÍ og stigakeppnin

september 14th, 2017 | Posted by admin in Forsíðufrétt

Roburpróf
Um síðustu helgi var haldið Robur próf DESÍ.
Fyrri daginn voru 8 hundir skráðir í UF og 4 í OF. Prófið ver haldið á Reykjanesi og mikið var af fugli. 3 hundar náðu einkunn og voru það Veiðimela Jökull sem fékk 3. einkunn og valinn besti hundur prófs í OF, Rjúpnabrekku Black fékk 3.einkunn í UF og svo Rjúpnabrekku Toro sem fékk 2.einkunn og var valinn besti hundur prófs í UF. Við óskum einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn :-)
Seinni daginn var líka prófað á Reykjanesi, nóg var af fugli, en hann sat ekki eins fast þennan daginn. 8 hundar voru skráðir í UF og 5 í OF. 4 hundar náðu einkunn.
Rjúpnabrekku Toro fékk 3.einkunn í UF og var besti hundur prófs í UF. Rjúpnasels Skrugga fékk 3.einkunn í OF. Veiðimela Jökull fékk aftur 3.einkunn í OF og Veiðimela Karri fékk 2.einkunn og var besti hundur prófs í OF, Vorsteh að gera gott mót :-)  Innilega til hamingju með þennan árangur öll saman :-)
Við uppfærum stigatöfluna í stigakeppni Vorstehdeildar og er hún HÉR

Staðan er þannig í OF að Veiðimela Jökull er í fyrsta sæti með 17 stig og Veiðimela Karri í öðru með 12 stig.

You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 Both comments and pings are currently closed.