Skráning hafin í vorprófið

IMG_2176

Skráning er nú hafin í Vorpróf Vorstehdeildar.
Glæsilegt próf í uppsiglingu dagana 6-8 apríl.
Dómarar verða Rune Nedrebo og Kjell Otto Hansen frá Noregi sem koma og dæma með Guðjóni Arinbjarnar.
Boðið verður upp á UF og OF á föstudeginum þar sem Rune dæmir UF og Kjell OF.
Á laugardeginum verður blandað partý UF/OF sem Kjell dæmir, og einnig KF sem Rune og Guðjón dæma.
Á sunnudeginum verður blandað partý UF/OF sem Guðjón dæmir og einnig KF sem Kjell og Rune dæma.
Einar Örn hefur fengið leyfi til að ganga með sem dómaranemi í OF á föstudeginum og UF/OF á laugardeginum.
Prófstjóri er Guðni Stefánsson.
Prófið verður sett í Sólheimakoti og svo verða prófsvæðin á SV horninu, þar sem er fullt af fugli 😉
Hvetjum alla til að vera með og skrá sem fyrst, en skráningarfrestur er framlengdur til miðnættis 3.april vegna mistaka á skrifstofu og páskanna.

Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501804, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf“ 

Sjáumst í góða skapinu 🙂

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.