von Willebrand sjúkdómur

Hvað er von Willebrand (vWD)?

Von Willebrand sjúkdómur (skammstafað vWD) er algengastur allra blæðingasjúkdóma.

Vandamálið tengist próteini í blóði sem kallast von Willebrand faktor, skammstafað vWF. Von Willebrand faktor er nauðsynlegur til þess að blóðstorknun sé eðlileg.

Hundur með von Willebrand sjúkdóm hefur annað hvort ekki nóg af þessum storkuþætti eða hann virkar ekki sem skyldi.

Þrjár aðalgerðir von Willebrand sjúkdóms:

  • Type 1: Algengasta form sjúkdómsins; magn vWF er lágt en bygging faktorsins eðlileg
  • Type 2: Bygging faktorsins er óeðlileg. Próteinið er of stutt og lítur öðruvísi út en eðlilegt prótein
  • Type 3: Alvarlegasta gerð vWD; vWF skortir alveg. Það veldur einnig því að faktor VIII er í mjög litlum mæli í blóði. Þessi gerð er sjaldgæfust.

Einkenni:

Einkenni vWD geta verið væg og alveg upp í alvarlega tilhneigingu á blæðingum. Hundar geta ,,borið” eiginleika vWD án þess að tjá blæðingartilhneigingu. Alvarlegt vWD getur valdið skyndilegri og sjálfsprottinni blæðingu úr nefi, munni, þvag-, æxlunar- og meltingarfærum. Óstöðvandi eða óhófleg blæðing eftir aðgerðir. Eins getur orðið óhófleg blæðing við klippingu klóa og í tannskiptum hjá hvolpum sem eru með vWD, ásamt alvarlegum blæðingum hjá tíkum í og eftir got. Sýkingar, innkirtlasjúkdómar og ákveðin lyf geta aukið tilhneigingu á blæðingum hjá hundum með vWD.

Greining:

Von Willebrand er greint með DNA prófi.

Hvernig erfist von Willebrand?

DNA próf gefur þrjár mögulegar niðurstöður um að hundur sé:

  1. Sýktur (affected)
  2. Beri (Carrier)
  3. Hreinn (Clear) N/C

Hér má sjá töflu um hvernig vWD erfist:



Eftirfarandi er úr Reglum um skráningu í ættbók hjá HRFÍ varðandi afkvæmi sem teljast arfhrin (N/C/P) og tekur gildi 1.janúar 2021

Eftirfarandi gildir um undaneldisdýr og niðurstöður DNA prófa vegna sjúkdóma nema annað sé tekið fram um einstök hundakyn: Bera má einungis nota í ræktun á móti arfhreinum hundum. Sýktir hundar eru settir í ræktunarbann. Í þeim tilvikum þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöð fríir 2 (Normal/Clear; N/C), telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð (Normal/Clear by Parentage; N/C/P). DNA prófa þarf næstu kynslóð á eftir.

Heimildir af síðu:

Blæðaramiðstöð LSH

Cornell University College of Veterinary Medicine

AnimaLabs

Hundaræktarfélags Íslands