Fyrsti dagur í Líflands – Arion prófinu í dag.

Fyrsti dagurinn af þremur í Líflands – Arion prófinu fór fram í dag, föstudaginn 1. apríl.
Dómari dagsins var Andreas Bjørn og dómaranemi var Einar Örn. Prófstjórar dagsins voru Ólafur Ragnarson og Viðar Örn Atlason. Fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Blandað partí var í dag, unghunda- og opinn flokkur. Prófið var haldið á Mosfellsheiðinni í mildu veðri, hiti í kringum frostmark og hægur vindur. Þrjár einkunnir komu í hús í dag, allar í opnum flokki.

  1. einkunn.

Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer – Leiðandi Ásgeir Heiðar

2. einkunn.

Hrímlands KK2 Ronja – Brenton – Leiðandi Viðar Örn Atlasoon

Steinahlíðar Atlas – Enskur setter – Leiðandi Steingrímur Hallur Lund

Þátttankendur við upphaf dags. Ljósmynd Pétur Alan
Einkunnahafar dagsins, fh. Viðar og Ronja, Einar Örn, Demanturinn og Ásgeir Heiðar
Andrea B., Steingrímur og Atlas. Ljósmynd Pétur Alan
Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.