Deildarfundur Vorstehdeildar

Fyrstir deildarfundur nýrrar stjórnar var á miðvikudagskvöldið síðastliðið og var ágætis mæting 15 manns.
Var farið yfir víðan völl og mörg mál voru rædd þar á meðal var ný stjórn kynnt, einnig var óskað eftir góðu fólki í nefndir og enn vantar fólk í eftirfarandi nefndir: Veiðiprófs, göngu og æfinganefnd, Sýningarnefnd, Ritnefnd, Siðanefnd og að lokum Veiðiprófareglunefnd. Þeir sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Gunnar í S:893-3123.
Einnig var heimasíðan rædd og eru smá breytingar væntanlegar á næstu vikum á útliti hennar. Gagnagrunnur ræddur o.fl. Fundarstjóri var Guðjón Arinbjarnarson.
Hlakkar nýrri stjórn Vorstehdeildar að vinna með Vorsteheigendum og vonum við að sem flestir geti hjálpað til við að mynda sterkar og góðar nefndir innan deildarinnar.

Minni á Karratalningu á morgun laugardag, sjá auglýsingu neðar á síðunni.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.