Endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna hefur hafið störf.

Á síðasta aðalfundi FHD var samþykkt að endurvekja endurskoðunarnefnd veiðiprófsreglna.  Þessari tillögu var svo fylgt eftir með samþykkt í öðrum deildum í grúbbu 7.
Skal hún starfa í umboði deildanna og skilar niðurstöðu til stjórnar HRFÍ til samþykktar að lokinni vinnu.  Áður skal fara fram kynning og samþykkt í stjórnum allra deilda.

Stefnt er að því að endurskoðaðar reglur verði tilbúnar eigi síðar 1. febrúar  n.k.

Í nefndinni sitja Lárus Eggertsson og Rafnkell  Jónsson fyrir vorsteh.
Fyrir írsk setterdeild sitja Bragi Egilsson og Guðjón Arinbjörnsson.
Fyrir Fuglahundadeild sitja Egill Bergmann og Vilhjálmur Ólafsson.

Nefndin hefur skipt með sér verkum og skipað Guðjón Arinbjörnsson formann og Braga Egillsson ritara.

Hér með er kallað eftir athugasemdum frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum við gildandi veiðiprófreglur fyrir standandi fuglahunda og skal tillögum skila á veffangið vprgyn@gmail.com fyrir 1. ágúst n.k.

Nefndin mun svo fjalla á faglegan og jákvæðan hátt um allar innsendar athugasemdir og taka ákvörðun um afgreiðslu þeirra með líðræðislegum hætti.

Næsti fundur nefndarinnar verður 4. ágúst n.k.
Fundarefni þess fundar er:
1.  Yfirferð yfir innsendar athugasemdir.
2.  Ákvörðunartaka um afgreiðslu þeirra.
3.  Byrjað að fara yfir reglurnar lið fyrir lið.

F.h.  nefndar
Guðjón Arinbjörnsson formaður.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.