Vorstehdeild HRFÍ
Header

Úrslit í Ljósasmiðjuprófi Vorstehdeildar

júní 25th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit í Ljósasmiðjuprófi Vorstehdeildar)

FB_IMG_1529921548668
Dómari var Ellen Marie Imshaug og með henni kom eiginmaður hennar Oystein Dahl.
Ellen byrjaði á því að halda sækinámskeið fyrir konur sem Diana Sigurfinnsdóttir skipulagði með henni á miðvikudag og fimmtudag. 14 konur skráðu sig og voru frá kl 17 og langt fram eftir kvöldi í sækiæfingum með hunda á öllum aldri og af mörgum tegundum. Mikil ánægja var hjá þeim með námskeiðið og góður andi í hópnum :-)

Á laugardaginn 23. júní var svo fyrri dagur Ljósasmiðjuprófs Vorstehdeildar. Prófið var sett í Sólheimakoti kl 9. Fulltrúi HRFI var Egill Bergman og prófstjóri Diana Sigurfinnsdóttir.
Notast var við svæðið vð skemmurnar í frjálsri leit. Hafravatn í sókn í vatni og farið upp á Kóngsveg í spor. Hádegishlé og grill var tekið í Sólheimakoti. Veðrið var eihver fræsingur með vætu inn á milli, en allir vel klæddir og létu það ekki á sig fá.
10 hundar hlutu einkunn þennan dag og eru hér í handahófskendri röð.
1. einkunn í OF hlutu:
Blláskjárs Skuggi Jr. – Weimaraner
Bláskjárs Adam Garpur – Weimaraner
Embla – Vizsla
Bláskjárs Adams Yrsa – Weimaraner
Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
2.einkunn í OF hlutu:
Háfjalla Parma – ES
Veiðimela Jökull – Snöggh. Vorsteh
Bendishunda Saga – Þoka – Snöggh. Vorsteh
Ice Artemis Hera – Strýhærður Vorsteh
3. einkunn hlaut:
Gg Sef – Strýhærður Vorsteh
Glæsilegt einkunnarhlutfall, góður dagur.

Um kvöldið eftir verðlaunaafhendingu og hamborgaragrillveislu, héldu þau hjónin Ellen og Oystein fyrirlestur um sitt hundahald og þjálfun. Mjög skemmtilegur fyrirlestur á léttu nótunum þar sem ýmiss fróðlekur, tips og trix komu fram, ásamt svo smá sýnikennslu í lokin :-)

Á Sunnudaginn 24.júní var mun bjartara veður, jafnvel smá sól, og prófið sett í Sólheimakoti kl 9.
Prófstjóri Diana Sigurfinnsdóttir og Fulltrúi HRFI Pétur Alan Guðmundsson.
Farið var með frjálsu leitina upp á Kóngsveg og sókn í vatn var aftur tekin á Hafravatni.
Hádegishlé og grill í Sólheimakoti og svo var farið í sporið sem var að hluta til lagt við pípuna á Hólmsheiði, þar sem var pláss fyrir 10 spor og svo voru síðustu sporin tekin á Kóngsveginum.
14 hundar fengu einkunn þennan daginn og eru hér í handahófskenndri röð:
Í Unghundaflokki fengu báðir hundar einkunn :-)
Sangbergets Jökuleima Laki – Snöggh. Vorsteh fékk 2.einkunn
Kandbaks Snerpa – ES fékk 3. einkunn

Í Opnum flokki fengu 12 hundar einkunn.
1.einkunn hlutu:
Bláskjárs Skuggi Jr – Weimareiner
Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
Embla – Vizsla
Gg Sef – Strýhærður Vorsteh
Háfjalla Parma – ES
Veiðimela Jökull – Snöggh. Vorsteh
Bendishunda Saga – Þoka – Snöggh. Vorsteh
Ice Artemis Hera – Strýhærður Vorsteh
OG síðast en ekki síst 😉
Sika ze Strazistských lesu – Puddlepointer sem kláraði daginn með fullu húsi stiga, en hún fékk 30 stig af 30 mögulegum. Glæsilega gert og sérstaklega gaman að sjá hana í sporinu, alveg eins og járnbrautarlest á teinum :-)
2. einkunn hlutu:
Bláskjárs Adam Garpur – Weimaraner
Bláskjárs Adams Yrsa – Weimaraner
Bláskjárs Adams Moli – Weimaraner

Veitt voru verðlaun fyrir 3 stigahæstu hunda yfir báða daga samanlagt í OF og stigahæsta hund í UF.
Í UF sigraði Sangbergets Jökuleima Laki – Snöggh. Vorsteh
Í OF varð:
Í 1.sæti Bláskjárs Skuggi Jr – Weimareiner
Í 2.sæti Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
Í 3.sæti Embla – Vizsla

Svona glæsilegt námskeið og próf verður ekki til að sjálfu sér og vill Vorstehdeild þakka öllum sem lögðu hönd á plóg innilega fyrir hjálpina.
Við þökkum Ellen Marie Imshaug fyrir frábæra dómgæslu og námskeið og Oystein hálpina við hvoru tveggja, og þeim báðum fyrir fyrirlesturinn.
Diana Sigurfinnsdóttir fær ómældar þakkir fyrir verkstjórn og óteljandi hluti sem hún reddaði og gerði til að láta þetta allt ganga snurðulaust.
Sigrún Guðlaugardóttir og Guðmundur fá þakkir fyrir að manna bátinn og fleira. Sigrún og Atli fyrir að lána okkur bátinn. Svo fá Unnur, Sigrúnarnar, Einar Guðna og fleiri innilegar þakkir fyrir hjálpina. Og einnig er vert að minnast á gott samstarf milli fuglahundadeildanna Vorsteh, FHD og DESÍ.
Varla væri hægt að halda svona próf nema fyrir okkar frábæru styrktaraðila.
Ljósasmiðjan fær þakkir fyrir stuðninginn.
Heiðarspor fær innilegar þakkir fyrir fóðurverðlaun og fleira frá Uniq
Famous Grouse er enn og aftur öflugur styrktaraðili og gaf verðlaun og merkingar á verðlaunaglösum.
Við þökkum kærlega fyrir okkur, óskum öllum einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn og skynjum almenna ánægu með vikuna. Gaman þegar gengur vel í góðum þéttum hóp.
Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni í einum graut 😉
FB_IMG_1529922424547 FB_IMG_1529922431003 FB_IMG_1529922436664 FB_IMG_1529922444371 FB_IMG_1529922452143 FB_IMG_1529922456118
20180623_130647 20180623_150203 20180623_150207 20180623_150212 20180623_181708 20180623_181751 20180623_181851 20180623_182033 20180623_182117 20180623_182159 20180623_182336 20180623_182625 20180623_194027 20180624_105326 20180624_110039 20180624_115735 20180624_122518 20180624_181550 20180624_181552 20180624_182804 20180624_182904 20180624_183002 20180624_183051 20180624_183238 20180624_183331 20180624_183559 20180624_183809

Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins

júní 21st, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins)

Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar verður sett kl.9 á Laugardag í Sólheimakoti.
Deildin skaffar máva, en ef leiðendur vilja nota aðra bráð þá verða þeir að koma með hana sjálfir.

Prófstjóri er Díana Sigurfinnsdóttir

Dómaranemar verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson.
Fulltrúi HRFÍ á laugardag er Egill Bergman og á sunnudaginn Pétur Alan Guðmundsson.
Munið að koma klædd eftir veðri, og þótt að spáin sé þannig að við ættum að sleppa vel, er gott að hafa regnhlíf – eða sjógalla ef út í það er farið – til taks í bílnum 😉
Sjáumst hress 😀
Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins HÉR

Skráning í fullum gangi í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar

júní 15th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Skráning í fullum gangi í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar)

laki3
Skráning er hafin í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar sem verður haldið 23-24 júní.
Það verður boðið upp á UF og OF báða dagana.
Skráningarfrestur er til 23:59 þann 18.júní
Dómari verður Ellen Marie Imshaug
Dómarakynning HÉR.
Prófstjóri verður Diana Sigurfinnsdóttir
Fulltrúar HRFÍ verða Egill Bergman og Pétur Alan Guðmundsson.
Styrktaraðilar ásamt Ljósasmiðjunni eru Uniq og Famous Grouse 
Fyrsta sækipróf ársins, frábær dómari …..og sumarið verður komið þarna 😉
Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501807, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf

Úrslit júnísýningar HRFÍ

júní 11th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Úrslit júnísýningar HRFÍ)

Júnísýning HRFÍ var haldin á Viðistaðatúni í Hafnarfirði um helgina. Nýtt svæði, glæsilegt og gaman að hafa sýningu í miðjum bænum.
Þetta byrjaði með Hvolpasýningu á föstudeginum, þar voru tveir snögghærðir sýndir:
Í 3-6 mánaða var Zeldu BST Nikita með Heiðursverðlaun og 1.sæti, fór áfram í besta hvolp en ekki sæti þar.
Í 6-9 mánaða var Fjallatinda Freyr með 1.sæti
Dómari var Dina Korna frá Eistlandi

Úrslit laugardagsins voru þannig í snögghærðum Vorsteh að
ISCh. CIB RW-17 Veiðimela Jökull varð besti hundur tegundar og besti rakki, BOB, Excelent, CK, Norðulandameistarastig og RW-18.
Sangbergets Jökuleima Laki varð annar besti rakki, fékk Excelent, CK, ungliðameistarastig, Ísl-meistarastig og vara Norðurlandameistarastig.
Veiðmela Karri 3. besti hundur tegundar, fékk Excelent, meistaraefni.
Rugdelias OKE Tiur 4. sæti, fékk Excelent og M.efni

Í Strýhærðum Vorsteh urðu úrslit þannig að besti hundur tegundar og besta tík varð
C.I.E. ISShCh RW-16 Ice Artemis Hera fékk Ecelent, BOB, CK, NKU-CC og RW-18
2.sæti í tíkum fékk Munkefjallets Mjöll EX, M.Stig,Res-NKU CC.
Besti rakki og annar besti hundur tegundar varð GG Sef , fékk Excelent, BOS, CK, ísl-meistarastig, og RW-18
Dómari var Dina Korna frá Eistlandi

Á sunnudeginum voru úrslitin þannig í snögghærðum Vorsteh
Besti hundur tegundar og besti rakki varð Rugdelias OKE Tiur excellent, CK,ísl.meistarastig og CACIB
Sangbergets Jökuleima Laki 2. Besti hundur tegundar, fékk excellent, ck og ungliðameistarastig og varð ungliðameistari.
ISCh. CIB RW-17 Veiðimela Jökull 3. Besti hundur tegundar, fékk exelent og CK.
Veiðimela Karri fékk Very good.
Veiðmela Yrja fékk Very good.

Í Strýhærðum Vorsteh urðu úrslitin á sunnudeginum þannig:
BOB, Besti hundur tegundar og besti rakki: RW-18 GG Sef sem fékk Excelent, CK, ísl-meistarastig, og CACIB
BOS og besta tík: C.I.E. ISShCh RW-16-18 Ice Artemis Hera fékk Excelent, CK, og CACIB
Önnur besta tík varð Munkefjallets Mjöll EX, M.Stig, V-CACIB
Dómari var Hans Almgren frá Svíþjóð

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn :-)
Birt með fyrirvara um villur 😉
Hér eru nokkrar myndir frá helginni :-)
Júnísýning laugardagur vorsteh úrslit Júní strý 1 júní tiur
Júní strý 1 og 2 júní strý 2 júní Laki
júní stögg hóp júní stry 4 júní stry 3

 

Hvolparnir:

júní hvolp3 júní Hvolp2 júní hvolp1

Skráning hafin í Ljósasmiðju sækiprófið og minnum á sækikeppnina

júní 9th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin í Ljósasmiðju sækiprófið og minnum á sækikeppnina)

Skráning er hafin í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar sem verður haldið 23-24 júní.
Það verður boðið upp á UF og OF báða dagana.
Skráningarfrestur er til 23:59 þann 18.júní
Dómari verður Ellen Marie Imshaug
Prófstjóri verður Guðni Stefánsson.
Fyrsta sækipróf ársins, frábær dómari …..og sumarið verður komið þarna 😉
Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501807, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf

Sækikeppnin er svo á þriðjudag, létt og skemmtileg kvöldstund með hundum og góðu fólki :-)
Nánar um skráningu HÉR

Sækikeppni !!

júní 5th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Sækikeppni !!)

Sækikeppni 2018 augl
Á þriðjudaginn 12.júní kl 18:30 verður haldinn SÆKIKEPPNI á vegum Vorstehdeildar. Lagt verður upp úr því að hafa þetta létt og skemmtilegt, og gætu dummy og fuglar verið notað.
Allar hundategundir í Tegundarhóp 7 velkomnar.
Vegleg verðlaun verða í boði Famous Grouse og Belcando.
Líkleg staðsetning er við tankana á Hólmsheiði.
Guðjón Arinbjarnarson dæmir.
Hittumst, höfum gaman, grillum pylsur og vinnum með hundana.
Keppnisgjald er 2000kr.
Kt. 580711-1380
Banki: 0327-26-057111
eða á staðnum í seðlum 😉

Nú er bara að nýta góða veðrið í að rifja upp sækiæfingarnar :-)
Skráning sendist á Vorsteh@vorsteh.is

Dómarakynning fyrir sóknarpróf Vorstehdeildar

júní 4th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir sóknarpróf Vorstehdeildar)

 

Hér er stutt kynning á Ellen sem dæmir fyrsta sóknarpróf sumarsins 23-24 júní, og heldur fyrir okkur sóknarnámskeið fyrir konur og  einnig fyrirlestur sem er öllum opinn og ókeypis. Nánar um það síðar, en hér er kynningin :-)
20160313_165822 FB_IMG_1528060575081 FB_IMG_1528060586460
Hi

My name is Ellen Marie Imshaug.

We have 6 six dogs, 2 english pointers, 2 german wirehaired pointers and 2 german shorthaired pointers.

I juse our dogs for hunting both in the woods and in the mountains.  I also start in all kinds of field trails, retiving trails and dog shows in the Nordic contries. I have compeded in the world championship, St. Hubertus in Serbia.

I’m educadet FASE 1 and 2 hunting dog instructor and retriving trails judge.

I’m so looking forward to se you all.

Best regards
Ellen Marie Imshaug

Sýningarþjálfun Vorstehdeildar

maí 17th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfun Vorstehdeildar)

17022391_1873872332886034_3416015067564401596_n

Það styttist í sýninguna.
Sýningaþjálfun Vorstehdeildar verður haldin í reiðhöllinni að Blíðubakka 2 í Mosfellsbæ.
Leiðbeinandi verður sýningasnillingurinn Sigrún Guðlaugardóttir :-)
Miðvikudag:
23. Maí kl. 21-22
30. Maí kl. 20-21
6. Júní kl. 20-21
Skiptið kostar 500 kr.
Muna eftir sýningataumi, kúkapoka og góða skapinu.
Vinsamlegast leggja ekki bílum á reiðstíga og ekki við hesthúsin neðan við höllina

Kaldapróf FHD – Úrslit

apríl 30th, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við Kaldapróf FHD – Úrslit)
Kaldi 2018 KF sunnud

Keppnisflokkurinn á sunnudag. Vorsteh í 3 af 4 sætum :-) Og Karri með 1.sæti og meistarastig. Til hamingju með árangurinn allir :-)

Kaldapróf FHD var haldið um helgina norðan heiða.  Gert var út frá Ytri Vík að venju og prófin sett þar á morgnana og farið á ný prófsvæði.
Dómarar voru Ronny Hartviksen, Andreas Björn og Svafar Ragnarsson
Fulltrúi HRFÍ í prófinu var Svafar Ragnarsson og prófstjórar voru : Unnur Unnsteinsdóttir, Páll Kristjánsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir.

Föstudagur:
Keppnisflokkur:
1.sæti Hafrafells Hera ES
2.sæti Húsavíkur Kvika ES
Opinn flokkur:
3.einkunn Hugo Vizla og besti hundur í opnum flokk
Unghundaflokkur:
2.einkunn Ryplejas Klaki Breton og besti unghundur
2. einkunn Rampen’s Nina Vorsteh
3. einkunn Sångbergets Jökulheima Laki Vorsteh
3. einkunn Fóellu Skuggi Breton

Laugardagur
Keppnisflokkur:
1.sæti Húsavíkur Kvika ES
Opinn flokkur:
1.einkunn Fóellu Kolka Breton og besti hundur í opnum flokk.
3.einkunn Hugo Vizla
Unghundaflokkur:
1. einkunn Rypleja’s Klaki Breton og besti unghundur
1. einkunn Sångberget’s Jökulheima Laki Vorsteh
1. einkunn Fóellu Aska Breton
3. einkunn Rampen’s Ubf Nina Vorsteh
3. einkunn Fóellu Skuggi Breton

Sunnudagur
Keppnisflokkur:
1.sæti Veiðimela Karri / meistarastig. Vorsteh
2.sæti Heiðnabergs Bylur Vorsteh
3.sæti Hafrafells Hera ES
4.sæti Veiðimela Jökull Vorsteh
Opinn flokkur:
2.einkunn Vatnsenda Karma EP
Unghundaflokkur:
2.einkunn Fóellu Aska Breton

Góður Vorstehdagur Sunnudagurinn :-)

Innilega til hamingju öll með árangurinn, sætin og einkunnir !

ÍRSK prófið – úrslit

apríl 23rd, 2018 | Posted by admin in Forsíðufrétt - (Slökkt á athugasemdum við ÍRSK prófið – úrslit)

ÍRSK prófið var haldið um helgina, eða frá Sumardeginum fyrsta til laugardags.
Dómarar vour Ingrid Frenning og Svafar Ragnarsson.

Fyrsta daginn var Opinn og Unghundaflokkur
Úrslit dagsins voru þau að
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn í OF og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Freyja Vorsteh, 3. einkunn í OF.
Sika ze Strazistských lesu Pudelpointer 3. einkunn í OF

Rampen’s Ubf Nina Vorsteh 2. einkunn í UF og besti hundur í unghundaflokk.
Fóellu Snotra Breton 2. einkunn í UF,
Ryplejas Klaki Breton 3. einkunn í UF,
Kaldbaks Snerpa ES 3. einkunn í UF.

31062212_10215822301370722_5092884825602260992_n 31052392_10215815209193422_4360444898815010274_n
Einkunnarhafar í OF og UF. Myndir Pétur Alan

Þrír Vorstehhundar með einkunn og bestu hundar flokka, vel gert :-)

Á öðrum degi var keyrður Opinn flokkur, og þá voru úrslitin þessi.
Fóellu Kolka Breton 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn.
Helguhlíðar Rösk IS 2. einkunn
30762613_10215822279610178_3379976976612720640_n
Einkunnarhafar í OF með dómaranum Ingrid Frenning.
Mynd Pétur Alan

Keppnisflokkur var svo síðasta daginn, laugardaginn 21.april. og gékk Unnur Unnsteinsdóttir með dómara sem nemi.
Úrslitin urðu þessi:
Karacanis Harpa Pointer 1. sæti.
Heiðnabergs Bylur Vorsteh 2. sæti
Midtvejs Assa Breton 3. Sæti
30167334_10215829377547622_4997293184537766119_o
Sætishafar í Keppnisflokk, ásamt dómurum og Unni.
Mynd Ásgeir Heiðar.

Það er því óhætt að segja að Vorsteh hafi gert gott mót í þessu prófi :-)
5 einkunnir eða sæti til Vorsteh.
Þess má geta að nú eru fjórir hvolpar úr sama goti hjá Veiðimelaræktun komnir með 1.einkunn í OF, vel gert og til hamingju :-)
Við óskum öllum einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn !