Vorstehdeild HRFÍ
Header

Alþjóðleg sýning helgina 12-13 nóv. 2016

nóvember 16th, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg sýning helgina 12-13 nóv. 2016)

Vorsteh átti tvo fulltrúa á sýningu HRFÍ 12.11.2016

Bendishunda Saga (Þoka) var valinn besta tík tegundar og besti hundur tegundar og fór því áfram í úrslit grúppu fyrir hönd Vorsteh hunda.

Þoka fékk dómana Excelent, BOB, CACIB og Íslenskt meistarastig.

Veiðimela Jökull fékk dóminn Very good.

Bendishunda Saga (Þoka) gerði sér svo lítið fyrir og landaði öðru sæti í grúbbu.

Það má segja að Þoka hafi verið að toppa glæsilegt ár en hún hefur blómstrað á þessu ári svo vel er eftir tekið. Með árangri hennar á sýningunni nú um helgina er hún orðin full sertuð.

Ekki er hægt að sleppa því að minnast á að allir þeir 6.Bendishundarhundar sem mætt hafa á sýningar eru nú full sertaðir. Verður það að teljast frábær ef ekki einstakur árangur sem sýnir okkur að við erum á réttri leið.

Óskum eiganda Bendishunda Sögu (Þoku) og eiganda Veiðiðmela Jökuls til hamingju með dómana.thoka-i-grubbu-7

Bendisprófinu er lokið – Úrslit

október 3rd, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendisprófinu er lokið – Úrslit)

Bendisprófi Vorstehdeildar lauk í gær sunnudag með keppnisflokki.

Prófið var sett á föstudaginn kl. 9:00 í Sólheimakoti. Sjö hundar voru mættir til leiks í opnum flokki á föstudeginum. Mikið var af fugli og mikið af tækifærum fyrir hundana.

Bendishunda Saga (Þoka) og eigandi hennar Guðmundur Pétursson lönduðu 1. einkunn.

dagur1

Frá vinstri: Einar með Caztro, Øivind, Hannu, Guðmundur með Þoku og Einar Örn með Kröflu

Veiðimela Krafla og eigandi hennar Einar Örn fengu 3. einkunn.

Hafrafells Zuper Caztro og eigandi hans Einar Guðnason fengu 3. einkunn.

 

 

 

Á laugardeginum var prófið sett suður með sjó. Nánar tiltekið á Dunkin Donuts. Sex hundar voru skráðir í opinn flokk á laugardeginum. Sama var upp á teningnum á laugardeginum, fullt var af fugli og tækifærin voru næg. Dagurinn endaði þannig að Bendishunda Saga (Þoka) og Guðmundur Pétursson endurtóku leikinn frá föstudeginum og nældu sér aftur í 1. einkunn. Glæsilegt það!

 

thokasokn

Guðmundur sendir Bendishunda Sögu (Þoku) í sókn

hannuogoivind

Dómararnir Øivind frá Noregi og Hannu frá Finnlandi

lallimjoolnir

Annar prófstjórinn Lárus Eggertsson með hundi sínum Ice Artemis Mjölni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppnisflokkur var settur í Sólheimakoti í gær sunnudag og alls mættu sjö hundar til keppni. Keppnin hófst svo í Laxnesi og veðrið var ekki eins gott og fyrstu tvo dagana. Dagurinn endaði svo að Bendishunda Saga (Þoka) kláraði helgina með stæl. Hún tók fyrsta sætið í keppnisflokki með meistarastigi og eini hundur sem náði sæti.

verdlaun-gummi

Bendishunda Saga (Þoka) með dómurum og eiganda

 

 

 

 

 

 

 

 

einarcaztro

Hafrafells Zuper Caztro og Einar Guðnason. Caztro landaði 3. einkunn á föstudeginum

einarkrafla

Veiðimela Krafla og Einar Örn með 3. einkunn á föstudeginum

 

 

jonsvangleipnir

Létt yfir þeim Heiðnabergs Gleipni von Greif og Jóni Svan Grétarssyni

 

 

diana

Díana Sigurfinnsdóttir var hinn prófstjórinn. Eiga hún og Lárus innilegar þakkir skilið fyrir þeirra framlag!

 

 

 

 

 

 

 

 

biggifroni

Bendishunda Fróni og Birgir Örn

dagur2byrjun

Hópurinn sem mætti suður með sjó á laugardeginum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gaui

Guðjón, Jón Hákon og Guðmundur. Guðjón Arinbjörnsson var fulltrúi HRFÍ. Guðjóni er vert að þakka innilega fyrir hans hjálp í prófum okkar á þessu ári

 

 

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Bendisprófinu. Þetta var drengilegt í alla staði og þannig eiga próf og keppnir einmitt að vera. Frábærir hundar og félagsandinn ekki síðri.

Almenn ánægja var með happdrættið og það er komið til að vera í prófum deildarinnar.

Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson eiga hrós skilið fyrir lýsingarnar alla dagana sem og myndirnar.

Dómararnir Øivind Skurdal og Hannu M. Liedes fá þakkir fyrir þeirra störf.

Okkar styrktaraðilar! Hvað er hægt að segja en að án ykkar stuðnings væri þetta ógerlegt. Bendir sérverslun fyrir allt sem okkur vantar fyrir besta vininn, Málning ehf. sem á alla regnbogans liti þegar við viljum hressa upp á eignina okkar, Famous Grouse umboðsaðili hins frábæra eðals viskí, Bío Bú sem framleiðir lífrænt ræktaðar mjólkurvörur og Fresco sem býður upp á salatrétti þar sem gestir ráða ferðinni hvað þeir vilja í salatið.

Að lokum viljum við enn og aftur þakka þeim Guðjóni Arinbjarnarsyni, Lárusi Eggertssyni og Díönu Sigurfinnsdóttur fyrir þeirra einstaka framlag um liðna helgi.

 

 

Við óskum öllum ánægjulegrar rjúpnavertíðar og við sjáumst hress í prófum á nýju ári!

Stjórn Vorstehdeildar HRFÍ

Bendispróf Vorstehdeilar hefst á föstudaginn

september 28th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeilar hefst á föstudaginn)

Stjórn Vorstehdeilar HRFÍ vill koma eftirfarandi á framfæri.

 

Á föstudag og laugardag verður prófið sett kl 9:00 og kl 10:00 á sunnudag þegar keppnisflokkur fer fram. Mæting í Sólheimakot.

 

Eftir hvern prófdag verður happdrætti fyrir þátttakendur í Sólheimakoti. Ekki verra að fjölmenna í Kotið, að heyra dóma hvers hunds og eiga einnig möguleika á happdrættis vinning.

 

Verðlaun verða vegleg eins og vanalega. Bendir gefur fóður fyrir allar einkunir og öll sæti í keppnisflokki. Einnig verðlaun frá Famous Grouse umboðinu á Íslandi.

 

Minnum á að enn er hægt að skrá sig í kjötsúpuveisluna á laugardaginn kemur með því að skrá sig á vorsteh@vorsteh.is

 

Við hvetjum allt áhugafólk að mæta í Sólheimakot og fylgjast með. Hvort sem það er áhugi á að ganga með eða koma í Sólheimakot að prófdögum loknum.

 

Stjórn vill einnig þakka styrktaraðilum prófsins. Bendi, Málningu, Famous Grouse umboðinu og Fresco. Án þeirra stuðnings væri þetta ekki hægt.

 

Óskum öllum keppendum og hundum góðs gengis og megi einkunirnar verða margar og sætin mörg!

 

Stjórn Vorstehdeildar

 

Þáttökulistinn í Bendisprófið 30.sept – 2.okt 2016

september 27th, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Þáttökulistinn í Bendisprófið 30.sept – 2.okt 2016)

Opinn flokkur 30.sept
Dómarar: Hannu M. Liedes & Øivind Skurdal

Ice Artemis Mjölnir Vorsteh, strýh.
Bendishunda Jarl Vorsteh, snöggh.
Veiðimela Krafla Vorsteh, snöggh.
Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snöggh.
Bendishunda Saga Vorsteh, snöggh.
Hafrafells Zuper Caztro Enskur setter
Rjúpnasels Rán Enskur setter

Opinn flokkur 1.okt
Dómarar: Hannu M. Liedes & Øivind Skurdal

Ice Artemis Mjölnir Vorsteh, strýh.
Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snöggh.
Rjúpnasels Funi Enskur setter
Bendishunda Saga Vorsteh, snöggh.
Hafrafells Zuper Caztro Enskur setter
Rjúpnasels Rán Enskur setter

Keppnisflokkur 2.okt
Dómarar: Hannu M. Liedes & Øivind Skurdal

Bendishunda Jarl Vorsteh, snöggh.
Heiðnabergs Gáta von Greif Vorsteh, snöggh.
Hafrafells Hera Enskur setter
Háfjalla Parma Enskur setter
Ice Artemis Blökk Vorsteh, strýh.
Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snöggh.
Bendishunda Saga Vorsteh, snöggh.
Heiðnabergs Bylur von Greif Vorsteh, snöggh.

Sráningarfrestur í Bendisprófið rennur út 23.9 … á morgun

september 22nd, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Sráningarfrestur í Bendisprófið rennur út 23.9 … á morgun)

Minnum á að skráningarfrestur í Bendisprófið rennur út á morgun föstudaginn 23.sept.
Hannu Matti Liedes mun dæma OF og Øivind Skurdal mun dæma UF á föstudeginum. Svo snýst það við á laugardaginn, þá dæmir Øivind Skurdal OF og Hannu Matti Liedes UF. Svo á sunnudag munu þeir félagar báðir dæma KF.
Sjáumst hress

Úrslit úr Áfangafellsprófinu

september 20th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit úr Áfangafellsprófinu)

Áfangafellspróf FHD var haldið 17. – 19. september.

 

Laugardagur 17. september

 

Gunnar Pétur og Fjalltinda Alfa

Gunnar Pétur og Fjalltinda Alfa

 

Fjallatinda Alfa 1. sæti í keppnisflokki (Snögghærður Vorsteh)

Heiðnabergs Gleipnir von Greif 2.sæti (Snögghærður Vorsteh)

Heiðnabergs Gáta von Greif 3. sæti (Snögghærður Vorsteh)

C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif 4.sæti

(Snögghærður Vorsteh)

 

Ice Artemis Blökk 1. einkunn og besti hundur dagsins í opnum flokki

(Strýhærður Vorsteh)

Veiðimela Karri 2. einkunn (Snögghærður Vorsteh)

Rjúpnasels Rán 2.einkunn (Enskur Setter)

Því miður náði engin hundur í unghundaflokki einkunn á laugardeginum.

Björgvin og Ice Artemis Blökk

Björgvin og Ice Artemis Blökk

 

Sunnudagur 18. september

Keppnisflokkur

Heiðnabergs Gáta von Greif 1. sæti (Snögghærður Vorsteh)

Heiðnabergs Gleipnir von Greif 2.sæti (Snögghærður Vorsteh)

Fóellu Kolka 3. sæti (Breton)

C.I.B ISCh RW-14 Karacanis Harpa 4. sæti (Pointer)

C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif 5.sæti (Snögghærður Vorsteh)

 

Opinn flokkur

Veiðimela Karri 2. einkunn og besti hundur dagsins (Snögghærður Vorsteh)

 

Unghundaflokkur

Bylur 1. einkunn og besti hundur dagsins (Breton)

 

Mánudagur 19. september

 

Keppnisflokkur

C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif 1.sæti. (Snögghærður Vorsteh)

 

 

Opinn flokkur

Veiðimela Krafla 1. einkunn og besti hundur dagsins (Snögghærður Vorsteh)

Veiðimela Gló 2. einkunn (Snögghærður Vorsteh)

Veiðimela Karri 2. einkunn. (Snögghærður Vorsteh)

 

Unghundaflokkur

Bylur 2. einkunn og besti hundur dagsins. Einnig var Bylur besti unghundur helgarinar. (Breton)

 

Besti samanlagði árangur fengu Veiðimela Karri í opnum flokki og C.I.B. ISFtCh RW-14 ISCh RW-13 Heiðnabergs Bylur von Greif í keppnisflokki. (Snögghærðir Vorsteh)

 

Dómarar  voru Guðjón Arinbjörnsson, Frank-Gunnar Bjørn og Thom Thorstensen.

 

Stjórn Vorstehdeilar óskar öllum einkunarhöfum og sætishöfum til hamingju með árangurinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bendispróf 30. september – 2. október

september 8th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Bendispróf 30. september – 2. október)

bendisprof_haustprof-1

Dómarakynning á Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes

september 8th, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning á Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes)

Í haustprófi Vorstehdeilar HRFÍ munu Øivind Skurdal og Hannu Matti Liedes dæma í Bendisprófinu, dagana 30. september – 2. október.

 

oyvind

Øivind Skurdal

Øivind Skurdal er 53 ára gamall Norðmaður sem býr í Lillehammer. Hann er giftur Line Elisabeth og eiga þau saman 5 dætur, ásamt því að á heimilinu eru tveir Enskir Setar (Goppollens Juul og Finntorpets Friis).

Síðastliðin 30 ár hefur Øivind verið bæði þátttakandi í veiðiprófum og einnig starfað sem fuglahundadómari. Á þessum 30 árum hefur hann eingöngu átt Enska Seta.

Øyvind segir: Þess fyrir utan þegar ég er ekki úti í náttúrunni með hundana starfa ég sem framkvæmdarstjóri á auglýsingastofu.
Ég hlakka til að sækja Ísland heim.

 

 

 

 

 

hannu

Hannu Matti Liedes

Hannu Matti Liedes er frá Finnlandi.

Sjáfur segir Hannu:

Það er heiður fyrir mig að fá tækifæri og boð um að dæma fuglahundapróf á Íslandi.

Ég hef veitt með standandi fulgahundum síðan 1988 en þá fékk ég einmitt minn fyrsta snögghærða Vorsteh hund. Alls hef ég átt sex Vorsteh hunda og einn Enskan Seta en fimm af mínum hundum hafa náð veiðimeistaratitlil. Eins og staðan er núna á ég tvo Vorsteh hunda og nota ég mína hunda við veiðar bæði á fjöllum, skógi eða á ökrum.

Dómaraferill minn hófst árið 1997 og síðustu ár hef ég dæmt veiðipróf í Noregi, Svíþjóð og hér í Finnlandi. Árið 2015 dæmdi ég Euro Cup and Prix de Excellence á Spáni og á heimsmeistarmótinu í Serbíu.

 

 

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 04.09.2016

september 6th, 2016 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 04.09.2016)

Úrslit Vorsteh strý & snögghærður
Dómari var Collette Muldoon.

BOB og BOS

Bendishunda Jarl ( Fróni ) og Rugdelias Qlm Lucyenne með dómaranum Collette Muldoon. Sýnendur: Sigrún Guðlaugardóttir og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir

Stry BOB m domara 2

Munkefjellets Mjöll BOB með dómaranum Collette Muldoon og sýnandanum Theodóru Róbertsdóttur.

Vorsteh strýhærður:
Vinnuhundaflokkur Rakkar

stry BOS

Ice Artemis Mjölnir

Ice Artemis Mjölnir
Exellent. M.efni. M.stig CACIB. BOS

Unghundaflokkur tíkur

stry BOB

Munkefjellets Mjöll

Munkefjellets Mjöll

Exellent. M.efni M.stig CACIB. BOB
Munkefjellets Mjöll varð í 2.sæti í grúppu 7. Glæsilegur árangur hjá Mjöll en þess má geta að hún er korn ung eða um 19.mánaða gömul og er því enn í unghundaflokk. Stjórn Vorsteh deildar óskar Lárusi eigenda Mjallar innilega til hamingju.

Vorsteh snögghærður:

Opinn flokkur rakkar

Veiðimela Jökull
Exellent M.efni 1.sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar

Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Exellent 2.sæti

Froni

Bendishunda Jarl (Fróni)

Bendishunda Jarl (Fróni)
Exellent M.efni M.stig CACIB. BOB
Þetta var síðasta Meistarastigið sem Fróni þurfti til að ná því að verða Íslenskur meistari, og þar sem hann var kominn með fullt hús af alþjóðlegum stigum ( CACIB ) gékk það stig niður til Bendishunda Mola sem varð í öðru sæti, sem varð til þess að Íslenski meistarinn Moli er nú kominn með fullt hús stiga til að sækja um Alþjóðlegan meistaratitill :-)

Meistaraflokkur rakkar

ISCh RW-15 Bendishunda Moli
Exellent M.efni M.stig V-CACIB 1.sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Veiðimela Krafla
Exellent M.efni 1.sæti

Meistaraflokkur tíkur

Luci

RW-13 C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucyenne

RW-13 C.I.B. ISCh Rugdelias Qlm Lucyenne
Exellent M.efni. BOS
Það þarf nú ekki að fjölyrða um sigurgöngu Lucy í gegn um tíðina, hún var valin besta tíkin, en svo lét hún í minni pokann fyrir afkvæmi sínu honum Bendishunda Jarl ( Fróna ) í úrslitunum.

Stjórn Vorsteh deildar óskar öllum til hamingju með frábæra dóma :-)
Myndirnar tók Hannes Bjarnason og þakkar stjórn deildarinnar kærlega fyrir flottar myndir.
Birt með fyrirvara um villur. Endilega koma á framfæri við stjórn ef eitthvað er ekki rétt og við munum leiðrétta strax

Fjallatinda Frost með 1. einkunn í Senjaprófinu í Noregi

ágúst 31st, 2016 | Posted by Stjórnarmeðlimur Ritari in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Fjallatinda Frost með 1. einkunn í Senjaprófinu í Noregi)
th&frost

Thomas og Fjallatinda Frost sáttir með 1. einkunn

Fjallatinda Frost og eigandi hans Thomas Hansen lönduðu 1. einkunn í opnum flokki um síðustu helgi í Senjaprófinu. Thomas Hansen býr með konu sinni og barni í Finnsnes í Norður-Noregi.

Fjallatinda Frost er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru Gruetjenet’s G-Ynja og Esjugrundar Stígur.
Ræktandi er Gunnar Pétur Róbertsson.

 

Stjórn Vorstehdeildar óskar þeim félögum til hamingju með árangurinn!