Bendispróf Vorstehdeildar !!

bendir-logo-430x101
Nú líður að árlegu Bendisprófi Vorstehdeildar. Prófið verður haldið dagana 5-7 Oktober.
Dómarar verða Glenn Lorentzen Olsen, Per Olai Stömner og Guðjón Arinbjarnar.
Prófsstjóri er Gunnar Pétur Róbertsson.
Alla 3 dagana verða UF/OF og Keppnisflokkur.  Á föstudeginum dæmir Per Olai OF/UF en Glenn og Guðjón Keppnisflokk. Á laugardag dæmir Glenn OF/UF en Per Olai og Guðjón Keppnisflokk. Svo á sunnudag dæmir Guðjón OF/UF og Glenn og Per Olai Keppnisflokk.
Prófið verður sett í Sólheimakoti og verða prófsvæðin á SV horninu.
Hvetjum alla til að vera með og skrá sem fyrst.
Hægt er að skrá í prófið þar til á þriðjudaginn 2.10 til 23:59
Nánari dómarakynning kemur næstu daga.

Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501813, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.