Flottur hópur mættur á sporaæfingu


Mynd: Pétur Alan

Í kvöld kom vaskur hópur með hunda sína í fyrstu sporaæfinguna sem Albert stjórnaði. Var þetta fjölbreyttur hópur af hundum, mönnum og konum. Virkilega gaman að sjá svona marga flotta hunda mætta á svæðið og er greinilega mikill áhugi hjá fólki að ná góðum árangri með sýna hunda í alhliðaveiðiprófinu í Júní. Alls komu 9 hundar. Minnum á æfinguna á fimmtudag á sama tíma og sama stað!

Kveðja Vorstehdeild

Mynd: Pétur Alan

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.