Belcando prófið 26-27 júní

Styrktaraðilar: Belcando, Vínnes Famous grouse og JS Ljósasmiðjan

Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið þann 26. og 27. júni. Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki, prófsvæðið verður á Hafravatnsvæðinu.
Dómarar verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson, einnig sem fulltrúi HRFÍ. Prófstjóri er Ólafur Ragnarsson.

Styrktaraðilar prófsins eru Belcando www.vet.is sem gefa fóður, Vínnes styrkir okkur með Famous grouse og JS ljósasmiðja https://velaverkjs.is sem skaffa veitingar.

Sameiginleg æfing deildanna verður á föstudaginn 18 júní. Æfingin eru kjörið tækifæri fyrir nýbyrjendur jafnt sem lengra komna að taka þátt, einnig er frjálst að mæta og horfa á.  Æft verður í frjálsri leit, spori og vatni.

Deildin mun skaffa máva, en aðra bráð verður fólk að koma með sjálft.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi æfingarnar eða prófið er hægt að hringja í
Guðni 8699974
Óli 8957263 
Unni 8667055

Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjald er 6400kr fyrir einn dag og 9600kr fyrir tvo daga.
Síðasti skráningardagur er 20.júní á miðnætti.
Tiltaka verður við skráningu: Veiðiprófsnúmer: 502107 Ættbókarnúmer hunds. Eigandi hunds. Nafn leiðanda. Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Belcando prófið 26-27 júní

Sækipróf Vorstehdeildar

Hvenær: 26- 27 júní.
Staðsetning: Við Hafravatn og nágrenni.
Dómari: Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Unnur Unnsteinsdóttir
Flokkar: Unghunda – og opinn flokkur
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.isog muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjaldið er 6400 fyrir einn dag og 9600 fyrir tvo daga.
Síðasti skráningardagru er 15.júní á miðnætti.
Tiltaka verður við skráningu: Veiðiprófsnúmer: 502107 Ættbókarnúmer hunds. Eigandi hunds. Nafn leiðanda. Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar

Kaldaprófið

Norðurhundar héldu glæsilegt Kaldapróf um helgina þar sem Vorstehhundar gerðu gott mót.
Á laugardeginum dæmdi Guðjón Arinbjarnar UF þar sem tveir vorstehhundar náðu einkunn.
Veiðimela Freyja 1.einkunn Leiðandi: Sverrir Tryggvason
Veiðimela Frosti 2.einkunn Leiðandi: Ingi Már Jónsson

Á sunnudeginum var Keppnisflokkur. Dómarar voru Guðjón Arinbjarnar, Kjartan Lindböl og nemi Einar Örn. Í Keppnisflokknum náði:
Munkenfellets Mjöll 3.sæti í KF

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, virkilega vel gert ! 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið

Vorpróf DESI

Vorpróf DESI var haldið helgina 17-18 april. Prófið fór fram á Mosfellsheiðinni og var mætt á stóra bílaplanið á Nesjavallaveginum. Dómarar voru Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson.
Á laugardeginum náðu tveir Vorstehhundar einkunn í Unghundaflokk, það voru:
Veiðimela Orri sem náði 2.einkunn, eigandi Pétur Alan Guðmundsson
Veiðimela Frosti sem náði 1.einkunn og var valinn besti hundur prófs 🙂 Eigendur Frosta eru Ingi Már Jónsson Elín Edda Alexandersdóttir
Glæsilegur árangur og gaman að sjá unghunda gera góða hluti.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf DESI

Nýir meistarar

Fjórir Vorsteh hundar fengu nýjar meistara nafnbætur nýlega.
Bendishunda Saga – Þoka varð Íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Munkefjellets Mjöll varð Íslenskur veiðimeistari ( IsFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Ice Artemis Mjölnir varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Veiðimela Jökull varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Heiðnabergs Bylur von Greif varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Þannig að það lengist enn í ættbókarnafninu hjá þessum flottu hundum.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂 Mikil vinna að baki þessum árangri.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýir meistarar

Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)

Vinnuhundadeildin hélt hlýðnipróf um helgina í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum.
Sex mættu í Bronsprófið og skemmst frá því að segja að Fjalltinda Freyr og Díana Sigurfinns urðu stigahæst. Vel gert og til hamingju 🙂 Vorsteh, bestur í heimi 😉

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)

Ellapróf FHD

Um helgina var haldið Ellaprófið á vegum FHD.
Það var unghundurinn Veiðimela BJN Frosti sem hélt uppi heiðri Vorsteh í þessu prófi og náði 3. einkunn. Hundur sem á framtíðina fyrir sér og á eflaust eftir að gera góða hluti.
Óskum Inga og Frosta innilega til hamingju.

Mynd fengin að láni úr frétt FHD

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ellapróf FHD

Veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda


Nú hafa veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda sem deildir í tegundahópi 7 hafa unnið við að þýða úr norskum reglum um nokkurt skeið tekið gildi.

VEIÐIPRÓFAREGLUR FYRIR STANDANDI FUGLAHUNDA (Gilda frá: 01.03.2021)

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda

Prófi aflýst

Vorprófi Vorstehdeildar 2-4 apríl verður aflýst.
Engu að síður er nægt framboð á prófum í vor, og hvetjum við alla til að taka þátt í prófunum hjá hinum deildunum.
-Stjórnin-

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Prófi aflýst

Kynning á grunnþáttum í hlýðni – breytt tímasetning

Vorstehdeild mun bjóða upp á kynningu á grunnþáttum í hlýðni fimmtudagskvöldið 18.febrúar.

Farið verður í gegnum grunnþætti eins og: stöðugleiki, ganga við hæl, sitja liggja, bíða, flautustopp, halda á dummy og annað sem ykkur langar að fá hjálp með. Þetta er góður vettvangur til að hittast, þjálfa saman og kynnast. Allir hjartanlega velkomnir, sérstaklega þeir sem eru að byrja og þurfa hjálp til að komast af stað. Alltaf skemmtilegra að hitta aðra og þjálfa saman. Þar sem við búum enn við samkomutakmarkanir viljum við biðja ykkur að láta vita ef þið hafið hug á  að mæta með því að melda ykkur inn á viðburðinn í gegnum fb HÉR.

Staðsetning: Blíðubakkahúsið í Mosfellsbæ.

Tímasetning: Þriðjudaginn 23. febrúar kl.20:00

Koma með: hundinn, nammi fyrir hundinn, gleðina og nóg af þolinmæði.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kynning á grunnþáttum í hlýðni – breytt tímasetning