Hundasýning HRFÍ í Reiðhöllinni í Víðidal

ISCh. C.I.B. Zetu Jökla og Yrja Mynd:Pétur Alan

Helgina 4. – 5. júní mæta 610 hreinræktaðir hundar af 77 hundategundum í dóm á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Fimm dómarar frá tveimur löndum;  Danmörku og Finnlandi dæma í fimm sýningarhringjum samtímis.

6 Snögghærður Vorsteh er kl 09:00 og svo taka 2 Strýhærðir Vorsteh við kl 09:24 og eru búnir kl 09:34

Laugardagur
Áætlað kl.
14:00 Besti hvolpur 4-6 mán.
14:15 Besti hvolpur 6-9 mán.
14:30 Tegundahópur 1
14:45 Besta par dagsins
15:00 Tegundahópur 4/6
15:15 Afkvæmahópur dagsins
15:30 Tegundahópur 2
15:45 Ræktunarhópur dagsins
16:00  Tegundahópur 5
16:15 Tegundahópur 7
16:30 Tegundahópur 10

Sunnudagur
Áætlað kl.
14:00 Besti hvolpur 6-9 mán.
14:15 Tegundahópur 3
14:30 Besti hvolpur  4-6 mán.
14:45 Tegundahópur 8
15:00 Afkvæmahópur dagsins
15:15 Ræktunarhópur dagsins
15:30 Tegundahópur 9
15:45 Besta par dagsins
16:00 Besti öldungur sýningar
16:15 Besti hundur sýningar

Vorstehdeild óskar öllum Vorsteh eigendum góðs gengis á þessari sýningu.

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ í Reiðhöllinni í Víðidal

Æfing í dag fimmtudag 02.06.11

Kragborgs Mads

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk setter deild í samvinnu með æfingu í kvöld.

Æfing fyrir alhliðaveiðipróf í kvöld kl 20:00, hittingur við sólheimakotsafleggjara.

Siggi Benni heldur áfram að æfa sókn og fleira.

Hlökkum til að sjá sem flesta

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í dag fimmtudag 02.06.11

Hundasýning HRFÍ 4-5 júní

ISCh C.I.B. Skerðingsstaða Píla, Hér er Guðrún Hauksdóttir að vinna ungir sýnendur

Núna um helgina er hundasýning á vegum HRFÍ sem verður 4-5 júní.

Snögghærður Vorsteh (6 stk) verður sýndur kl 09:00 í hring 5 og Strýhærður Vorsteh (2 stk) strax á eftir eða um 09:24

Hér má sjá dagskránna http://hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Dagskra_juni_2011.pdf

Hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja vorsteh hundana okkar.

ÁFRAM VORSTEH 🙂

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Hér á eftir er auglýsing frá HRFÍ:

Uppsetning og aðstoð á júní sýningu HRFÍ
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við uppsetningu og taka niður sýninguna eða vinna á sýningunni þá óskum við að heyra frá þér fljótlega á hrfi@hrfi.is.

Venjulega er sýningin sett upp á fimmtudögum fyrir sýningar en þar sem sá dagur er núna frídagur (Uppstigningardagur) verður sýningin sett upp miðvikudaginn 1. júní, mæting í   Reiðhöllina í Víðidal kl.16:45.

Ef þið vitið um einhverja sem eru reiðubúnir til að vinna á sýningum okkar en hafa ekki séð þessa auglýsingu þá endilega látið okkur vita.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hundasýning HRFÍ 4-5 júní

Æfing í kvöld mánudag

Haugtun´s Erh Iða Mynd: Kjartan og Gréta

Í samvinnu við Fuglahundadeild og Írsk setter deild viljum við minna á sporaæfingu með verður í kvöld mánudagin 30.05.11.  Albert hundaþjálfari heldur áfram í verklegri blóðsporaþjálfun, slóðin verður lengd og með beygjum. Verið er að bæta ofaná þekkingu þeirra sem voru í síðasta tíma. Höfuð áhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við skemmuna við Sólheimakot.  Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í kvöld mánudag

Þökkum fyrir frábæra helgi í Garðheimum


Frábærri helgi í Garðheimum lokið og virkilega flott þáttáka af Vorsteh eigendum og þökkum við þeim kærlega fyrir að sýna sig og sjá aðra.

Mikið af fólki var í Garðheimum þessa helgina og deildum við út miklum fjölda af bæklingum sem voru um Vorsteh hundinn og var virkilega gaman að sjá áhuga fólks á tegundinni. Stór hópur af fólki hafði ekki séð þessa tegund og fannst þetta frábært að geta kynnst tegundinni á þennan hátt. Líkur er að þetta geti orðið árviss viðburður ef vilji er til þess.

Takk fyrir okkur

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þökkum fyrir frábæra helgi í Garðheimum

Frábær dagur í Garðheimum

Þetta var vægast sagt frábær dagur í Garðheimum.

Mikill fjöldi fólks kom og sá tegundina okkar og var þetta frábært í alla staði. Góð þáttaka hjá Vorsteh fólki og þökkum við þeim fyrir að koma og vera með í þessari skemmtilegu kynningu.

Verðum við á morgun Sunnudag frá 13-17 og viljum við hvetja flesta til að mæta með sína hunda.

Kaffi og súkkulaði í boði Freyju er á staðnum þannig að þeir sem vilja bara kaffisopa eru líka velkomin.

Takk fyrir daginn og sjáumst hress á morgun

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær dagur í Garðheimum

Garðheimar um helgina!

Allt að gerast hjá okkur og nokkrir hundar og menn eru búin að melda sig og er enn pláss fyrir fleiri hunda og menn.

Ekki bíða með að melda þig og hundinn þinn, vertu í bandi strax í kvöld, hlökkum til að heyra frá þér!

Látið Gunnar vita í síma 893-3123 eða á tölvutæku formi diverss@mi.is

 

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Garðheimar um helgina!

Æfing í kvöld fimmtudag

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk setterdeild verða með æfingu kvöld fimmtudag kl 20:00.

Hittingur við Sólheimakotsafleggjara og eru allir fuglahundamenn og konur hjartanlega velkomin.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing í kvöld fimmtudag

Vorsteh helgi í Garðheimum 28 og 29 maí

Guðrún, Vigfús og Heiðnabergs Freyja

Viljum minna á næstu helgi er stór helgi fyrir VORSTEH á Íslandi.

Við ætlum að kynna tegundina og erum á fullu að undirbúa næstu helgi og við þurfum að fá alla sem eiga Vorsteh til að vera viðstadda þessa frábæru helgi.

ATH: Þeir sem hafa áhuga á að koma þá er planið að skipta þessu niður svo hver og einn þurfi ekki að vera lengi. Jafnvel 1-2 tímar á hund ef við fáum nóg af hundum og fólki:)

Eins og áður hefur komið fram þá er þetta næsta helgi og verðum við þarna frá 13-17 báða dagana.

Við þurfum að standa saman núna og sýna hvað deildin okkar er öflug. Við getum þetta ekki án ÞÍN!

Þeir sem hafa áhuga geta hringt í Gunnar S:893-3123 eða sent okkur mail á diverss@mi.is (Sæþór)

Við viljum endilega fá myndir frá ykkur. Sendið þær á diverss@mi.is

Hlökkum til að heyra frá þér/ykkur

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorsteh helgi í Garðheimum 28 og 29 maí

Æfing mánudaginn 23.05.11

Við viljum minna á sporaæfingu með verður mánudagin 23.05.11.  Albert Steingrímsson hundaþjálfari heldur áfram í verklegri blóðsporaþjálfun, slóðin verður lengd og með beygjum. Verið er að bæta ofaná þekkingu þeirra sem voru í síðasta tíma.  Höfuð áhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við skemmuna við Sólheimakot. Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing mánudaginn 23.05.11