Belcando próf Vorstehdeildar – úrslit

29873327_509662902764635_7367347448006360567_o

Belcando próf Vorstehdeildar var haldið helgina 6-8 april 2018 síðastliðinn.
Góð skráning var í prófið og voru Keppnisflokkarnir sérstaklega veglegir. Dómarar voru Rune Nedrebö, Kjell Otto Hansen og Guðjón Arinbjörnsson. Guðjón var fulltrúi HRFI og Guðni Stefánsson var prófstjóri. Einar Örn gékk með dómurum í UF/OF sem dómaranemi. Á föstudeginum var prófið sett undir Helgafelli í Mosfellsbæ á Þingvallavegi. Ekki var hitastigið kræsilegt með allri vindkælingunni, trúlega nálægt alkuli. Ákveðið var að Opinn og Unghundaflokkur yrðu keyrðir saman í blönduðu partýi og farið yrði upp á Heiðarbæjarbakka. Þegar þangað var komið var allt annað veður, sól, andvari og blíða sem hélst svo alla helgina.
Níu hundar hófu daginn, 3 unghundar og 6 í opnum flokk. Kjell og Rune dæmdu hópinn saman.
Góð stemning var í hópnum og gaman að sjá flotta hunda í góðu veðri gera það sem þeir gera best.
Úrslitin eftir daginn voru:
Unghundaflokkur
Rypleja’s Klaki, Breton, leiðandi Dagfinnur Ómarsson 3.einkunn
Vatnsenda Aron, Enskur pointer, leiðandi Gunnar Örn Haraldsson 3.einkunn.
Opinn flokkur
Rjúpnabrekku Toro, Enskur setter, leiðandi Kristinn Einarsson 2.einkunn
Veiðimela Yrja, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Óskar Hafsteinn Halldórsson, 2.einkunn
Veiðimela Jökull, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson, 3.einkunn
Sika ze Strazistských lesu, Pudelpointer, leiðandi Atli Ómarsson, 3.einkunn

Á laugardeginum voru allir flokkar keyrðir, Unghunda og Opinn flokkur í blönduðu og svo Keppnisflokkur.
Kjell Otto dæmdi blandaða hópinn en Rune Nedrebo og Guðjón dæmdu saman Keppnisflokkinn.
Allir fóru upp á Heiðabæjarbakka, UF/OF fóru austanmegin en KF voru vestar. Aftur var frábært veður, en ef það ætti að kvarta yfir einhverju þá var andvarinn ansi hægur á köflum 😉
Nítján hundar hófu daginn 😊 3 unghundar, fjórir í opnum flokki og tólf í keppnisflokki 😊
Úrslitin eftir daginn:
Unghundaflokkur
Vatnsenda Karma, Enskur pointer, leiðandi Haukur Reynisson, 1.einkunn
Opinn flokkur
Veiðimela Jökull, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 2.einkunn
Rjúpnabrekku Black, Enskur setter, leiðandi Einar Guðnason, 2.einkunn
Keppnisflokkur
1.sæti, Bendishunda Saga – Þoka, Snögghærður Vorsteh,  leiðandi Guðmundur Pétursson
2.sæti, Munkefjellets Mjöll, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
3.sæti, Karacanis Harpa, Enskur pointer, leiðandi Ásgeir Heiðar

Á sunnudeginum var Keppnisflokkur sem Rune Nedrebo og Kjell Otto Hansen dæmdu.
Það var ákveðið að fara upp á Heiðabæjarbakka aftur, og vera meira austanmeginn þar sem UF/OF höfðu vaðið í fugli daginn áður. Örlítið meiri gola en hina dagana en sama sólin og fína veðrið.
Möguleiki var á fugli í öllum sleppum.
Tíu hundar hófu daginn.
Úrslit voru:
Keppnisflokkur
1.sæti, Munkefjellets Mjöll, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
2.sæti, Ice Artemis Mjölnir, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
3.sæti, Gg Sef, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Guðni Stefánsson
4.sæti, Fóellu Kolka, Breton, leiðandi Dagfinnur Ómarsson
5.sæti, Heiðnabergs Gleipnir von Greif, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Jón Svan Grétarsson
Strýhærðir í þrem efstu sætunum 😊

Við óskum öllum einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn um helgina, vel gert !
Níu einkunnir eða sæti til Vorstehhunda 🙂

Þess má geta að þetta próf fer í sögubækurnar fyrir  að sami leiðandi sé  með hunda í fyrsta og öðru sæti í keppnisflokk og óskum við Lárusi til hamingju með það 😊
Það er sárasjaldgæft 🙂 og gerðist síðast gerðist fyrir 17 árum síðan þegar Ásgeir Heiðar lék þennan leik.

Rune og Kjell ákváðu að gefa norskan trébolla, fallegt handverk, til þess hunds sem næði flestum fuglavinnum yfir helgina. Það varð Munkefellets Mjöll sem náði flestum fuglavinnum eða 6 og hlaut bollan, til hamingju með það Lalli 😊

Við viljum svo að lokum þakka dómurum, prófstjóra, fulltrúa HRFI og síðast en ekki síst keppendum fyrir frábæra helgi og góða skapið. Þetta verður ekki mikið betra þegar veðurguðirnir eru líka í góðu skapi.

Styrktaraðilar deildarinnar fá allir ómældar þakkir, en í þessu prófi fóru fremstir Belcando og Famous Grouse ásamt Ljósasmiðjunni.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka Díönu Sigurfinnsdóttur fyrir alla hjálpina, ómetanlegt ! 😊
og Sigrúnu og Atla fyrir lýsinguna frá UF/OF á  laugardeginum, en hún er  í fréttaveitu Facebooksíðu deildarinnar ásamt myndum 😊

Vorstehdeild HRFI.
Dagur 1, myndir af einkunnarhöfum
Dagur 2, myndir af einkunnar og sætishöfum
Dagur 3, myndir af sætishöfum

29749461_509663222764603_319818627404297267_o 29749743_509662956097963_4727455305222897500_o 29871769_509663176097941_7494077737197203372_o 29871936_510554222675503_4088025938148109055_o 29872740_509663209431271_6028522554787018035_o 29983210_510554199342172_7458711962005193463_o 29983455_510554076008851_713846728442279008_o 30051635_510123549385237_7991829168491378489_o 30051684_509663146097944_4758531085291559742_o 30052025_509663306097928_5110939637981255902_o 30171496_510554139342178_2339511529761991398_o 30221672_10215944480675054_5637842039856225079_n 30222333_10215945412418347_457604690043431456_n 30415079_10215944113545876_7596360959072983681_n 30425439_510123559385236_277735633622628839_o

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.