Bendisprófið – breyting, dagskrá og fl.

Ath, smá breyting hefur orðið á dagskrá
Föstudaginn 1.okt
Uf dómari Guðjón, OF dómari Robert Gill
Laugardaginn 2.okt
Uf dómari Robert Gill, Of dómari Guðjón
Sunnudaginn 3.okt
UF Guðjón, OF Robert Gill – eða blandað party
Einar Örn verður dómaranemi.
Einnig verður boðið upp á Alhliðapróf á sunnudaginn, sem Unnur Unnsteinsdóttir dæmir, Guðni Stefánsson til vara.
Sráningarfrestur er til miðnættis á Sunnudaginn 26.9

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendisprófið – breyting, dagskrá og fl.

Skráning hafin í Bendispróf Vorstehdeildar

Skráning er nú hafin í Bendispróf Vorstehdeildar
Dómarar verða Robert Gill og Guðjón Arinbjarnar.
Óskar Hafsteinn Halldórsson verður prófstjóri og Guðjón fulltrúi HRFÍ

Dagskrá er hér í annari færslu
http://www.vorsteh.is/?p=6613

Prófsvæðið er í kring um höfuðborgina.

Styrktaraðilar eru Bendir og Famous Grouse

Robert Gill frá Noregi, hann hefur veitt með standandi fuglahundum í um þrjátíu ár og tekið þátt í veiðiprófum í meira en 25 ár. Hann fékk dómararéttindin 2005 og hefur dæmt hinar mismunandi tegundir prófa fyrir standandi fuglahunda í fjöldamörgum prófum bæði í Noregi og Svíþjóð.

Guðjón Arinbjörnsson þekkjum við, en hann er einn af fyrstu fuglahundadómurum á Íslandi.

Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er:
Prófsnúmerið, sem er 502112 ,
Flokkur
Nafn eiganda,
nafn hunds,
ættbókanúmer hunds,
og nafn leiðanda.

:-)


Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf“ 

Sjáumst í góða skapinu 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin í Bendispróf Vorstehdeildar

Hlynur Þór Haraldsson látinn

Vinur okkar margra og vinur deildarinnar, Hlynur Þór Haraldsson lést á heimili sínu þann 2. september síðastliðinn í faðmi fjölskyldunnar eftir hetjulega og undir lokin erfiða baráttu við krabbamein.

Hlynur var um tíma í stjórn Vorstehdeildar og sinnti hann stjórnarstörfum af alúð og miklum áhuga. Hlynur hafði búið um tíma með fjölskyldu sinni í Noregi síðustu árin en flutti heim með fjölskyldunni fyrir jólin í fyrra.

Hlynur var einlægur aðdáandi Vorsteh hunda og átti hann þrjá slíka undir lokin. Þrátt fyrir að Hlynur væri hættur í stjórn var hann mjög bóngóður ef stjórn leitaði hjálpar hans, bæði fyrir og eftir hans stjórnarsetu. Hann fór alltaf beint í verkefnin sem hann tók að sér og kláraði þau fljótt og örugglega.

Við hjá Vorstehdeild sendum fjölskyldu Hlyns og aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Úför Hlyns fer fram í dag kl.15:00 og má sjá beint steymi frá athöfninni hér á þessari slóð https://www.youtube.com/watch?v=K72uI4oBbr0

Þeim sem vilja minnast Hlyns er bent á söfnunarreikning fjölskyldunnar sem er: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Hlynur Þór Haraldsson látinn

Úrslit sumarsins

Ice Artemis Dáð

Eitthvað hefur dregist að setja inn úrslit sumarsins, en hér er það helsta sem snýr að Vorstehhundum.

Sóknar og meginlandspróf

Belcando prófið 26. júní
Ice Artemis Askur 1.eink. BP
Hlaðbrekku Irma. 1.eink
Ice Artemis Dáð.1. eink. B.P.

Ice Artemis Askur

Belcando prófið 27. Júni
Ice Artemis Askur 1.eink.
Hlaðbrekku Irma. 2.eink
Ice Artemis Dáð.1. eink.

Hlaðbrekku Irma

FHD próf 10. júlí
OF/ Meginlandshundapróf.
Ice Artemis Dáð, Vatn 10, Spor 10, Besti hundur OF

OF hefðbundið sækipróf
Hlaðbrekku Irma 2. eink.

FHD próf 11. júlí
OF/ Meginlandshundapróf.
Ice Artemis Dáð, Vatn 10, Spor 9.
Haðbrekku Irma Vatn 7, Spor 10.

Arion próf DESI 7. Ágúst
Hlaðbrekku Irma. 2.eink.
GG Sef. 1.eink
Sansas Bejla. 1.eink.
Ice Artemis Hríð. 1.eink. BHP.

Arion próf DESI 8. Ágúst
Sansas Bejla 1. eink
Hlaðbrekku Irma 2. eink
GG Sef 1. eink
Ice Artemis Hríð 1. eink

Sýningar


Norðurlandasýning 21.8

Snögghærður Vorsteh
Best Of Bread: Veiðimela Bjn Orri
Nánari úrslit hér:

Strýhærður Vorsteh
Best Of Bread: Ice Artemis Askur
Nánari úrslit hér:

Alþjóðleg sýning 22.8
Snögghærður Vorsteh
Best Of Bread: Veiðimela Bjn Orri
Nánari úrslit hér

Strýhærður Vorsteh
Best of Bread: Ice Artemis Bredda
Nánari úrslit hér:

Við óskum öllum til hamingju með frábæran árangur, vel gert !!
Vonum að sjá sem flesta á næstu viðburðum.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit sumarsins

Belcando prófið 26-27 júní

Styrktaraðilar: Belcando, Vínnes Famous grouse og JS Ljósasmiðjan

Sækipróf Vorstehdeildar verður haldið þann 26. og 27. júni. Prófað verður í unghundaflokki og opnum flokki, prófsvæðið verður á Hafravatnsvæðinu.
Dómarar verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson, einnig sem fulltrúi HRFÍ. Prófstjóri er Ólafur Ragnarsson.

Styrktaraðilar prófsins eru Belcando www.vet.is sem gefa fóður, Vínnes styrkir okkur með Famous grouse og JS ljósasmiðja https://velaverkjs.is sem skaffa veitingar.

Sameiginleg æfing deildanna verður á föstudaginn 18 júní. Æfingin eru kjörið tækifæri fyrir nýbyrjendur jafnt sem lengra komna að taka þátt, einnig er frjálst að mæta og horfa á.  Æft verður í frjálsri leit, spori og vatni.

Deildin mun skaffa máva, en aðra bráð verður fólk að koma með sjálft.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi æfingarnar eða prófið er hægt að hringja í
Guðni 8699974
Óli 8957263 
Unni 8667055

Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.is og muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjald er 6400kr fyrir einn dag og 9600kr fyrir tvo daga.
Síðasti skráningardagur er 20.júní á miðnætti.
Tiltaka verður við skráningu: Veiðiprófsnúmer: 502107 Ættbókarnúmer hunds. Eigandi hunds. Nafn leiðanda. Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Belcando prófið 26-27 júní

Sækipróf Vorstehdeildar

Hvenær: 26- 27 júní.
Staðsetning: Við Hafravatn og nágrenni.
Dómari: Guðni Stefánsson og Unnur Unnsteinsdóttir
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Unnur Unnsteinsdóttir
Flokkar: Unghunda – og opinn flokkur
Skráning: Á skrifstofu HRFÍ sími 588-5255 opið frá kl. 10-15 á vikum dögum, eftir opnunartíma er hægt að senda inn skráningu á hrfi@hrfi.isog muna að senda með kvittun fyrir greiðslu sem þarf að ganga frá inn á reikning 515-26-707729 kt. 6804810249.
Gjaldið er 6400 fyrir einn dag og 9600 fyrir tvo daga.
Síðasti skráningardagru er 15.júní á miðnætti.
Tiltaka verður við skráningu: Veiðiprófsnúmer: 502107 Ættbókarnúmer hunds. Eigandi hunds. Nafn leiðanda. Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar

Kaldaprófið

Norðurhundar héldu glæsilegt Kaldapróf um helgina þar sem Vorstehhundar gerðu gott mót.
Á laugardeginum dæmdi Guðjón Arinbjarnar UF þar sem tveir vorstehhundar náðu einkunn.
Veiðimela Freyja 1.einkunn Leiðandi: Sverrir Tryggvason
Veiðimela Frosti 2.einkunn Leiðandi: Ingi Már Jónsson

Á sunnudeginum var Keppnisflokkur. Dómarar voru Guðjón Arinbjarnar, Kjartan Lindböl og nemi Einar Örn. Í Keppnisflokknum náði:
Munkenfellets Mjöll 3.sæti í KF

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, virkilega vel gert ! 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldaprófið

Vorpróf DESI

Vorpróf DESI var haldið helgina 17-18 april. Prófið fór fram á Mosfellsheiðinni og var mætt á stóra bílaplanið á Nesjavallaveginum. Dómarar voru Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson.
Á laugardeginum náðu tveir Vorstehhundar einkunn í Unghundaflokk, það voru:
Veiðimela Orri sem náði 2.einkunn, eigandi Pétur Alan Guðmundsson
Veiðimela Frosti sem náði 1.einkunn og var valinn besti hundur prófs 🙂 Eigendur Frosta eru Ingi Már Jónsson Elín Edda Alexandersdóttir
Glæsilegur árangur og gaman að sjá unghunda gera góða hluti.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf DESI

Nýir meistarar

Fjórir Vorsteh hundar fengu nýjar meistara nafnbætur nýlega.
Bendishunda Saga – Þoka varð Íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Munkefjellets Mjöll varð Íslenskur veiðimeistari ( IsFtCh) og Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Ice Artemis Mjölnir varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Veiðimela Jökull varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)
Heiðnabergs Bylur von Greif varð Íslenskur alhliðameistari (ISCFtCh)

Þannig að það lengist enn í ættbókarnafninu hjá þessum flottu hundum.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂 Mikil vinna að baki þessum árangri.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Nýir meistarar

Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)

Vinnuhundadeildin hélt hlýðnipróf um helgina í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum.
Sex mættu í Bronsprófið og skemmst frá því að segja að Fjalltinda Freyr og Díana Sigurfinns urðu stigahæst. Vel gert og til hamingju 🙂 Vorsteh, bestur í heimi 😉

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fjallatinda Freyr …. og Díana að gera góða hluti :-)