Viltu vinna 150.000 kr. vinning?

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Viltu vinna 150.000 kr. vinning?

Keppnisflokkur í dag

Gunnar, Henning, Ásgeir, Lárus, Guðjón, Ferdinand, Pétur og Gunnar

Keppnisflokkur var haldinn í dag í blíðskaparveðri norðan megin og ofan við bílastæði Gumma Bogg í átt að Borgarhólum . Allir hundanna sem tóku þátt  höfðu möguleika á fugli en því miður náðist ekki fuglavinna og sæti í dag.

Þetta var síðasta próf ársins og nú er veiðitímabil rjúpu framundan og vonum við að menn njóti þess með hundum sínum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Keppnisflokkur í dag

Úrslit opins flokks í dag

Egill dómari. Jón Svan og Gleipnir, Vilhjálmur prófstjóri

Efri mynd: Gleipnir sækir rjúpu

Það var Heiðnabergs Gleipnir von Greif sem stóð uppi sem Besti hundur í opnum flokki í dag með 2. einkunn í opnum flokki.  Fallegt veður var og höfðu allir hundar möguleika á fugli og sumir meir en aðrir eins og oft áður.

Dómari var Egill Bergmann

Stjórn Vorstehdeildar óskar Jóni Svan til hamingju með árangurinn í dag.  Á morgun er Keppnisflokkur og verður hann settur klukkan 10 í Sólheimakoti

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit opins flokks í dag

ISFtCh Esjugrundar Spyrna farin á nýjar veiðilendur

ISFtCh. Spyrna sækir rjúpu í Keppnisflokki í Áfangafelli

Í gær kvaddi veiðimeistarinn Spyrna fuglahundasportið eftir stutt veikindi. Hún greindist með bráða lifrarsýkingu fyrir stuttu og fór á nýjar veiðilendur í gær.  Spyrna var ávallt meðal  toppanna í veiðiprófum og á glæsilega árangra úr veiðiprófum eins og sjá má í gagnagrunninum þar sem hún er með eitt hæsta ef ekki hæsta meðalskor Vorstehhunda úr veiðiprófum í heildartölum þ.e. veiðiáhuga, hraða, stíl, sjálfstæði, leitarbreidd, leitarmunstri og samvinnu.

Stjórn Vorstehdeildar sendir Svafari og fjölskyldu hlýjar kveðjur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ISFtCh Esjugrundar Spyrna farin á nýjar veiðilendur

Skráning á sýningu HRFÍ lýkur 19. okt.

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 17. -18. nóvember 2012

Skráningarfresti lýkur föstudaginn 19. október 2012.

Sjá nánar á www.hrfi.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning á sýningu HRFÍ lýkur 19. okt.

Fréttatilkynning frá prófstjóra / Breyting á dómara í keppnisflokk

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast frá prófstjóra í prófinu um helgina:

Sælir.

Í dag bárust mér þau leiðu tíðindi að tilnefndur dómari í keppnisflokki á sunnudag, Svafar Ragnarsson er forfallaður vegna veikinda.
Prófstjóri vonar að hann nái fullum bata sem fyrst.

Sú staða var komin upp að enginn starfandi íslenskur dómari fékkst með góðu móti til að hlaupa í skarðið.
Prófstjóri leitaði því til Ferdinand Hansen og falaðist eftir því að hann hlypi í skarðið.
Eftir að formlegt samþykki fékkst frá stjórn HRFÍ fyrir þessu féllst hann á að gera þetta fyrir okkur.

Það tilkynnist því hér með að dómarar í keppnisflokki á sunnudag verða Guðjón Arinbjörnsson og Ferdinand Hansen.
Það er ástæða til að fagna þessu innilega og við bjóðum Ferdinand velkominn til starfa.

Vilhjálmur Ólafsson

Öflug veiðiþrenning

Stjórn Vorstehdeildar býður Ferdinand Hansen fuglahundadómara velkominn aftur til starfa fyrir fuglahundasportið og vonum að Svafar nái heilsu sem fyrst.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fréttatilkynning frá prófstjóra / Breyting á dómara í keppnisflokk

Friðun prófsvæðis

Að gefnu tilefni er fuglahundafólk beðið um að þjálfa ekki hunda sína á prófsvæðinu fyrir ofan Gljúfrastein.

Tveir bílar, þrjár manneskjur og fjórir hundar voru á prófsvæðinu í dag að sögn heimildarmanns sem fékk tilkynningu þar um.  Það er ekki að tilefnislausu sem prófstjórar biðja fólk um að þjálfa ekki dagana fyrir próf og hræra í fuglinum enda viljum við öll hundunum hið besta og að sem flestir nái einkunnum og sætum .

Virðum hvert annað og spillum ekki fyrir því ekki viljum við að aðrir spilli fyrir okkur.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Friðun prófsvæðis

Skráning í síðasta próf ársins

Skráning í prófið næstkomandi helgi er eftirfarandi. Því miður er ekki mögulegt að halda unghundaflokk að þessu sinni. Fyrirhugað prófsvæði er á línuveginum fyrir ofan Gljúfrastein og er fólk beðið um að gefa hvíla svæðið fram að prófi.

Prófið verður sett klukkan 09:00 laugardag og klukkan 10:00 sunnudag í Sólheimakoti.

Rauðvínsklúbburinn verður með kynningu í lok prófs             .

Prófstjóri er Vilhjálmur Ólafsson s: 845-3090

Flokkur                     19. okt.

Dómari: Egill Bergmann                                                                                                                            Eig/leiðandi

Opinn Vatnsenda Kjarval Enskur point Ólafur E. Jóhannson
Opinn Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Svan Grétarsson
Opinn Vatnsenda Kara Enskur pointer Ásgeir Heiðar
Opinn Heiðnabergs Gáta von Greif Vorsteh, snögghærður Jón Hákon Bjarnson & Sigríður Aðalsteinsdóttir
Opinn Huldu Bell von Trubon Weimaraner, snögghærður Kristín Jónasdóttir/Haukur Reynisson
20. okt. Dómarar: Guðjón Aringbjörnsson og Svafar Ragnarsson
Keppnis Hrímþoku Sally Vanity Enskur setter Henning Þór Aðalmundsson og Oddur Örvar Magnússon/ Henning Þór
Keppnis Vatnsenda Kara Enskur pointer Ásgeir Heiðar
Keppnis Kragsborg Mads Vorsteh, strýhærður Steinarr Steinarrsson/Lárus Eggertsson
Keppnis Zetu Jökla Vorsteh, snögghærður Pétur Alan Guðmundsson
Keppnis Esjugrundar Stígur Vorsteh, snögghærður Gunnar Pétur Róbertsson
Keppnis Midtvejs Xo Breton Sigurður Ben. Björnsson
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í síðasta próf ársins

Æfingagöngur frá Sólheimakotsafleggjara falla niður

Bendum mönnum á að það er orðið of seint að hafa æfingagöngur frá Sólheimakotsafleggjaranum kl. 18 vegna myrkurs svo þær falla niður.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur frá Sólheimakotsafleggjara falla niður

Myndir frá veiði

Á meðfylgjandi myndum er Ice Artemis Blökk og Yrja á andaveiðum með eiganda sínum Lárusi.

Sendið endilega inn myndir frá veiðum til vorsteh@vorsteh.is

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Myndir frá veiði