Veiðipróf – Skorblaðið

Veiðipróf, útskýring á skorblaði. Í veiðiprófi fyllir dómari út skjal fyrir hvern hund og á því eru bæði tölulegar og skriflega umsagnir um hvernig hundurinn stóð sig.

Hvað tákna umsagnartölur í veiðiprófum? Dómari merkir eina tölu sem á við í hverja línu á umsagnablaðið í neðangreinda sjö liði ásamt skriflega umsögn sem endurspeglar frammistöðu og einkunn hvers hunds þegar hann hefur lokið prófi.

Í neðangreindum fjórum liðum er hæsta mögulega skor ef dómari merkir við 6 í allar línur. 1, lægsta skor = ófullnægjandi. 6, hæsta skor = framúrskarandi

Veiðiáhugi 1 2 3 4 5 6.

Hraði 1 2 3 4 5 6.

Stíll 1 2 3 4 5 6.

Sjálfstæði 1 2 3 4 5 6.

Í neðangreindum þremur liðum er hæsta mögulega skor ef dómari merkir við 4 í allar línur. 1 = allt of lítið. 4 = mjög gott, 6, allt of mikið.

Leitarbreidd 1 2 3 4 5 6.

Leitarmynstur 1 2 3 4 5 6.

Samvinna 1 2 3 4 5 6.

Fjórar einkunnir eru gefnar 0, 1, 2 og 3 Síðan getur dómari veitt hundi að auki Heiðursprís ef honum hefur fundist einhver hundanna hafa staðið sig afburða vel. Hundur þarf að hafa fengið heiðursprís til að verða Íslenskur veiðimeistari.

1. Einkunn: Framúrskarandi veiðihundur.

2.Einkunn: Mjög góður veiðihundur. ( smávægileg mistök hindra 1 einkunn).

3.Einkunn: Góður veiðihundur.

0.Einkunn: Uppfyllir ekki ofangreind skilyrði eða var óheppinn að fá ekki tækifæri til að sanna sig ( t.d. Engir fuglar í hans sleppum ). Hundur getur ekki fengið einkunn í veiðiprófi nema að hann finn fugl og sýni dómara fuglavinnu jafnvel þó tölulegar umsagnir séu framúrskarandi góðar.

Prófað er í þremur flokkum UF unghunda flokki, OF opinn flokkur og KF keppnishunda flokki.

Unghunda flokkur: Hér eru prófaðir hundar sem eru 2ja ára og yngri. Hér er verið að fylgjast með eðlislægum veiðieiginleika, athygli, orku, áhuga og úthaldi og hvernig hundurinn skipuleggur leitina af fuglinum. Litið er framhjá smávægilegum mistökum vegna reynsluleysis og ungs aldurs. Hundur þarf ekki að heiðra stand annars en fær + af hann gerir það.

Opinn flokkur: Í þessum flokki eru prófaðir hundar sem eru 2ja ár og eldri. Hér eru meiri kröfur gerðar og skal hundur heiðra stand annarra hunda, hann þarf að reisa fugl af fúsum vilja og vera rólegur við uppflug, hann má ekki elta fugl eftir reisingu. Einnig þarf hann að sækja útlagðan fugl og skila til leiðanda. Ef að makkerar finna fugla á undan getur hundur fallið úr prófi þar sem hans möguleikar á að finna fugl sem hann nýtti ekki eru orðnir of margir.

Keppnisflokkur: Er fyrir hunda sem fengið hafa 1 einkunn í opnum flokki. Ef hundur keppir ekki í KF í tvö ár þarf hann að vinna sér þáttökurétt á ný með nýrri 1 einkunn. Hér er beitt útsláttaraðferð, þegar allir hafa verið prófaðir tilkynnir dómari hverjir fá að halda áfram í næstu umferð. Í lokaumferð keppa svo þeir hundar sem öryggir eru með verðlaunasæti sín á milli.

ATH. Karlhundur þarf að hafa bæði eistu staðsett í pung til að öðlast þátttökurétt í veiðiprófi.

Sjá má skorblað hér að neðan með því að “klikka” á það

 

 

 

 

 

 

Heimildir fengnar af heimasíðu Enskursetter.is og FHD