Liðakeppni fuglahunda

 

ISFtCH Dímon og Jón Garðar

 

Um næstu helgi verður haldin liðakeppni fuglahunda og fer hún fram laugardaginn 5. maí. Mæting er í Sólheimakoti kl.9.30.  Styrktaraðilar liðakeppninnar eru snati.is og sportvörugerðin.is.

Keppnin fer fram með svipuðu sniði og í fyrra þ.e 3. hundar í liði og má hafa einn til vara. Farið verður í grundvallaratriðum eftir veiðiprófsreglum HRFÍ fyrir tegundarhóp 7.

Allir aldurshópar af tegundarhópi 7 eru gjaldgengir. Keppt verður eftir keppnisflokks fyrirkomulagi með útsláttar fyrirkomulagi þó með nokkrum undantekningum og á léttari nótunum.

Eina brottrekstrarsök hunds úr keppninni er ársargirni og önnur slík óáran.Engin hjálpartæki við stýringu á hundi eru leyfð en persónuleg hjálpartæki leiðanda eru í lagi.

Atriði sem telja: Fuglavinnur, veiðivilji, eiginleikar til að finna fugl, notkun á ytri aðstæðum og hraði. Annars er það bara úrskurðaraðilanna að meta niðurstöðurnar. Ein nýbreytnin þetta árið er að hvert lið þarf að útnefna skyttu liðsins.

Nú er um að gera að drífa sig af stað og safna liði og melda sig í þessa „ keppni“.

Móttaka skráninga: Svafar S:8609727, Þorsteinn s:8930228 og Bragi s: 8562024

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Liðakeppni fuglahunda

Dagur 3. í Írsk setter prófinu

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla var í 1.sæti í keppnisflokk

Það var flottur dagur hjá Vorsteh. Enn og aftur sannast það hvað Vorsteh eru frábærir veiðihundar.

Það voru tveir hundar sem náðu sæti í keppnisflokk í dag.

1.sæti var ISCh C.I.B. Zetu Jökla

2.sæti var ISCh – ISFtCh Hrímþoku Sally Vanity

 

Óskar Vorstehdeild Pétri og Henning til hamingju með árangurinn.

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur 3. í Írsk setter prófinu

Dagur 2. í Irsk setter prófinu

ISFtCh Esjugrundar Spyrna 2.einkunn í dag

Opinn flokkur:

Það var Vatnsenda Kara sem náði 1.enkunn og var besti hundur prófs

Esjugrundar Spyrna  fékk 2. einkunn

Kaldalóns Doppa 2. einkunn

Elding 2. einkunn

Unghundaflokkur:

Gaggajunis von fékk 2. einkunn og var besti hundur prófs

Snjófjalla Hroki fékk 2. einkunn

Huldu Bell von Trubon fékk 2. einkunn

 

Vorstehdeild óskar þeim sem náðu einkunn í dag til hamingju með árangurinn.

kveðja V0rstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur 2. í Irsk setter prófinu

Dagur 1. í Írsk setter prófinu

Heiðnabergs Gáta fékk 2. einkunn og besti hundur prófs

Það var mikill raki í loftinu í dag og aðstæður því kannski með erfiðara mótinu.

Það sannaðist enn og aftur hvað Vorsteh eru öflugir veiðihundar og var það Vorsteh sem var besti hundur prófs.

Engin hundur hlaut einkunn í UF. En tvær einkunnir  voru í OF.

Heiðnabergs Gáta hlaut 2. einkunn í OF og var valin besti hundur prófs

Vatnsenda Kjarval hlaut 2. einkunn í OF.

 

Vill Vorstehdeild óska Jóni Hákoni til hamingju með árangurinn og öðrum sem fengu einkunn

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagur 1. í Írsk setter prófinu

Fimm vikna strýhærðir hvolpar

Hvolparnir níu sem Yrja átti med Kragborg’s Mads eru orðnir fimm vikna og sjást hér skoða heiminn.  Einhverjir rakkar eru á lausu og gefur Lárus frekari upplýsingar í síma 861-4502.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fimm vikna strýhærðir hvolpar

Ársfundur Vorstehdeildar

Ársfundur deildarinnar fyrir síðasta starfsár var haldinn á A. Hansen í gærkvöldi.

Stigahæstu hundar voru heiðraðir.

Stigahæsti unghundur var Heiðnabergs Bylur von Greif, eigandi Jón Garðar Þórarinsson.

Stigahæsti hundur í opnum flokk var ISFtCh. Esjugrundar Spyrna, eigandi Svafar Ragnarsson.

Stjórn óskar Jóni Garðari og Svafari til hamingju með glæsilegan árangur.

Úr stjórn gengu Sæþór Steingrímsson og Jón Hákon Bjarnason og er þeim þökkuð störfin fyrir deildina og tegundina okkar.   Tveir nýir aðilar komu í stjórn, þeir Guðjón Snær Steindórsson og Pétur Alan Guðmundsson.

Ársskýrsla stjórnar Vorstehdeildar kemur innan skamms á heimasíðuna.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar

Veiðipróf ÍRSK 28.-30. apríl

Þáttökulisti fyrir ÍRSK setter prófið sem verður 28.-30. apríl.  Prófið verður sett alla dagana í Sólheimakoti kl. 09:00.  Áhugasamir um fuglahundasportið eru velkomnir.

Prófstjóri er Margrét Kjartansdóttir og fulltrúi HRFÍ er Egill Bergmann
Laugardagur 28.  apríl.

Jan-Olov Daniels dæmir UF/OF

Unghundaflokkur

Snjófjalla Dofri – enskur seti

Gagganjunis  Von – írskur seti

Snjófjalla Hroki – enskur seti

Huldu Bell von Trubon – weimaraner

Opinn flokkur

Zetu Jökla – snögghærður vorsteh

Fuglodden´s Rösty – írskur seti

Þúfa – írskur seti

Kaldalóns Doppa

Vatnsenda Kjarval

Egill Bergmann dæmir OF

Opinn flokkur

Heiðnabergs Gáta von Greif – snögghærður vorsteh

Elding – enskur seti

Neisti – enskur seti

Vatnsenda Kara – pointer

Vatnsenda Muggur – pointer

Sunnudagur 29.  apríl

Jan-Olov Daniels dæmir OF

Opinn flokkur

Heiðnabergs Gáta von Greif- snögghærður vorsteh

Heiðnabergs Gleypnir von Greif- snögghærður vorsteh

Esjugrundar Spyrna- snögghærður vorsteh

Vatnsenda Kara – pointer

Neisti – enskur seti

Elding – enskur seti

Vatnsenda Muggur – pointer

Fuglodden´s Rösty – írskur seti

Pétur A Guðmundsson dæmir UF/OF

Unghundaflokkur:

Gagganjunis Von – írskur seti

Huldu Bell von Trubon – weimaraner

Snjófjalla Hroki – enskur seti

Snjófjalla Dofri – enskur seti

Opinn flokkur:

Kaldalóns Doppa – enskur seti

Vatnsenda Kjarval – pointer

Þúfa – írskur seti

 

Mánudagur 30.  apríl

Jan-Olov Daniels og Egill Bergmann

Keppnisflokkur

Zetu Jökla – snögghærður vorsteh

Barentsvidda´s B Hardy Du Cost´ Lot – pointer

Elding – enskur seti

Hrímþoku Sally Vanity – enskur seti

Francin´s Amicola – enskur seti

Kaldalóns Ringó – enskur seti

Vorstehdeild óskar þátttakendur góðs gengis

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðipróf ÍRSK 28.-30. apríl

Ársfundur Vorstehdeildar þriðjudagskvöldið 24. apríl kl. 20

Stjórn Vorstehdeildar vill minna félagsmenn sína og áhugafólk um tegundina á ársfund deildarinnar í A. Hansen Hafnarfirði 24. apríl kl. 20.

Venjuleg aðalfundarstörf

Bestu kveðjur

stjórnin

Leiðarvísir að A.Hansen er að finna hér

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar þriðjudagskvöldið 24. apríl kl. 20

Skráningafrestur í Írsk Setter prófið

Jón Garðar og Heiðnabergs Bylur von Greif

Skráningafrestur í ÍRSK setter prófið rennur út á sunnudag.

Prófið verður 28,29 og 30 apríl.  Það er nr:501206. Prófað verður í UF, OF og KF.

Dómarar verða Jan-Olov Daniels frá svíþjóð,  Pétur A Guðmundsson og Egill Bergmann.  Prófstjóri er Margrét Kjartansdóttir.  Ath að skrifstofa HRFÍ er opin 9-13 á föstudag fyrir þá sem ætla að skrá hundinn sinn þar.

Einnig hægt að millifæra á reikning 515-26-707729 KT:680481-0249 og senda staðfestingu á hrfi@hrfi.is, það þarf að setja nafn og ættbókarnúmer hunds og nafni á leiðanda.  Þeir sem skrá sig þannig geta gert það fram á sunnudagskvöld (miðnætti)

Kostnaður er

4.500.- fyrir einn dag (1 x UF eða OF )

7.000.- fyrir tvo daga (2 x UF eða OF )

9.500.- fyrir þrjá daga (2 x OF og 1 x KF )

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráningafrestur í Írsk Setter prófið

Aðalfundur Vorstehdeildar

Aðalfundur Vorstehdeildar verður þriðjudaginn 24. apríl, kl.20:00 í A.Hansen í Hafnarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar