Áhugaverð grein

Það var ekki lengi að koma ábending um frétt þar sem sagt er frá og þýddur hluti greinar um friðun og áhrif hennar á rjúpuna.  Skoðið endilega pistilinn á www.enskursetter.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áhugaverð grein

Rólegheit!

Nú eftir veiðitímabilið verður lítið um að vera hjá okkur fuglahundafólki í skipulagðri dagskrá enda jólaundirbúningur í fullum gangi hjá fólki.  Það verður lítið um fréttaflutning hér á síðunni næstu vikur. Félagsmenn eru þó hvattir til að senda myndir og pistla sem gætu birst á heimasíðunni.  Netfangið er vorsteh@vorsteh.is

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Rólegheit!

Úrslit sýningarinnar í dag

Stangarheiðar Frigg

Úrslit í dag voru eftirfarandi:

Snögghærður Vorsteh:

Stangarheiðar Frigg gerði sér lítið fyrir og sigraði föður sinn Högdalia’s Ymir sem var besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) og vann einnig meistarann Zetu Jöklu í tíkunum.  Frigg lenti síðan í 4. sæti í tegundarhópi 7.

ISCh. Högdalia’s Ymir: Excellent, m.efni, meistarastig, CACIB, BOS (Best of Opposide Sex)

Kópavogs Arí: Excellent.

Stangarheiðar Frigg: Excellent, m.efni, meistarastig, CACIB, BOB (Best of Breed)

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla: Excellent, m.efni,

Haugtun’s Siw var besti hvolpur tegundar í flokki 7-9 mánaða en komst ekki áfram í úrslitum um besta hvolp dagsins.

Haugtun's Siw

Ice Artemis Arkó

Strýhærður Vorsteh:

Ice Artemis Arkó. Besti hvolpur tegundar í flokki 7-9 mánaða en komst ekki áfram í úrslitum um besta hvolp dagsins

Stjórn Vorstehdeildar óskar Kela og Pöllu til hamingju með glæsilegan árangur, besta hund og bestu tík tegundar

sem og öðrum sýnendum dagsins.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit sýningarinnar í dag

Alþjóðleg hundasýning um helgina

Nú um helgina 17. og 18. nóv. er alþjóðleg hundasýning HRFÍ og verður hún haldin í Klettagörðum 6.

Fuglahundar verða sýndir laugardagsmorgun og hefst sýningin kl. 09:00

Snögghærðir Vorstehhundar byrja kl. 09:48 (5 stk.) og strýhærðir kl. 10:08 (1stk.)

Dómari verður John Walsh

Sjá nánar á www.hrfi.is

Besti hundur tegundar í Snögghærðum á síðustu sýningu: Heiðnabergs Bylur von Greif.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning um helgina

Deildarfundur 13. nóv.

Deildarfundur Vorstehdeildar var haldinn þriðjudagskvöldið 13. nóv og var farið yfir breytingar á veiðiprófsreglum þeim sem nefnd sú sem unnið hefur að þeim kynnti.  Farið var yfir og breytingar samþykktar þar sem þykja þótti og verður þeim komið áfram til nefndarinnar. 13 manns mættu á fundinn

Fundi lauk kl. 00:30

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur 13. nóv.

Deildarfundur þriðjudaginn 13. nóv. í Sólheimakoti

Minnum á áður auglýstan deildarfund Vorstehdeildar þriðjudaginn 13.  nóv. kl. 20:00 í Sólheimakoti.

Dagskrá:

1. Veiðiprófsreglur fyrir tegundarhóp 7

2. Önnur mál

Stjórnin

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur þriðjudaginn 13. nóv. í Sólheimakoti

Norðmenn leita til Íslands

ISCh.C.I.B. Esjugrundar Stígur

Undanfarnar vikur hafa vorsteh-eigendur í Noregi litið til Íslands með nýtt blóð í huga og eftir skoðun hafa þeir planað sæðingar með sæði úr ISCh C.I.B. Esjugrundar Stíg.

Stígur hefur margsannað sig, bæði á veiðiprófum með frábærum árangrum og er hann bæði íslenskur og alþjóðlegur meistari á sýningum HRFÍ. Veiðiprófsárangra Stígs má sjá í gagnagrunni deildarinnar. Er Stígur nú kominn á lista sem ræktunarhundur hjá norsku Vorstehdeildinni

Vorstehdeild óskar Gunnari Pétri Róbertssyni eiganda Stígs og Svafari Ragnarssyni ræktanda Stígs til hamingju og góðs gengis með þessa blóðlínu í Noregi.  Þess má geta að Stígur er bróðir ISFtCh.Esjugrundar Spyrnu sem kvaddi um daginn.

Nánar má sjá á síðu norsku vorstehdeildarinnar www.vorsteh.no og er slóðin á fyrstu plönuðu pörunina eftirfarandi:

http://www.vorsteh.no/medlem/listeParring.php?rase=354&status=1

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðmenn leita til Íslands

Félagsfundur Vorstehdeildar 13. nóv. 2012

Stjórn Vorstehdeildar mun halda félagsfund um tillögur veiðiprófsreglugerðarnefndarinnar á breytingum á veiðiprófsreglum fyrir tegundarhóp 7.  Fundurinn verður haldinn kl. 20:00 í Sólheimakoti þriðjudaginn 13. nóvember 2012

Efni fundarins:

1. Breyting á veiðiprófsreglum

2. Önnur mál

Félagsmenn deildarinnar eru hvattir til að mæta

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur Vorstehdeildar 13. nóv. 2012

Styðjum björgunarsveitirnar og kaupum neyðarkallinn

Minnum menn og konur á neyðarkall björgunarsveitanna. Styrkjum þetta góða málefni.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Styðjum björgunarsveitirnar og kaupum neyðarkallinn

Dagskrá sýningar komin

Veiðihundar verða sýndir laugardaginn 17. nóv. og byrjar vorstehtegundin kl. 09:48

Fimm snögghærðir vorstehhundar verða sýndir og einn strýhærður

Dómari er John Walsh

Sjá nánar á www.hrfi.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá sýningar komin