Námskeið með Christine Due vorið 2020.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Christine Due mun koma til okkar í maí á næsta ári. Þriggja daga námskeið verður haldið um Hvítasunnuhelgina, 30. maí – 1.júní. Breytingin er sú að nú er námskeiðið í þrjá daga en ekki tvo eins og síðast. Eins og fyrr verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk (hundar eldri en 2ja ára). Kostnaður er ekki orðinn staðfestur en verður um 15.000 – 20.000. Þeir sem vilja tryggja sér pláss er bent á að senda póst á netfangið vorsteh@vorsteh.is

Christeine við kennslu vorið 2019.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.