Vorstehdeild HRFÍ
Header

Stigakeppni

Hér er skortafla Vorstehdeildar sem unnið er eftir í stigakeppninni árið 2017:

Skortafla 2017

 Eftir árið eru stigahæstu hundar í Keppnisflokk, Opnum flokk og Unghundaflokk heiðraðir, einnig er stigahæsti hundur „Over All“ heiðraður.

A.T.H. Hundar sem taka  þátt í UF, OF og KF taka með sér sýningarstig í alla flokka.

Til að útskýra stigahæsta hund OA þá gæti það til dæmis verið hundur sem byrjar í UF, færist svo upp í OF á miðju ári og endar kannski í KF, fær stig í öllum flokkum sem leggjast saman.
Stigin þurfa ekki að koma úr mörgum flokkum, því hundur í KF gæti hæglega verið með flestu stigin OA úr þeim eina flokki.
Sýningarstig gætu þá þessvegna talist tvisvar í OA þar sem „samtals“ reitirnir eru lagðir saman.

Munum að þetta er gert til gamans og til þess að skapa skemmtilega stemmningu í kring um þetta frábæra sport :-)

Stigakeppni  Vorstehdeildar 2017 – staðan:

Stigatafla 2016 samsett logo

Hér er skortafla Vorstehdeildar sem unnið er eftir í stigakeppninni árið 2016:

Skortafla 2016

 Eftir árið eru stigahæstu hundar í Keppnisflokk, Opnum flokk og Unghundaflokk heiðraðir.

A.T.H. Hundar sem taka þátt í OF og KF taka með sér sýningarstig í báða flokka.
Stjórn vekur athygli á að á síðasta aðalfundi deildarinar þann 10/2 var samþykkt að eigendur hunda í deildinni sem taka þátt í viðburðum á vegum HRFÍ, veiðipróf/sýningum, eru sjálfir ábyrgir fyrir því að koma gögnum áleiðis til gangavarðar deildarinar, svo hægt sé að uppfæra stigagjöf í keppni stigahæstu hunda deildarinnar eins fljótt og kostur er.
Hægt er að skanna eða taka ljósmyndir af skor blaði og senda á vorsteh@vorsteh.is
Með fyrirfram þökk ,
Stjórn Vorstehdeidar

Stigakeppni  Vorstehdeildar 2016 – staðan:

Stigatafla 2016 samsett logo

 

2015

 urslit_2015_logo

2011

Stigakeppni Vorsteh 2011

2010

Stigakeppni Vorsteh 2010

Stigakeppni Vorsteh 2010

2009