Ársfundur

Stigahæstu
Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 19. mars.
2 sæti í stjórn voru laus og buðu þeir Guðni Stefánsson og Guðmundur Pétursson sig fram til endurkjörs og engin mótframboð voru.
Á fundinum voru stigahæstu hundar ársins heiðraðir. Heiðnabergs Gleipnir von Greif, eigandi Jón Svan Grétarsson sigruðu í KF, og
Veiðimela Jökull og Friðrik Friðriksson sigruðu svo bæði í OF og Over All. Til hamingju með árangurinn 🙂
Meðfylgjandi mynd er af Friðrik eiganda Jökuls, og svo tók Sigurður við verðlaununum hans Jóns Svan þar sem hann var fjarverandi.
Ársskýrslan er komin hér inn undir „Deildin“ og fundargerð ársfundar er á leiðinni.
-Uppfært-
Fundargerð ársfundar er komin inn. Árskýrslan var einnig uppfærð þar sem kom í ljós að Veiðimela Jökull og Veiðimela Krafla höfðu einnig hlotið alþjóðlega titilinn C.I.B. á árinu og lágu mistökin í því að skrifstofunni hafði yfirsést að setja afrit af því í hólfið okkar hjá Vorstehdeild. Þetta er komið á hreint og er nú rétt í Árskýrslu formanns.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.