Ellapróf FHD

Ellapróf 2018 JG  Ellapróf 2018 hópur
Fyrsta heiðapróf ársins 2018 var haldið 10.mars af FHD. Ellaprófið er haldið til minningar um Erlend Jónsson fuglahundadómara og hlýtur besti hundur  í OF Ellastyttuna, eða „Náttúrubarnið“.
Dómarar voru Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarsson, og prófstjóri Þorsteinn Friðriksson.
Tveir hundar fengu einkunn. Vorstehhundurinn Heiðnabergs Bylur von Greif fékk 1.einkunn í OF og bretoninn Fóellu Kolka fékk 2. einkunn í OF.
Jón Garðar og Bylur fá því Náttúrubarnið til varðveislu í eitt ár, vel gert !! Frábær byrjun á árinu hjá Vorsteh !
Við óskum Jóni Garðari og Byl innilega til hamingju og einnig Dagfinni og Kolku 🙂
Myndina tók Þorsteinn Friðriksson og þökkum við fyrir hana.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.