Líflandssækiprófið var haldið um helgina

Líflandssækipróf Vorstehdeildar var haldið nú um helgina 25 – 26 júní. Átta unghundar og þrír hundar í opnum flokk voru skráðir til þátttöku. Á laugardeginum var prófið haldið við gamla Þingavallarveginn (Kóngsveginn) og á Hafravatni, á sunnudeginum var prófið haldið í nágrenni Sólheimakots og á Hafravatni. Dómarar helgarinnar voru þau Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir. Engin sumarblíða var í boði hvorugan daginn en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Úrslit helgarinnar voru eftirfarandi:

Laugardagur – unghundaflokkur

Huluhóla Arctic Mýra 1. einkunn – leiðandi Alti Ómarsson

Ljósufjalla Vera – 3. einkunn – leiðandi G. Stefán Marshall

Ice Artemis Skuggi – 2. einkunn – leiðandi Hannes Blöndal

Ice Artemis Aríel – 2. einkunn – leiðandi – Arnar Már Ellertsson

Laugardagur – opin flokkur

Hlaðbrekku Irma – 1. einkunn – Leiðandi G. Stefán Marshall

Ice Artemis Dáð – 2. einkunn – Leiðandi Leifur Einar Einarsson

Sunnudagur – unghundaflokkur

Hulduhóla Atctic Mýra – 1. einkunn – Leiðandi Alti Ómarsson

Ice Artemis Ariel – 2. einkunn – Leiðandi Arnar Már Ellertsson

Ljósufjalla Heiða – 2. einkunn – Leiðandi Friðrik Þór Hjartarson

Sunnudagur – opin flokkur

Ice Artemis Dáð – 2. einkunn – Leiðandi Leifur Einar Einarrson

Hundar helgarinnar voru í unghundaflokki, Hulduhóla Arctic Mýra sem var með 1. einkunn báða dagana, leiðandi Atli Ómarsson og í opnum flokki var það Ice Artemis Dáð sem var með 2. einkunn báða dagana, leiðandi Leifur Einar Einarsson.

Stjórn deildarinnar þakkar dómurum prófsins þeim Unni Unnsteinsdóttur og Guðna Stefánssyni kærlega fyrir að dæama fyirir okkur prófið. Suðningaðilum deildarinnar Líflandi og Vínness fyrir ómetanlegan stuðning og ekki sýst þátttakendum fyrir skemmtilega samveru um helgina. Næsta sækipróf verður helgina 24 – 25 júli á vegum Fuglahundadeildar.

Þátttakendur í lok dags á laugardeginum

Guðni, Leifur, Dáð og Unnur.

Guðni, Hannes, Skuggi og Unnur

Guðni, Stefán, Irma og Unnur

Guðni, Arnar, Aríel og Unnur

Ice Artemis gengið.
Unnur, Arnar, Aríel og Guðni

Unnur Leifur og Dáð og Guðni. Dáð var hundur helgarinnar í opnum flokk.
Unnur, Atli, Mýra og Guðni. Mýra var hundur helgarinnar í unguhunda flokk.
Unnur, Friðrik, Heiða og Guðni.

Guðni, Stebbi, Vera og Unnur

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflandssækiprófið var haldið um helgina

LEIÐBEININGAR FYRIR BRÁÐ Á SÆKIPRÓFUM.

Líkt og í Noregi hefur hér heima verið samþykkt undanþága frá núverandi veiðiprófsreglum fyrir sækipróf, þessi undanþága verður svo endurskoðuð á næsta ári. 

Tekið skal fram að allt sem gilti áður er enn í gildi, þetta er einungis viðbót sem stendur þátttakendum til boða.

Breytingarnar fela í sér eftirfarandi:

  1. Auk ferskra eða afþýddra fugla verða sömuleiðis þurrkaðir og frosnir fuglar leyfðir. Fuglar mega vera án bringu en þá þarf að fylla í staðinn með einhverju sem við á svo bráðin haldi lögun.
  2. Við vatnasókn er heimilt að nota dummy með fjöðrum/vængjum af þeim fuglategundum sem leyfilegt er að veiða. Ef notað er dummy þarf það að vera þakið fiðri/vængjum svo það líkist sem mest fugli, sjá myndir neðst.
  3. Heimilt er að nota net utan um fugla í vatnavinnu en einungis á þurrkaða fugla, fugla án bringu og á dummy. Ekki er leyfilegt að nota net í öðrum þrautum.
  4. Mælt er með því að nota ferska eða afþýdda fugla sem dráttarfugl í spori. Ekki er krafa um að sama tegund sé notuð til að draga sporið og lögð er á endann.
  5. Eins og áður eru allar þær fuglategundir sem heimilt er að veiða leyfðar í öllum greinum.
  6. Fuglarnir skulu vera heilir, en heimilt er að leyfa að ákveðna líkamshluta vanti (svo sem annan fótinn eða höfuð) sem eðlilega getur fallið af við haglabyssuskot.
  7. Dómari þarf að samþykkja það sem nýtt er til sóknar.

Í stuttu máli: allt sem var í gildi í fyrra er enn í gildi í ár. Auk þess má nota þurrkaðan fugl, frosinn fugl og ferskan fugl án bringu sem hefur verið skipt út fyrir eitthvað annað við hæfi. Í vatnavinnu er leyfilegt að nota dummy sem skal vera hulið með fjöðrum/vængjum.

Eftir prufutímabilið verður endurmetið hvaða bráð verður leyfileg frá og með 2023 og hvaða reglum verður endanlega breytt við endurskoðun veiðiprófsreglna 1.1.2024.

Reglurnar eru til þess gerðar að nýta bráðina betur. Þurrkaður fugl endist lengur og hægt er að endurnýta fuglinn aftur eftir að bringurnar eru teknar úr og notaðar í mat.

Þessi undanþága hefur verið kynnt stjórnum deilda og fengið samþykki stjórnar HRFÍ. Undanþágan gildir frá og með 22.6.2022.

Mikilvægt er að dömmyið sé alveg hulið vængjum / fiðri.
Með því að þurka vængina í ofni við 50 gráður rotna þeir ekki og hægt að nota þá aftur og aftur.
Best er að festa vængina á dömmýið með rafnmagsteipi.

Þetta dömmy er með of fáum vængjum og því ekki löglegt í próf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við LEIÐBEININGAR FYRIR BRÁÐ Á SÆKIPRÓFUM.

Líflands-sækiprófið, þátttökulisti

Þátttökulisti fyrir komandi sækipróf dagana 25 og 26 júní er eftirfarandi

Unghundaflokkur

Ice Artemis Ariel – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi Arnar Már Ellertsson

Ljósufjalla Heiða – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi Friðrik Þór Hjaltason

Vinaminnis Móa – Weimaraner – Leiðandi Arna Ólafsdóttir

Ice Artemsi Skuggi – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi Hannes Blöndal

Hulduhóla Arctic Mýra – Pudelpointer – Leiðandi Atli Ómarsson

G-Boss Jr av Brandskegg Søndre – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi Lárus Eggertsson

Ljósufjalla Vera – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi G. Stefán Marshall

Hulduhóla Arctic Atlas – Pudelpointer – Leiðandi Bjarki Viðarsson

Opin flokkur

Edelwiss Vinaminnis Stella – Weimaraner – Leiðandi Arna Ólafsdottir

Ice Artemis Dáð – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi Leifur Einar Einarsson

Hlaðbrekku Irma – Strýhærður Vorsteh – Leiðandi G. Stefán Marshall

Prófið verður sett báða dagana kl. 09:00 í Sólheimakoti.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflands-sækiprófið, þátttökulisti

Úrslit sunnudagsins

Legacyk Got Milk keppti í úrslitum um Besta hund sýningar á sunnudeginum og náði fjórða sæti. Virkilega frábær frammistaða hjá þessari flottu tík og óskar Vorstehdeild eiganda hennar, Hildi Björku, innilega til hamingju með þennan árangur 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit sunnudagsins

Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning

Vorsteh átti glæsilega fulltrúa á Alþjóðlegu og Reykjavík Winner sýningunni.
Sigurvegarar dagsins voru þau Legacyk Got Milk sem tók 1. sætið í úrslitum tegundarhópa og Zeldu DNL Næla sem vann besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða.
Vorstehdeild óskar eigendum og leiðendum til hamingju með árangurinn 🙂

Legacyk Got Milk „Oreo“
Zeldu DNL Næla

Snögghærður Vorsteh
Nánar um úrslit HÉR

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða, rakkar.

Zeldu DNL Lukku Láki, SL

Hvolpaflokkur 4-6 mánaða, tíkur.

Zeldu DNL Næla, SL, 1. sæti og BIK

Zeldu DNL Njála, SL

Zeldu DNL Nösk Bergþóra, SL

Ungliðaflokkur rakkar.

Arkenstone Með Allt á Hreinu, Excellent

Opinn flokkur, rakkar.

Zeldu CNF Eldur, Excellent, 1. sæti, meistaraefni, 1.BHK,CERT CACIB, BIM

Ísþoku Tango, Excellent, 2. sæti

Zeldu CNF Hugo, VG, 3. sæti

Zeldu CNF Barón, G

Zeldu CNF Atlas, G

Vinnuhundaflokkur, rakkar.

Veiðimela Bjn Frosti, Excellent, Meistaraefni, 3.BHK R.CERT

Meistaraflokkur, rakkar.

Veiðimela Bjn Orri, Excellent, Meistaraefni, 2.BHK R.CACIB

Öldungaflokkur, rakkar.

Veiðimela Jökull, VG

Opinn flokkur, tíkur.

Zeldu CNF Eyja, Excellent, R.CACIB

Vinnuhundaflokkur, tíkur.

Legacyk Got Milk, Excellent, Meistaraefni, 1.BTK CERT CACIB BIR


Strýhærður Vorsteh
Nánar um úrslit HÉR

Unghundaflokkur, rakkar.

Ice Artemis Skuggi, Excellent, Meistaraefni, 1.BHK CERT CACIB BIR

Ungliðaflokkur, tíkur.

Ljósufjalla Heiða, Excellent, 1. sæti, Meistaraefni, 1.BTK CERT Jun.CERT BIM 

Ljósufjalla Vera, Excellent


Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning

Líflands sækiprófið

Hvenær 25-26. júní.
Staðsetning: Sólheimakot og nágrenni
Dómari: Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir og Ingi Mar Jónsson
Flokkar: Unghunda- og opinn flokkur
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjaldið er 6.800 kr fyrir einn dag og 10.200 kr fyrir báða dagana.
Skráningarfrestur rennur út að miðnætti 18. júní. Greiða þarf um leið og skráning fer fram svo skráning sé gild.

Við skráningu þarf að koma fram:
– Prófnúmerið 502207
– Ættbókarnúmer hunds
– Nafn eiganda
– Nafn leiðanda
– Sá flokkur og dagur sem hundur á að vera skráður

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Líflands sækiprófið

Virðum varptíma rjúpunar

Stjórn deildarinnar hefur borist ábending um að einstaklingar séu að æfa á rjúpu nú í miðjum varptíma ( hundur tekur stand, reisir o.s.frv.).Við viljum góðfúslega biðja um að varptími rjúpunar sé virtur og að hún sé látin í friði. Nú er viðkæmur tími og að sprengja upp hreiður rjúpunar á þessum tíma er okkur fuglahundafólki ekki til framdráttar. Bíðum með þessar æfingar fram á haustið .

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Virðum varptíma rjúpunar

Hefur þú áhuga á að leggja deildinni lið?

Stjórn Vorsthedeildar óskar eftir deildarmeðlinum í eftirfarandi nefndir;

Fjáröflunarnefnd

Fræðslu- göngu- og æfinganefnd

Sýningarnefnd

Áhugasamir eru hvattir til að senda póst á netfang deildarinnar, vorsteh@vorsteh.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hefur þú áhuga á að leggja deildinni lið?

Sýningaþjáflun fyrir sumarsýningu HRFÍ

Vorstehdeild mun bjóða upp á sýningaþjálfun fyrir komandi sýningu þann 11-12 júní nk.

Boðið verður upp á þrjú skipti

24. maí þriðjudagur kl.20:00 – 21:00

31. maí þriðjudagur kl. 20:00 – 21:00

6.júní – mánudagur kl.20:00 – 21:00

Staðsetning : Víðistaðatúnið í Hafnarfirði, (þar sem sýningin mun fara fram).

Leiðbeinandi er Hilda Friðriksdóttir

Verð per hund er 1.000.- greiðist á staðnum með peningum.

Munið eftir sýningataum, kúkapokum, nammi og hundinum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjáflun fyrir sumarsýningu HRFÍ

Hvílum heiðarnar.

Nú er kominn sá tími árs að við hættum að fara upp á heiði að æfa, rjúpan er farin að para sig og undirbúa varp og öll viljum við að það takist sem best svo nóg verði af fugli í haust. Þannig að nú snúum við okkur að sækiæfingum og vatnavinnu,(þegar hitastigið hækkar aðeins) og almennum hlýðni æfingum. Einnig er vert að minnast á að nú fara rollur með lömb á heiðarnar og geta verið á ólíklegustu stöðum, lítið gat á girðingu getur verið nóg til að fé sleppi út.  Við viljum góðfúslega benda ykkur á að fara varlega því hundur sem fer í fé getur lent í verulegum vandræðum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hvílum heiðarnar.