Íslendingur Best in show !

IceArtemis Tinika strýhærður Vorsteh, tók í dag þátt í 200 hunda sýningu í Noregi,
Fellesutstillingen i Akershus, og sigraði 🙂 Dómar var Petter Steen
Tininka er ræktuð af Lárusi Eggertsyni og er undan Munkefjellets Mjöll og Ice Artemis Arko.
Munkefjellets Mjöll er undan rakkanum NUCh SEUCh NJCh J(K)Ch Stakkhaugens Faio frá Ellen Marie Imshaug (sem var hér hjá okkur síðasta sumar ) og tíkinni B Ronju frá Ole Foyn. Ole Foyn fékk svo Tininku frá Lárusi til Noregs. Ellen sýndi Tininku sem er aðeins 10 mánaða og sigraði sýninguna 🙂 Vel gert, frábær árangur og ljóst að við erum með frábæra hunda hérna á litla Íslandi 🙂
Innilega til hamingju Ice Artemis ræktun 🙂

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.