Svafar Ragnarsson dæmdi í Noregi

ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Nú um liðna Verslunarmannahelgi var
Svafari Ragnarssyni fuglahundadómara boðið til Noregs að dæma
sækipróf/alhliðapróf á 20 ára afmæli Rasenprófsins sem er haldið af Norska
Vorstheklúbbnum í Heiðmörku.  Var þetta
tveggja daga próf þar sem bæði var dæmt í Unghunda- og opnum flokk og voru
skráðir 95 hundar í prófið.

Á laugardeginum var keyrt s.k. Elítupróf
þar sem topphundar tóku þátt og er með strangari reglum en eins og er aðeins í
tilkeyrslu en kemur til álita að taka inn í prófreglurnar í Noregi.

 

Svafar dæmdi með mörgum kunnum norskum
dómurum og ræktendum þar á meðal Glenn Olsen sem dæmdi alhliðaprófið hér í
sumar. Nánar má sjá um prófið í Noregi og úrslit þess á slóðinni: http://www.vorsteh.no/artikkel/les/508/63_Jubileumspr%C3%B8ve+med+stil/ Svafar er þarna á einni myndanna við
verðlaunaafhendinguna.

 

Gaman er að við íslendingar erum nú farnir
að gjalda líku líkt þar sem þetta er þriðji íslenski dómarinn sem dæmir próf í
Noregi og þar af er Svafar sá fyrsti sem dæmir sækipróf. Áður hafa dæmt í
Noregi veiðipróf á fjalli íslensku dómararnir Egill Bergmann og Pétur Alan
Guðmundsson. Að auki er Bergþór Antonsson með alhliðaprófsréttindi í Noregi og
hefur einnig dæmt hér.

 

Svafar skrifar vonandi ferðasöguna fyrir
okkur fuglahundafólk hér á landi og leyfir okkur að sjá myndir úr ferðinni.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.