Flottur hópur mættur á sporaæfingu


Mynd: Pétur Alan

Í kvöld kom vaskur hópur með hunda sína í fyrstu sporaæfinguna sem Albert stjórnaði. Var þetta fjölbreyttur hópur af hundum, mönnum og konum. Virkilega gaman að sjá svona marga flotta hunda mætta á svæðið og er greinilega mikill áhugi hjá fólki að ná góðum árangri með sýna hunda í alhliðaveiðiprófinu í Júní. Alls komu 9 hundar. Minnum á æfinguna á fimmtudag á sama tíma og sama stað!

Kveðja Vorstehdeild

Mynd: Pétur Alan

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Flottur hópur mættur á sporaæfingu

Sporaæfing kl 20:00 í kvöld mánudag


Hér sést nett sporavinna:)                            Mynd fengin af Vorstehklúbb á facebook

Við viljum minna á sporaæfingu með verður í kvöld mánudag 16.05.11. Albert Steingrímsson hundaþjálfari mun kenna verklega blóðsporaþjálfun. Höfuðáhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við Sólheimakostsafleggjarann. Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta er byrjunin á æfingum sem eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sporaæfing kl 20:00 í kvöld mánudag

Mynd: Hilmar Már, Akureyri         vinci@internet.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við

Deildarfundur Vorstehdeildar

Fyrstir deildarfundur nýrrar stjórnar var á miðvikudagskvöldið síðastliðið og var ágætis mæting 15 manns.
Var farið yfir víðan völl og mörg mál voru rædd þar á meðal var ný stjórn kynnt, einnig var óskað eftir góðu fólki í nefndir og enn vantar fólk í eftirfarandi nefndir: Veiðiprófs, göngu og æfinganefnd, Sýningarnefnd, Ritnefnd, Siðanefnd og að lokum Veiðiprófareglunefnd. Þeir sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Gunnar í S:893-3123.
Einnig var heimasíðan rædd og eru smá breytingar væntanlegar á næstu vikum á útliti hennar. Gagnagrunnur ræddur o.fl. Fundarstjóri var Guðjón Arinbjarnarson.
Hlakkar nýrri stjórn Vorstehdeildar að vinna með Vorsteheigendum og vonum við að sem flestir geti hjálpað til við að mynda sterkar og góðar nefndir innan deildarinnar.

Minni á Karratalningu á morgun laugardag, sjá auglýsingu neðar á síðunni.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Deildarfundur Vorstehdeildar

Friðun á heiðinni


ISFtCh Esjugrundar Spyrna

Vorstehdeild vill benda fuglahunda eigendum að nú fer rjúpan og aðrir fuglar að verpa og viljum við biðja menn og konur að gefa þeim frið uppá heiðinni og snúa sér að æfingum sem ekki styggja fuglana. Vinsamlegast farið ekki fyrr en um ca.miðjan ágúst aftur að æfa uppá heiði.
Viljum við ítreka að EKKI styggja fuglana okkar!

Gangi ykkur vel í sumar og Vorstehdeild vill þakka fyrir veturinn sem var að líða og hlakkar okkur mikið til að vinna með fuglahundum og mönnum næsta vetur.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Friðun á heiðinni

Karratalning í Úlfarsfelli


Mynd: Sæþór

Laugardaginn 14. maí verður Karratalning í Úlfarsfelli. Talning þessi hefur verið gerð í samráði við Ólaf K Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun undanfarin ár. Mæting er í skógarreitinn í vestanverðu fellinu kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Að talningu lokinni þá er ætlunin að hittast heima hjá Agli og Möggu í Helguhlíð og grilla. Hver og einn taki með sér eitthvað á grillið og eitthvað til að væta kverkarnar. Nánari upplýsingar veitir Egill Bergmann í síma 898 8621.

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Karratalning í Úlfarsfelli

Æfing fyrir Alhliðapróf á fimmtudag kl 20:00


Högdalia´s Ýmir

Í samstarfi við Fuglahundadeild og Írsk setter deild verður æfing kl 20:00 á fimmtudag. Hittingur við Sólheimakotsafleggjara. Sigurður Ben verður með hlýðniæfingar fyrir unghunda og hvetjum við alla sem eru með unghunda að mæta og að sjálfsögðu eru allir aðrir velkomnir.
Hlökkum til að sjá þig og þinn hund!

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfing fyrir Alhliðapróf á fimmtudag kl 20:00

Góð þáttaka á fyrirlestur!


Mynd: Pétur Alan                                             Kragborg´s Mads

Góð þáttaka var á fyrirlestur hjá Alberti hundaþjálfara. Er þetta undanfari æfinga sem verða hjá Alberit á mánudögum fram að Alhliðaveðiðprófi. Einnig verða æfingar á fimmtudögum og verður þetta auglýst fljótlega þar sem næsta æfing er núna á fimmtudaginn.

kveðja Vorstehdeild

Myndir: Pétur Alan

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Góð þáttaka á fyrirlestur!

Viljum minna á deildarfund Vorstehdeildar!

Deildarfundur hjá vorstehdeild verður næstkomandi miðvikudag 11. Maí 2011. Kl 20:00

Langar þig að vinna með okkur? þá vantar okkur gott fólk með okkur í nefndir! Áhugasömum bent á að tala við Gunnar GSM:893-3123
Viljum við hvetja alla Vorsteh- menn og konur til að mæta á þennan fyrsta deildarfund nýrrar stjórnar!

Kveðja Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Viljum minna á deildarfund Vorstehdeildar!

Æfingar fyrir Alhliðaveiðipróf að hefjast

Mynd tekin af vorsteh-klúbb á facebook

Vorstehdeild, Fuglahundadeild og Írsk Setter deild
verða með æfingar fyrir Alhliðaveiðiprófið sem verður 18-19 Júní. Við byrjum með
fyrirlestri núna á mánudaginn 9 maí kl. 20:00 í Sólheimakoti. Albert
hundaþjálfari verður með þennan fyrirlestur og svo æfingar alla mánudagana fram
að prófi. Fyrirhugað verður að hafa æfingar einnig á fimmtudögum en það verður
kynnt á þessum fyrsta hittingi okkar á mánudagskvöldið. Allir sem eiga
fuglahunda og vilja taka þátt ættu endilega að mæta því þetta er frábært
tækifæri að gera góðan hund enn betri. Allir að taka með sér 1000 kr.
Vonum
að sem flestir sjái sig fært um að mæta og um að gera að hafa spurningar á
reiðum höndum því Albert er mjög reyndur þegar kemur að t.d. sporavinnu og
vatnavinnu/sækivinnu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kveðja
Vorstehdeild

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Æfingar fyrir Alhliðaveiðipróf að hefjast