Þáttökulisti í Áfangafellspróf 2012

Frábær mæting er í Áfangafellsprófið eins og neðangreindur listi sýnir.  Veðurspáinn er góð fyrir helgina og heyrst hefur að töluvert sé af fugli á svæðinu.

8. september
Unghundaflokkur       Ættb.nr.         Tegund            Eigandi
Gagganjunis Von       IS16232/11              Írskur setter   Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
Háfjalla Týri               IS16120/11              Enskur setter  Einar Guðnason
Háfjalla Parma           IS16119/11              Enskur setter  Kristinn Einarsson
Álakvíslar Mario         IS16814/12            Enskur setter   Daníel Kristinsson

Opinn flokkur            Ættb.nr.           Tegund             Eigandi
Snjófjalla Hroki           IS15087/10          Enskur setter    Alfreð Mortensen
Kaldalóns Ringó          IS10985/07         Enskur setter   Vilhjálmur Ólafsson
Þúfa                                IS12646/08         Írskur setter Guðjón Sig. Arinbjarnarson
Kaldalóns Doppa         IS10990/07         Enskur setter   Sigþór Bragason
Vallholts Vaka             IS12844/09          Enskur setter    Arnar Guðmundsson
Esjugrundar Stígur      IS09779/06        Vorsteh, sn      Gunnar Pétur Róbertsson
Hrímþoku Sally Vanity  IS12221/08      Enskur setter   Henning Þór Aðalmundsson/Oddur Örvar Magnússon
Fuglodden’s Rösty       IS15475/11           Írskur setter     Bragi Valur Egilsson
Bláskjárs Skuggi Jr.     IS12998/09        Weimaraner, sn Arnar Hilmarsson
Vatnsenda Kara          IS15062/10           Enskur pointer  Ásgeir Heiðar
Hrímþoku Francini        IS12222/08      Enskur setter   Hjalti R. Ragnarsson

9. september
Unghundaflokkur        Ættb.nr.           Tegund              Eigandi

Gagganjunis Von         IS16232/11              Írskur setter      Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir
Háfjalla Týri                 IS16120/11              Enskur setter     Einar Guðnason
Háfjalla Parma            IS16119/11               Enskur setter     Kristinn Einarsson
Álakvíslar Mario           IS16814/12            Enskur setter     Daníel Kristinsson

Opinn flokkur              Ættb.nr.            Tegund               Eigandi
Snjófjalla Hroki            IS15087/10            Enskur setter    Alfreð Mortensen
Kaldalóns Ringó          IS10985/07            Enskur setter    Vilhjálmur Ólafsson
Þúfa                            IS12646/08                Írskur setter      Guðjón Sig. Arinbjarnarson
Kaldalóns Doppa         IS10990/07           Enskur setter     Sigþór Bragason
Kragsborg Mads         IS16141/11               Vorsteh, str       Steinarr Steinarrsson
Vallholts Vaka             IS12844/09            Enskur setter    Arnar Guðmundsson
Heiðnabergs Bylur von Greif IS14609/10 Vorsteh, sn    Jón Garðar Þórarinsson
Gruetjenet’s G-Ynja      IS14197/10             Vorsteh, sn Gunnar Pétur Róbertsson/Steinþór Gunnarsson
Hrímþoku Sally Vanity   IS12221/08         Enskur setter Henning Þór Aðalmundsson/Oddur Örvar Magnússon
Fuglodden’s Rösty      IS15475/11               Írskur setter    Bragi Valur Egilsson
Bláskjárs Skuggi Jr.    IS12998/09            Weimaraner,sn Arnar Hilmarsson
Vatnsenda Kara         IS15062/10               Enskur pointer Ásgeir Heiðar
Hrímþoku Francini       IS12222/08          Enskur setter   Hjalti R. Ragnarsson

10. september
Unghundaflokkur       Ættb.nr.             Tegund              Eigandi
Gagganjunis Von       IS16232/11                 Írskur setter      Egill Bergmann/Margrét Kjartansdóttir

Opinn flokkur            Ættb.nr.             Tegund              Eigandi

Snjófjalla Hroki          IS15087/10              Enskur setter   Alfreð Mortensen
Þúfa                          IS12646/08                  Írskur setter     Guðjón Sig. Arinbjarnarson
Fuglodden’s Rösty    IS15475/11                Írskur setter     Bragi Valur Egilsson

Keppnisflokkur                    Ættb.nr.             Tegund              Eigandi

Kaldalóns Ringó                   IS10985/07              Enskur setter    Vilhjálmur Ólafsson
Yrja                                      IS11776/08                  Vorsteh, str       Lárus Eggertsson
Snjófjalla Húsavíkur Suzie Q IS08643/05         Enskur setter    Arnar Guðmundsson
Heiðnabergs Bylur von Greif IS14609/10          Vorsteh, sn       Jón Garðar Þórarinsson
Esjugrundar Stígur              IS09779/06             Vorsteh, sn       Gunnar Pétur Róbertsson
Hrímþoku Sally Vanity           IS12221/08          Enskur setter     Henning Þór Aðalmundsson/Oddur Ö Magnússon
Vatnsenda Kara                   IS15062/10               Enskur pointer Ásgeir Heiðar

 

Gangi ykkur vel um helgina.

Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti í Áfangafellspróf 2012

Æfingaganga í kvöld kl. 18:00

Minnum á æfinguna í kvöld þriðjudag kl. 18.  Farið verður frá Sólheimakotsafleggjaranum.  Allir velkomnir á þessa síðustu skipulögðu æfingu fyrir Áfangafellsprófið.  Hittingur verður fyrir þá sem vilja á sama stað og tíma á fimmtudag.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingaganga í kvöld kl. 18:00

Einn hundur náði einkunn í dag

Einn hundur náði einkunn í fyrsta veiðiprófi haustsins og var það Breton hundurinn ISCh. C.I.B. XO sem var leiddur af eigandanum Sigurði Ben. Björnssyni.  XO fékk 2. einkunn í prófinu. Enginn hinna fjögurra náði einkunn en þó nokkuð var af rjúpu á svæðinu og vænir hópar.  Dómarar voru Guðjón Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson sem tók myndina.

Vorstehdeild óskar Sigga Benna til hamingju með árangurinn.

Minnum á að skráningarfrestur í Áfangafellsprófið rennur út á miðnætti í kvöld. Heyrst hefur af góðri skráningu og gæsaveiðimenn sem voru við veiðar á Auðkúluheiði sáu stóra rjúpnahópa þar svo það lítur út fyrir spennandi próf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Einn hundur náði einkunn í dag

Prófið um helgina fært til sunnudags

Fyrsta veiðipróf ársins hefur verið flutt til sunnudagsins 2. sept. og verður sett kl. 11:00 í Sólheimakoti.  Veðurspáin er góð og eru áhugasamir um fuglahundasportið velkomnir.  Þáttökulistann má sjá neðar á síðunni.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófið um helgina fært til sunnudags

Áfangafellsprófið á Auðkúluheiði 2012

Stærsta próf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 8. – 10. September. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði og verður gist í Áfangafellsskála.
Norðmennirnir Sven Kvåle og Tor Espen Plassgård dæma prófið og verða kynntir  á næstu dögum en einnig mun  Egill Bergmann dæma þann 10. sept.

Vakin er athygli á því að prófað verður í UF og OF alla dagana.

Dagskrá:

8. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára)
9. sept. verða prófaðir UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) og OF/Opinn flokkur (Hunda eldri en 2ja ára)
10. sept. verður  Keppnisflokkur (þeir hundar sem náð hafa 1. einkunn í OF) ásem og blandað partý (UF og OF)
Prófsetning er við Áfangafellsskálann kl. 09:00 dagana 8.  og 9. sept. en kl. 10:00 þann  10. sept.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki. Fjöldi aukaverðlauna verða einnig í boði. Hundar hafa möguleika á að hljóta heiðursverðlaun í prófinu.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Gisting/matur:

Við fáum Áfangafellsskálann afhentan seinnipart föstudagsins 8. sept.  Á laugardagskvöldinu er sameiginlegur villibráðarhátíðarkvöldverður þar sem hugmyndin er að hver og einn komi með einhverja villibráð og verður slegið upp hlaðborði að hætti hússins.  Að öðru leyti sjá þáttakendur um mat sinn sjálfir.
Mjög góð aðstaða er fyrir þátttakendur í prófinu og er stefnt að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum. Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.
Gisting í skálanum kostar kr. 7.500,- og gildir fyrir alla dagana óháð hvort menn verða eina eða þrjár nætur. Gistingu verður að panta hjá Braga vprgyn@gmail.com og við hvetjum þá, sem ætla að mæta að panta gistingu sem fyrst, hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.  Frestur til að ganga frá geiðslu á gistingu er 2. sept.
Vinsamlega leggið inn fyrir gistingu á reikning 0192-26-9121, kennitala 021171-4339 og sendið staðfestingu á vprgyn@gmail.com.
Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra.

Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ( sjá nánar á www.hrfi.is) . Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer. Tiltakið skráningarnúmer hunds og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í og hvaða daga.  Prófgjald er eftirfarandi:
1 dagur kr. 4500.- 2 dagar kr. 7000 og 3 dagar 9500.- pr. hund. Prófnúmerið er 501210
Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 2. September.

Styrktaraðilar prófsins eru Royal Canin (Dýrheimar)

Egill Bergmann veitir nánari upplýsingar um prófið í s:898 8621 eða maggak@vortex.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Áfangafellsprófið á Auðkúluheiði 2012

Fyrsta haustprófið um helgina

Ágætis þáttaka er í fyrsta haustpróf ársins.  Alls eru fimm hundar skráðir í opinn flokk en ekki náðist lágmarks þáttaka í unghundaflokk og fellur hann því niður.  Prófið verður haldið sunnudaginn 2. sept.

Prófstjóri er Sigurður Ben Björnsson og dómarar verða þeir Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson.  Fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjarnarson.

Eftirtaldir hundar eru skráðir:

Opinn flokkur:
Weimaraner    Bláskjárs Skuggi
Pointer              Vatnsenda Kara
Pointer              Vatsenda Kjarval
Breton                XO
Vorsteh           Heiðnabergs Gáta von Greif

Prófið verður sett stundvíslega kl. 11:00 í Sólheimakoti.  Áhugasömum er bent á að þeim er velkomið að ganga með prófinu og fylgjast þannig með framvindu mála.

Það lítur út fyrir spennandi próf því að þó nokkuð hefur sést af rjúpu undanfarið

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta haustprófið um helgina

Úrslit alþjóðlegrar sýningar HRFÍ

Heiðnabergs Bylur von Greif. Besti snögghærði Vorstehhundurinn í dag og annar besti hundurinn í tegundarhópi 7.  Dómari Rita Reyniers og sýnandi Guðrún Hauksdóttir

Úrslit sýningarinnar í snögghærðum Vorsteh voru eftirfarandi:

Ungliðaflokkur Rakkar:

Stangarheiðar Bogi, IS16401/11 Excellent, meistaraefni, BHT-4

Opinn flokkur rakkar:

Heiðnabergs Boði, IS13146/09 Excellent, meistaraefni, BHT-2

Vinnuhundaflokkur rakkar:

Heiðnabergs Bylur von Greif, IS14609/1, Excellent, meistaraefni, BHT-1 (Besti karlhundur tegundar)

Ísl.meistarastig, CACIB (alþjóðlegt meistarastig) BOB (Besti hundur tegundar) TH-2 (tegundarhópur 7- 2. sæti)

Meistaraflokkur rakkar:

IsCh Zetu Krapi, IS10952/07: Mætti ekki

ISCh Högdalias Ymir, excellent, meistaraefni, BHT-3

Ungliðaflokkur tíkur:

Kópavogs Arí, IS16031/11, Excellent, Ulfl.-1

Unghundaflokkur tíkur:

Kópavogs Dimma, IS16032/11, Very Good, Uhfl.-1

Vinnuhundaflokkur tíkur:

Gruetjenet’s G-Ynja, IS14197/10, Very Good, Vhfl.-1

Meistaraflokkur tíkur:

C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucienne, IS13560/09, Mætti ekki.

Vorsteh strýhærður,

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða tíkur:

Ice Artemis Aska, IS17102/12.  Mætti ekki.

Stjórn Vorstehdeildar óskar Jóni Garðari og fjölskyldu til hamingju með Byl  sem og öðrum með flotta árangra.

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit alþjóðlegrar sýningar HRFÍ

Fyrsta haustprófið á fjalli – skráningarfrestur

Skráningarfrestur í fyrsta haustprófið á fjalli rennur út um helgina.

Í þessu fyrsta prófi verða dæmdir unghunda- og opinn flokkur.

Dómarar verða Guðjón Arinbjörnsson og Svafar Ragnarsson.

Hægt verður að skrá á skrifstofu HRFÍ til og með föstudagsins  24. ágúst á skrifstofutíma kl.  9-13

Einnig er hægt að skrá til og með sunnudagsins 26. ágúst en þá verður að senda í tölvupósti (hrfi@hrfi.is), upplýsingar um prófnúmer, nafn hunds og ættbókarnúmer sem og nafn leiðanda í prófinu og hvaða flokk taka á þátt í.  Einnig skal innan sama frests millifæra á reikning Hundaræktarfélags Íslands:

0515-26-707729  kt. 680481-0249  kr. 4500.- fyrir hvern hund. Sendið kvittun á hrfi@hrfi.is

Prófnúmer er 501209

Athugið að mögulegt er að opinn flokkur fari fyrir ofan girðingu og er von á sauðfé þar og er það á ábyrgð eigenda hunda sem þátt taka.

Frekari upplýsingar veitir prófstjóri, Sigurður Benedikt Björnsson í s: 660-1911

Minnum á æfingagöngurnar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 frá Sólheimakotsafleggjaranum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta haustprófið á fjalli – skráningarfrestur

Æfingagöngur þriðjudaga og fimmtudaga

Hittingur verður við Sólheimakotsafleggjarann kl. 18  þriðjudaga og fimmtudaga og farið að æfa þaðan.  Óvíst er hvenær vanir menn verða til aðstoðar en menn geta hist og farið að æfa saman í það minnsta.  Bendum á að sauðfé er fyrir ofan girðingu.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingagöngur þriðjudaga og fimmtudaga

Úrslit seinni dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar

Í dag var seinni dagur sækiprófs Vorstehdeildar.   Milt veður var og lítill vindur í byrjun en hægur andvari er leið á daginn.  Í lok dags voru grillaðar pylsur fyrir verðlaunaafhendingu.  Úrslit dagsins voru:

Unghundaflokkur:

Háfjalla Parma: 1. einkunn og besti unghundur

Opinn flokkur:

Þúfa: 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk

Bláskjárs Skuggi: 1. einkunn

Zetu Jökla: 2. einkunn

Tveir unghundar mættu ekki og aðrir fengu ekki einkunn.

Besti unghundur helgarinnar var Háfjalla Parma og besti hundur í opnum flokki var Bláskjárs Skuggi og fengu þau farandbikara gefna af stjórn Vorstehdeildar, til varðveislu í eitt ár.

Snati.is umboðsaðili ProPac hundafóðurs veitti vegleg verðlaun í prófinu, umboðsaðili Famous Grouse whiskey gaf bestu hundum og dómara Black Grouse og Veiðiheimur gaf eigendum bestu hunda gæsaveiðileyfi. Er styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir þeirra hlut í prófinu.

Vorstehdeild þakkar starfsmönnum prófs, þeim Svafari Ragnarssyni dómara, Agli Bergmann og Þorsteini Friðrikssyni starfsmönnum sem og Gunnari Pétri Róbertssyni og Lárusi Eggertssyni prófstjórum kærlega fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu hundasportsins.

Deildin þakkar leiðendum drengilega framkomu og óskar einkunnahöfum til hamingju með árangrana.

Minnum á að æfingagöngur byrja strax í næstu viku fyrir haustprófin. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum og verða auglýstar betur síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit seinni dags ProPac sækiprófs Vorstehdeildar