Æfing fellur niður!

Æfing fellur niður í dag vegna sumarleyfa.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing fellur niður!

Sækiæfing í dag fimmtudag á Suðurnesjum, allir velkomnir.

Sækiæfingarnar fyrir sækipróf Vorstehdeildar sem haldið verður dagana 18. og 19. ágúst.
Æfingin er á Suðurnesum við Snorrastaðatjarnir.
Mæting er kl. 19 (leiðréttur tími, var 18)
Allir velkomnir.
Leiðarlýsing:
Fljótlega eftir að keyrt er inn á Grindavíkurafleggjarann kemur skilti sem á stendur Seltjörn og aflegjari á hægri hönd. Til að komast að Snorrastaðatjörnum skal fara slóða til vinstri (Ath. ekki beygja til hægri) til enda og er þá komið að Snorrastaðatjörnum

kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiæfing í dag fimmtudag á Suðurnesjum, allir velkomnir.

Fréttir frá stjórn

Undir liðnum nýliðakynning má sjá stolta eigendur hvolpa m.a. úr strýhærða Ice Artemisgotinu.

Eigendur Vorstehhunda eru hvattir til að skrá sig í Vorstehdeildina með því að hringja á skrifstofu HRFÍ í s: 588-5255 eða senda tölvupóst á félagið í hrfi@hrfi.is þar sem fram kemur eigandi og nafn hunds.  Munið að aðeins skráðir félagar í deildina hafa kjörgengi og kosningarétt á ársfundum. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarfrí þann 16. júlí.

Eigendur vorstehhunda sem og áhugasamir um tegundina eru hvattir til að skrá sig á póstlista deildarinnar til að fá fréttir um vorstehhunda sem og starfsemi deildarinnar.  Sendið póst á vorsteh@vorsteh.is

Eigendum vorstehhunda er bent á að sauðfé er á sumarbeit og þarf að passa vel upp á hundana.  Ráðgjöf má reyna að fá með því að senda inn póst á vorsteh@vorsteh.is með nafni og símanúmeri og verður reynt að aðstoða eins og unnt er.

Stjórn óskar eftir tillögum um starf deildarinnar og ábendingum um hvað má betur fara.  Einnig eru sjálfboðaliðar til hinna ýmissu starfa alltaf velkomnir og er bent á að senda tölvupóst á stjórnarmeðlimi eða vorsteh@vorsteh.is

Minnum á sækiprófið 18. og 19. ágúst sem og æfingarnar fram að því.  Biðlum einnig til manna að fara ekki með hunda upp á heiði fyrr en seinnihluta ágústmánaðar þar sem ungahóparnir eru misstórir og auðvelt er að splundra þeim.

Sumarkveðjur,

Stjórn Vorstehdeildar.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fréttir frá stjórn

Sækiæfing á fimmtudaginn á Suðurnesjum, allir velkomnir.

Sækiæfingarnar eru byrjaðar aftur fyrir sækipróf Vorstehdeildar sem haldið verður dagana 18. og 19. ágúst.
Næstkomandi fimmtudag verður Suðurnesjaæfing við Snorrastaðatjarnir.
Svafar Ragnarsson dómari fer yfir síðasta próf og eftir það verður æfing. Mæting er kl. 18
Mjög gott er að byrja (aftur) á æfingum og halda við fram að prófi. Allir velkomnir.
Leiðarlýsing:
Fljótlega eftir að keyrt er inn á Grindavíkurafleggjarann kemur skilti sem á stendur Seltjörn og aflegjari á hægri hönd. Til að komast að Snorrastaðatjörnum skal fara slóða til vinstri (Ath. ekki beygja til hægri) til enda og er þá komið að Snorrastaðatjörnum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiæfing á fimmtudaginn á Suðurnesjum, allir velkomnir.

Sækipróf Vorstehdeildar 18. og 19. ágúst

Sækipróf Vorstehdeildar sem halda átti helgina 11. & 12. ágúst hefur verið fært aftur um eina viku á dagana 18. & 19. ágúst. Skráningarfrestur rennur út 10. ágúst.

Dómari verður Svafar Ragnarsson

Nánari upplýsingar koma síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar 18. og 19. ágúst

Sækiæfing fimmtudaginn 5. júlí kl. 19

Sækiæfing verður fimmtudagskvöldið 5. júlí kl. 19

Jón Hákon Bjarnason stýrir æfingunni.  Nú er gott fyrir þá sem tóku þátt í síðasta prófi og þá sem ætla í sækipróf vorstehdeildar að mæta og æfa. Mæting við Sólheimakotsafleggjarann

Allir velkomnir

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiæfing fimmtudaginn 5. júlí kl. 19

Úrslit sækiprófs FHD í dag 23. júní

Það var afar góður dagur í sækiprófi FHD í dag.  Sumarblíða og frábær frammistaða hjá hundum og leiðendum.  Gaman að sjá hvað æfingar undanfarið hafa skilað sér og gríðarlega góð samstaða og hugur í fólki í prófinu var í dag.

Úrslit voru eftirfarandi:

Unghundaflokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 20 stig):

Mads, strýhærður Vorsteh.  20 stig – 1. einkunn og besti hundur í unghundaflokki

Fjóla, vizsla.  18 stig –  1. einkunn

Lennox, weimaraner. 14 stig –   3. einkunn

Frida, weimaraner.  12 stig – 0. einkunn

Opinn flokkur (hæsti mögulegi stigafjöldi 30 stig):

Skuggi, weimaraner.  28 stig – 1 einkunn og besti hundur í opnum flokki

Yrja, strýhærður vorsteh. 26 stig – 1 einkunn

Jökla, snögghærður vorsteh. 26 stig – 2. einkunn

Taso, weimaraner. 24 stig – 2. einkunn

Silva, weimaraner. 23 stig – 2. einkunn

Til hamingju með glæsilegan árangur einkunnahafar í dag.

Svafari Ragnarssyni dómara, Agli Bergmann fulltrúa HRFÍ, Hauki Reynissyni prófstjóra, Þorsteini Friðrikssyni og Jóni Garðari Þórarinssyni aðst0ðarmönnum,  eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra vinnu í dag. Einnig Atla Ómarssyni fyrir lán á báti.

Úrslitin verða færð í gagnagrunninn innan skamms þar sem útlistanir á hverjum lið fyrir sig koma fram.

 

 

 

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit sækiprófs FHD í dag 23. júní

Sækipróf FHD laugardaginn 23. júní

 

Sækipróf FHD verður sett kl. 09:00 í Sólheimakoti laugardaginn 23. júní.  Við hvetjum áhugasama að koma og fylgjast með hvernig prófið fer fram.  Dómari er Svafar Ragnarsson og Haukur Reynisson prófstjóri.

Fjórir hundar taka þátt í unghundaflokki og fimm í opnum flokki.

Í unghundaflokki fara hundar í sókn í vatni og leita/sækja með einum fugli

í opnum flokki fara hundar í sókn í vatni, leita/sækja með tveimur fuglum og fara spor.

Áhorfendur eru velkomnir en minnt er á að gott er að hafa með sér flugnanet og jafnvel kíki. Hafið með ykkur nesti.

Prófinu verður slitið í Sólheimakoti með pylsuveislu.

Í unghundaflokki tekur þátt strýhærði vorstehhundurinn Kragborg Mads og í opnum flokki  strýhærða tíkin Yrja og snögghærða tíkin ISCh. CIB Zetu Jökla

Þátttökulistann í prófinu má sjá neðar á síðunni

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD laugardaginn 23. júní

Þátttakendur í sækiprófi FHD n.k. laugardag

Eftirfarandi hundar eru skráðir í sækipróf FHD næstkomandi laugardag 23. júní

Unghundaflokkur

Holtabergs Amíra, Ungversk Vizsla, leiðandi: Hildur Vilhelmsdóttir

Huldu Lennox of Weimar, Weimaraner, leiðandi:  Steini

Kragsborg Mads, strýhærður Vorsteh, leiðandi:  Steinarr Steinarrsson

Huldu Bell von Trubon, Weimaraner, leiðandi: Haukur Reynisson

Opinn flokkur

Yrja, strýhærður Vorsteh, leiðandi: Lárus Eggertsson

Bláskjárs Skuggi Jr. Weimaraner, leiðandi: Arnar Hilmarsson

Kasamar Antares, Weimaraner, leiðandi:   Atli Ómarsson

Silva SGT Schultz Rider, Weimaraner, leiðandi: Haukur Reynisson

Zetu Jökla, snögghærður Vorsteh, leiðandi:  Pétur Alan Guðmundsson

 

Prófið verður sett í Sólheimakoti kl. 09:00  Áhorfendur eru velkomnir

Dómari verður Svafar Ragnarsson, fulltrúi HRFÍ Egill Bergmann

Prófstjóri er Haukur Reynisson s:896-0685

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttakendur í sækiprófi FHD n.k. laugardag

Sækiprófið 23. júní – skráningarfrestur

Skráningarfrestur fyrir sækiprófið sem haldið verður laugardaginn 23. júní rennur út næstkomandi sunnudag 17. júní.

Eins og fyrr er ekki hægt að skrá í gegnum heimasíðu HRFI og verður því að millifæra á reikning og senda kvittun í tölvupósti.  Kennitala HRFÍ er 680481-0249, banki 0515-26-707729. Prófið er nr. 501207.

Sendið skal kvittun á hrfi@hrfi.is  Munið að senda allar upplýsingar um hundinn, flokk sem taka á þátt í (UF/OF) og hver verður leiðandi.

Dómari verður Svafar Ragnarsson og prófstjóri er Haukur Reynisson

Þeir sem hyggjast skrá eftir kl.13:00 á föstudaginn millifæra í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram hér að ofan og senda e-mail með ofangreindum upplýsingum og greiðslustaðfestingu á prófstjóra í e-mail thr@isholf.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækiprófið 23. júní – skráningarfrestur