Vorsteh hundurinn

Sá snögghærði:

Tegundalýsing
Snögghærði Þýski Bendirinn er greindur, vinalegur og nærgætinn hundur. Hann er mjög háður og tryggur húsbónda sínum en gefut verið hlédrægur og feiminn við ókunnuga. Hann þolir borgarlíf vel ef hann fær næga hreyfingu. Hann er auðveldur í þjálfun. Þýski Bendir hefur mikið þol og hræðist ekki kulda og getur veitt í hvaða landslagi sem er. Fullur af orku, en jafnlyndur og hlýðinn, strangviljugur og getur verið þrjóskur. Þýski bendir er mikið fyrir börn og húsbóndahollur, það gerir hann að góðum félaga.

Uppruni
Snögghærði Þýski Bendirinn er uppruninn frá þýskalandi. Talið er að tegundin sé komin af nú útdauða Chien d’Oysel, sem var seinna kallaður Chien de Rêts. Hann var notaður við netfuglaveiðar og fálkaveiðar. Seinna var blóði af líklega, Enskum, Spænskum og Ítölskum bendum bætt við.

Umhirða
Hreinsa skal eyru og einnig svæðið undir vörunum. Ef hundurinn fær legubletti skal bera krem á þá staði. Klær eru klipptar eftir þörfum. Hárlos er þó nokkuð

Hreyfing
Þýski bendir Þarf nóg pláss og mikla hreyfing. Hann getur þó aðlagað sig að borgarlífi.

Leyfilegir litir
Kastaníubrúnn án flekkja. Kastaníubrúnn með hvítum flekkjum eða smáblettum á bringu og leggjum. Dökk Kastaníubrúnn-apalrauður með Kastaníubrúnu höfði og flekkjum. Ljós Kastaníubrúnn-apalrauður með Kastaníubrúnu höfði og flekkjum, með eða án Kastaníubrúnum blettum. Hvítur með Kastaníubrúnum flekkjum á höfði, og með Kastaníubrúnum blettum eða flekkjum. Svartur með sömu litbrigðum og kastaníubrúnir eða apatrauðir hundar. Gulbrúnir flekkir leyfðir. Hvít blesa með blettóttum vörum er leyfilegt.

Hæð á herðakamb
Rakkar 62 – 66 sm.
Tíkur 58 – 63 sm.

Þyngd
25 – 32 kg.

Staðreyndir

  • Upprunaland: Þýskaland
  • Upprunatími: 1800
  • Fyrstu not: Veiðihundur
  • Í dag: Félagi, veiðihundur
  • Lífsskeið: 12-14 ár
  • Önnur nöfn: German Shorthaird pointer, Deutscher Kurzhaariger.

Sá strýhærði:
Tegundalýsing
Þessi harðgeri, kjarkmikli, röski og líflegi hundur er með mikin hraða og mikið þol, hann er fjölhæfur veiðihundur á ýmiskonar landsvæði og í öllu vatni. Með næmu lyktarskyni sínu rekur hann slóð jafnt og þétt af þoli og þrjósku og bendir nákvæmlega. Strýhærði Bendirinn er bæði bendir og veiðihundur héra, refa og villigalta. Ótrúlegur sporhundur. Mjög tryggur, jafnlyndur og blíður, Strýhærði Bendirinn er góður félagi. Hann er strang viljugur, getur verið þrjóskur, og afbrýðisamur út í aðra hunda. Strýhærður Bendir þolir borgarlíf vel ef hann fær næga hreyfingu.

Uppruni
Seint á 19 öld, langaði Þýskum ræktendum að skapa fjölhæfan bendir. Þýskur snögghærður bendir, poodle, Pudelbendir, Griffon bendar og Airedale Terrier voru notaðir til að skapa tegundina. Stichelhaar, Gamli strýhærður þýski bendir( broken-coated old German pointer) gætu líklega einnig hafa verið notaðir. Strýhærði þýski bendirinn erfði undraverða hæfileika frá forferðum sínum. Tegundin er nefnd eftir harða, stríða feldinum hans. Tegundarklúbbur var stofnaður árið 1902 í Þýskalandi og ræktunarklúbburinn viðurkenndi tegundina 1955. Mjög vinsæll í Þýskalandi, einnig mjög þekktur í Frakklandi.

Umhirða
Feldurinn ætti að vera burstaður nokkrum sinnum í viku. Hreinsa skal eyru og einnig svæðið undir vörunum. Klær eru klipptar eftir þörfum. Handreita þarf hann reglulega og þynna þarf hárin tvisvar á ári ef um sýningarhund er að ræða.

Hreyfing
Strýhærði Bendir þarf mikla daglega hreyfingu og lausahlaup. Hundurinn verður mun ánægðari og heilsuhraustari ef eftir því er farið. Hann þolir borgarlíf vel ef hann fær næga hreyfingu

Leyfilegir litir
Dökk- til miðlungsbrúns (brúnn blandaður við hvítan eða ljósbrúnan, og gráleitan. Blandaður við svört og hvít hár, með eða án blettum af litum).

Hæð á herðakamb
Rakkar 60 – 67 sm. Tíkur 56 – 62 sm.

Þyngd
27 – 32 kg.

Staðreyndir

  • Upprunaland: Þýskaland
  • Upprunatími: 1800
  • Fyrstu not: Veiðihundur
  • Í dag: Félagi, veiðihundur
  • Lífsskeið: 12-14 ár
  • Önnur nöfn: German wirehaird pointer, Deutsch Drahthaar,
Tekið af hvuttar.net