Þökkum fyrir frábæra helgi í Garðheimum


Frábærri helgi í Garðheimum lokið og virkilega flott þáttáka af Vorsteh eigendum og þökkum við þeim kærlega fyrir að sýna sig og sjá aðra.

Mikið af fólki var í Garðheimum þessa helgina og deildum við út miklum fjölda af bæklingum sem voru um Vorsteh hundinn og var virkilega gaman að sjá áhuga fólks á tegundinni. Stór hópur af fólki hafði ekki séð þessa tegund og fannst þetta frábært að geta kynnst tegundinni á þennan hátt. Líkur er að þetta geti orðið árviss viðburður ef vilji er til þess.

Takk fyrir okkur

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.