Æfing í kvöld mánudag

Haugtun´s Erh Iða Mynd: Kjartan og Gréta

Í samvinnu við Fuglahundadeild og Írsk setter deild viljum við minna á sporaæfingu með verður í kvöld mánudagin 30.05.11.  Albert hundaþjálfari heldur áfram í verklegri blóðsporaþjálfun, slóðin verður lengd og með beygjum. Verið er að bæta ofaná þekkingu þeirra sem voru í síðasta tíma. Höfuð áhersla er á hunda sem eru um og yfir 2ja ára aldurinn. Æfingar fyrir yngri hunda eru á fimmtudögum. Hefst æfingin kl 20:00 og er hittingur við skemmuna við Sólheimakot.  Allir velkomnir og muna að taka með sér 1000 kr. Þetta eru sérstaklega ætluð þeim sem ætla að taka þátt í alhliðaveiðiprófum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.