Lokadagur í Líflands – Arion prófinu

Lokadagurinn í þriggja daga Líflands – Arion prófinu í dag. Í dag var keppnisflokkur. Dómarar dagsins voru Andreas Bjørn, Svafar Ragnarson sem var jafnframt fulltrúi HRFÍ dómaranemi Einar Örn, prófstjóri dagsins var Ólafur Ragnarson Veðrið var ekki alveg að vinna með okkur og fresta þurfti prófi fram undir hádegi sökum þ0ku og rigningar. Haldið var á Mosfellsheiðina með jákvæðnina að leiðarljósi, ekki skemmtilegar aðstæður þarf sem rigning og þokan voru ekkert að gefa sig. Eitt sæti náðist í dag, Steinarhlíðar Atlas og Hallur Lund stóðu upp sem sigurvegarar dagsins.

Einar, Svafar, Hallur, Atlas og Andreas

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.