Frábær dagur í Garðheimum

Þetta var vægast sagt frábær dagur í Garðheimum.

Mikill fjöldi fólks kom og sá tegundina okkar og var þetta frábært í alla staði. Góð þáttaka hjá Vorsteh fólki og þökkum við þeim fyrir að koma og vera með í þessari skemmtilegu kynningu.

Verðum við á morgun Sunnudag frá 13-17 og viljum við hvetja flesta til að mæta með sína hunda.

Kaffi og súkkulaði í boði Freyju er á staðnum þannig að þeir sem vilja bara kaffisopa eru líka velkomin.

Takk fyrir daginn og sjáumst hress á morgun

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.