Stigahæstu hundar Vorsteh deildar árið 2023

Stigahæsti hundur í UF:

Ice Artemis Brún eigandi Sölvi Helgason

Stigahæsti hundur í OF:

Arkenstone Með Allt Á Hreinu eigandi Hilda Friðriksdóttir og Jón Valdimarsson

Stigahæsti hundur deildarinnar:

Arkenstone Með Allt Á Hreinu eigandi Hilda Friðriksdóttir og Jón Valdimarsson

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur. Einnig þökkum við Royal Canin fyrir stuðninginn.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stigahæstu hundar Vorsteh deildar árið 2023

Búið er að opna fyrir skráningu á deildasýningu tegundahópa 7

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Búið er að opna fyrir skráningu á deildasýningu tegundahópa 7

Norðurljósa sýning 2-3 mars

Níu snögghærðir Vorsteh mættu á sýningu alþjóðlega sýningu HRFÍ í dag og var árangur þeirra eftirfarandi:

Rakkar

  • Opin flokkur – Exellent, annar besti rakki Zeldu DNL Lukku Láki
  • Opin flokkur – Very good Zeldu DNL Mosi
  • Meistaraflokkur – Excellent, besti rakki tegundar og alþjóðlegt meistarastig BOS Zeldu CNF Eldur

Tíkur

  • Ungliða flokkur – Exellent, ungliða meistarstig, alþjóðlegt ungliða meistarstig, þriðja besta tík. Besti ungliði í tegundahóp 7! Karpaten Irbis Gloria
  • Ungliða flokkur – Very good, Heiðnabergs Milla
  • Opin flokkur – Exellent, besta tík tegundar, BOB og 2. sæti í grúbbu 7! Zeldu DNL Næla
  • Opin flokkur – Exellent, önnur besta tík, Zeldu DNL Njála
  • Opin flokkur – Exellent, Zeldu DNL Rökkva
  • Opin flokkur – Exellent, Zeldu DNL Atla
Hrönn og Zeldu DNL Næla
Karpaten Irbis Gloria besti ungliði í grúbbu 7

Vorsteh átti góðan dag í dag. Til viðbótar við þennan glæsilega árangur, þá bættust við tveir Íslenskir sýningameistarar, þau Zeldu DNL Lukku Láki og Zeldu DNL Næla.

Einnig var besti ræktunarhópur dagsins Vorsteh! Innilega til hamingju öll með glæsilegan árangur.

Leni Finne, Hafrún og Eldur, Sigrún og Láki, Hrönn og Næla, Vaka og Njála
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósa sýning 2-3 mars

Ný stjórn Vorstehdeildar og heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar.

Ársfundur Vorstehdeildar fór fram 29.02.2024 í húsnæði Dýrheima í Kópavogi. Við viljum þakka öllum þeim sem mættu fyrir gott kvöld, fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf á liðnu ári og Dýrheimum fyrir stuðninginn og þessa frábæru aðstöðu.

Kosin var ný stjórn og hana skipa eftirfarandi:

  • Formaður: Friðrik Þór Hjartarson
  • Ritari: Hafrún Sigurðardóttir
  • Gjaldkeri: Brynjar S. Sigurðsson
  • Stjórnarmeðlimur: Arnar Már Ellertsson
  • Stjórnarmeðlimur: Hannes Blöndal
Brynjar, Friðrik og Hafrún. Á myndina vantar Arnar og Hannes.

Stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir og fengu þeir að gjöf fyrir frábæran árangur páskaegg og viðurkenningarskjal frá deildinni og frá Royal Canin, Sporting Life Energy 4300 fóður. Við þökkum Dýrheimum kærlega fyrir stuðninginn.

  • Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur ársins.
  • Arkenstone með allt á hreinu Erró og Jón Valdimarsson fyrir besta árangur í OF
  • Ice Artemis Brún og Sölvi Bernódus Helgason fyrir besta árangur í UF

Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Þess ber að geta að fyrr í dag birtist hér að annar hundur hefði verið stigahæstur í samanlögðum árangri og í OF. Það voru mistök sem eru hér með leiðrétt og þykir okkur miður að svo fór.

Fundagerð og ársskýrsla deildarinnar kemur síðar.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn Vorstehdeildar og heiðrun stigahæstu hunda deildarinnar.

Nýr Vorsteh landnemi

Nýjasta viðbótin í Vorsteh stofninn á Íslandi er hin snögghærða Karpaten Irbis Gloria ( Glory ). Glory er innflutt frá Rúmeníu og eru eigendur hennar þau Þorsteinn Jóhannsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr Vorsteh landnemi

Norðurlandasýning HRFÍ 2024

Þá er komið að árlegu Norðurlandasýningu HRFÍ en hún er haldin helgina 2-3 mars í Samskipahöllinni.

Að þessu sinni eru 10 snögghærðir Vorsteh skráðir og einn ræktunarhópur en því miður enginn strýhærður Vorsteh.

Hér er hægt að sjá PM fyrir hring 1 á sunnudaginn.

Gaman væri að sjá sem flesta styðja sína tegund.

Kveðja stjórnin.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurlandasýning HRFÍ 2024

Ársfundur Vorstehdeildar 29. febrúar

Ársfundur Vorstehdeildar verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl 18.00 í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogur.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kynnt er skýrsla stjórnar starfsárið apríl 2023 – febrúar 2024.

Farið yfir reikninga deildarinnar.

Kosning í nýja stjórn.

Önnur mál.

Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur Vorstehdeildar 29. febrúar

Samstarfssamningur við Royal Canin á Íslandi

Vorstehdeild HRFÍ skrifaði á dögunum undir þriggja ára samstarfssamning við Royal Canin á Íslandi. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu samstarfi og teljum að Royal Canin Á Íslandi sé einmitt það sem deildin þarf til að stuðla að heilbrigðu og góðu vinnuumhverfi fyrir eigendur og hundana þeirra. Næstu árin verða sannarlega spennandi!

Hægt er að lesa meira um samstarfið á vef Dýrheima.

https://dyrheimar.is/blogs/frettir-1/samstarfssamningur-vid-vorstehdeild-hrfi

Kveðja stjórnin.

Birt í Forsíðufrétt | Merkt , , , | Slökkt á athugasemdum við Samstarfssamningur við Royal Canin á Íslandi

Haustprófi aflýst

Sæl öll.
Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur stjórn deildarinnar tekið þá ákvörðun að hætta við fyrirhugað veiðipróf sem fyrirhugað var nú í október.
Kær kveðja Stjórn Vorstehdeildar

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Haustprófi aflýst

Þáttökulisti Líflands Sækiprófs Vorstehdeildar

24. júní 

UF
Nafn hunds – Eigandi 

Ice Artemis Katla  – Rafn A. Sigurðsson                                    

OF 
Nafn hunds – Eigandi 

Ice Artemis Aríel  – Arnar Már Ellertsson

Ice Artemis Skuggi  – Hannes Blöndal

Ljósufjalla Rökkva – Jón Örn Eyjólfsson

Ljósufjalla Vera George – Stefan Marshall

Vinarminnis Grimmhildur Grámann – Þórhallur Haukur Reynisson

Ljósufjalla Heiða – Friðrik Þór Hjartasson

Vinarminnis Móa – Arna ólafsdóttir

Sansa Bejla – Guðni Stefánsson

25.júní

UF

Nafn hunds Eigandi 

Ice Artemis Katla  – Rafn A. Sigurðsson

Arkenstone Með Allt á Hreinu  – Hilda Björk Friðriksdóttir                                

OF 

Nafn hunds – Eigandi 

Ice Artemis Aríel  – Arnar Már Ellertsson

Ice Artemis Skuggi  – Hannes Blöndal

Ljósufjalla Rökkva – Jón Örn Eyjólfsson

Ljósufjalla Vera George – Stefan Marshall

Vinarminnis Grimmhildur Grámann – Þórhallur Haukur Reynisson

Ljósufjalla Heiða – Friðrik Þór Hjartasson

Vinarminnis Móa – Arna ólafsdóttir

Sansa Bejla – Guðni Stefánsson

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti Líflands Sækiprófs Vorstehdeildar