*** Tvöföld sýning HRFÍ helgina 21-22 júní. ***

Gott gengi var hjá Vorsteh hundum á sýningunni og var árangurinn eftirfarandi:

Laugardagurinn 21. Júní, dómari: Theodóra Róbertsdóttir, Island.

Engin strýhærður vorsteh var skráður.

Rakkar:

Hvolpaflokkur:

Hunt Hard Gundogs F One Bugatti – Sérlega lofandi, besti hvolpur tegundar og síðan 3. besti hvolpur sýningar.

Meistarflokkur:

Zeldu CNF Eldur – Exellent og meistaraefni og besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS).

Tíkur:

Ungliðaflokkur:

Garun Vom Haus Jevtić – Very good.

Meistaflokkur:

Zeldu DNL Rökkva – Exellent og meistaraefni og besti hundur tegundar (BOB), ásamt 2. sæti í tegundahóp 7

Hunt Hard Gundog F One Bugatti – 3 besti hvolpur sýningar
Zeldu DNL Rökkva BOB og Zeldu CNF Eldur BOS

Sunnudagurinn 22. júní, dómari Vija Klucniece, Letland

Engin strýhærður vorsteh var skráður.

Rakkar:

Hvolpaflokkur:

Hunt Hard Gundogs F One Bugatti – Sérlega lofandi, besti hvolpur tegundar og síðan 3. besti hvolpur sýningar.

Vinnuhundaflokkur:

Veiðimela Bjn Frosti – Very good.

Meistarflokkur:

Zeldu CNF Eldur – Exellent og meistaraefni og besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS).

Tíkur:

Ungliðaflokkur:

Garun Vom Haus Jevtić – Very good.

Meistaflokkur:

Zeldu DNL Rökkva – Exellent og meistaraefni og besti hundur tegundar (BOB), ásamt 1. sæti í tegundahóp 7.

Zeldu DNL Rökkva – Besti hundur tegundahóps 7.

Frábær árangur og við óskum öllum innilega til hamingju.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við *** Tvöföld sýning HRFÍ helgina 21-22 júní. ***

Fleiri nýjir landnemar

Annar nýr landnemi er komin til Íslands og er það snögghærður vorsteh rakki sem heitir Hunt Hard Gundog F One Bugatti og kemur frá Svíþjóð. Ræktendur hans eru þau Christo Mostert og Louise Johansson og heitir ræktunin Hunt Hard Gundogs. Bugatti er fæddur 14.12.2024. Eigandi er Hafrún Sigurðardóttir.

Við óskum eiganda hans innilega til hamingju með frábæra viðbót við stofninn á Íslandi.

Hunt Hard Gundog F One Bugatti á deildarsýningu grúbbu 7
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fleiri nýjir landnemar

Sækipróf Vorstehdeildar verður dagana 14. og 15. júní

Styrktaraðili prófsins eru Dýrakofinn.

Gömlu góðu verðlaunin frá Innnes láta aftur sjá sig og Non-Stop ætlar líka að gefa verðlaun! Einnig hefur heyrst að pylsuvagninn láti sjá sig. 

Prófnúmer er 502506

Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 8. júní 2025.

Prófsetning báða daganna er kl 09:00 og verður nánari staðsetning auglýst síðar. Prófsvæðið er í nágrenni höfuðborgarinnar.

  • Dómari Alexander Kristiansen
  • Fulltrúi HRFI: Unnur Unnsteinsdóttir
  • Prófstjórar: Arna Ólafsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson
  • Dagskrá:
    • 14. júní
      • Unghunda- og Opinn flokkur
    • 15. júní
      • Unghunda- og Opinn flokkur

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana.

Skráning í prófið.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502406 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

  • Verðskrá veiðiprófa:
    • Veiðipróf einn dagur – 8.000 kr.
    • Veiðipróf 2ja daga – 11.900 kr.
  • Við skráningu þarf að koma fram:
    • -Nafn eiganda
    • -Nafn hunds
    • -Ættbókarnúmer
    • -Nafn leiðanda
    • -Hvað flokk er skráð í
    • -Hvaða daga
    • -Prófnúmer 502506

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er sunnudaginn 8. júní á miðnætti.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar verður dagana 14. og 15. júní

Nýr landnemi

Nýr landnemi er komin til Íslands og er það snögghærð vorsteh tík sem heitir Garùn Vom Haus Jevtíc og kemur frá Serbíu. Ræktandi hennar er Branimir Bane Jevtic (Kennel von Haus Jevtíc). Garún er fædd 03.04.2024 og er hún svört roan með hvítum merkingum. Eigandi er Friðrik G. Friðriksson.

Við óskum eigendum hennar innilega til hamingju með frábæra viðbót við stofninn á Íslandi.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýr landnemi

Frábær helgi með Alexander Kristiansen að baki

Síðustu helgi fór fram sækinámskeið í samstarfi við Fuglahundadeild og Deild Enska Setans. Við þökkum Alexander Kristiansen kærlega fyrir frábært námskeið fullt af fróðleik.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Frábær helgi með Alexander Kristiansen að baki

* Sportsmans Pride – Veiðipróf Vorstehdeildar 11 til 13. april *

Aðalstyrktaraðilar eru:
– Sportsman´s Pride – Dýrakofinn
– Innes með The Famous Grouse viskí
– Óstöðvandi (Non-stop dogwear)
– Vikingknives (Lasermerkingar á ýmsa hluti o.fl).

Vorpróf Vorstehdeildar verður haldið daganna 11., 12. og 13. apríl 2025. Prófnúmer: 502504.
Seinasti skráningardagur er sunnudagur. 6. apríl 2025.

Dagskrá prófs:
Prófsetning verður auglýst síðar en prófað verður í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Dómarar verða:
Tore Chr Røed
Einar Kaldi Örn Rafnsson

Fulltrúi HRFÍ: Einar Kaldi Örn Rafnsson
Prófstjórar verða Jón Valdimarsson og Hafrún Sigurðardóttir. Ef það eru spurningar eða eitthvað er óljóst þá má hafa samband við Jón eða Hafrúnu á Messanger eða vorsthe@vorsthe.is.

Föstudagur 11. apríl.
Unghundaflokkur
Opinn flokkur
Laugardagur 12. apríl.
Unghundaflokkur
Opinn flokkur
Sunnudagur 13. apríl.
Keppnisflokkur

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í UF og OF hvorn prófdag og svo verða veitt verðlaun í KF fyrir 1. sæti. Í KF geta dómarar veitt Meistarastig telji þeir hund hafa unnið til þess.

Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502504 í skýringu á færslunni ásamt því að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

Veiðipróf . 1 dagur- 8.000 kr.
Veiðipróf 2ja daga – 11.900 kr.
Veiðipróf 3ja daga – 15.900 kr.​

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Prófnúmer 502504

Sækibráð eða vottorð:
Sækibráð: Þáttakendur mæti sjálfir með Rjúpu, fuglinn skal vera heill og ferskur, frystur, þiðinn, eða þurrkaður og skal viðurkenndur af dómara.
Sækivottorð: Samþykkt sókn á prófi fyrir standandi fuglahunda þar sem einkunn eða umsögn staðfestir að hundurinn hafi útfært viðurkennda sókn og náð minnst 7 stigum í frjálsri leit á sækiprófi eða alhliðaprófi í OF/UF
Viðurkenning á sækibráð í KF: Þátttakandi er ábyrgur fyrir að taka með sér eigin sækibráð sem skal samþykkt af dómara (ekki hægt að nota sækivottorð í KF).

Prófstjórar áskilja sér rétt til að gera breytingar eða færa til röðun dómara eftir skráningu og fjölda hunda.

Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er sunnudagur 6. apríl á miðnætti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við * Sportsmans Pride – Veiðipróf Vorstehdeildar 11 til 13. april *

Deildarsýning tegundahóps 7

Dómarinn er heitir Dinanda Mensink og er frá Hollandi

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Deildarsýning tegundahóps 7

Norðurljósa sýning – Alþjóðleg sýning Reykjavík 1.-2. mars 2025

Alls voru sýndir fimm Snögghærðir Vorsteh og einn Strýhærður Vorsteh

Snögghærður Vorsteh

Besti hundur tegundar var tíkin Zeldu DNL Rökkva og besti hundur af gagnstæðu kyni var rakkinn Zeldu CNF Eldur.

Besti hundur tegundar, Zeldu DNL Rökkva ásamt eiganda, Hafrúnu Sigurðardóttur.

Rakkar

Vinnuhundaflokkur

1 – Heiðnarbergs Haki – Excelent

Meistaraflokkur

1 – Zeldu CNF Eldur – Excelent CK 1.BHK CERT CACIB BIM

2 – Zeldu DNL Lukku Láki – Excelent

Tíkur

Vinnuhundaflokkur

1 – Heiðnabergs Milla – Very Good

Meistaraflokkur

1 – Zeldu DNL Rökkva – Excelent CK 1.BTK CERT CACIB BIR

Strýhærður Vorsteh

Besti hundur tegundar var Ljósufjalla Vera

Tíkur

Vinnuhundaflokkur

1 – Ljósufjalla Vera – Excelent CK 1.BTK CERT CACIB BIR

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósa sýning – Alþjóðleg sýning Reykjavík 1.-2. mars 2025

Breytt dagsetning á sækiprófinu í júní!

Sækiprófið sem var á dagskrá 28 og 29 júní hefur verið fært yfir á helgina 14 og 15 júní. Dómari prófsins komst því miður ekki upprunalegu helgina og því var ákveðið að færa prófið.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Breytt dagsetning á sækiprófinu í júní!

Ella-próf FHD (8.–9. mars 2025)

Fyrsta veiðipróf ársins 2025 var hið árlega Ella-próf, haldið af FHD. Fjórir glæsilegir fulltrúar Vorsteh-hunda tóku þátt, allir í opnum flokki:

• Heiðnabergs Haki
• Ljósufjalla Heiða
• Zeldu DNL Rökkva
• Heiðnabergs Milla

Á fyrri degi prófsins náði Ljósufjalla Heiða 2. einkunn – til hamingju, Friðrik!


Á síðari degi náði Heiðnabergs Haki 2. einkunn – til hamingju, Jón Garðar!


Gaman var að sjá góða þátttöku í prófinu, og ekki spillti frábært veður fyrir stemningunni. Dómarar voru þeir Kjartan Lindböl og Einar Kaldi.

Stjórn Vorsteh-deildar óskar öllum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn og Fuglahundadeild FHD með glæsilegt próf.

Nánari upplýsingar um prófið og árangur má finna á vefsíðu FHD:
Fyrri dagur: https://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2374
Síðari dagur: https://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2375

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ella-próf FHD (8.–9. mars 2025)