ROBUR PRÓFIÐ

Kópavogs Sprettur

Robur prófið – Veiðiprófið sem enginn má missa af.

*Prófið er nr. 501109 *

Prófið verður haldið dagana 24.-26.september að Úlfljótsvatni. Prófað verður í UF og OF 24 og 25 sept, en keppt í KF þann 26. Dómarar verða Randi Schulze og Björnar Gundersen frá Noregi. Nánari kynning á þeim kemur síðar. Þó er hægt að segja frá því að þau eru heiðursfélagar í norska Vorsteh klúbbnum.

Prófstjóri verður Guðjón Arinbjarnason.

Mjög góð aðstaða er á staðnum, stórt og mikið gistirými og góð eldhúsaðstaða. Nóg gistirými er ef makar eða vinir vilja njóta þess að vera með. Gistiverðinu verður stillt í hóf og viljum við hvetja fólk til að fjölmenna á Úlfljótsvatn og eiga góða helgi saman á þessum skemmtilega og fallega stað, stutt frá höfuðborginni.

Myndasýning og fyrirlestur verður á kvöldin Prófið kemur til með að fara fram á Lyngdalsheiði og í nágrenni úlfljótsvatns.

Vorstehdeild hlakkar til að sjá sem flesta hunda og menn/konur á fallegum stað sem er stutt frá höfuðborgini.

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.