Dómarakynning fyrir Alhliðaveiðiprófið

Dómari í Alhliðaveiðiprófinu 18-19 júní er:

Glen Olsen

Glen Olsen er norskur að ætt og uppruna og kemur frá Osló. Hann er þekktur í sínu heimalandi fyrir frábæran árangur á veiðiprófum og sýningum, en hann á bæði Vorsteh hunda og Enskan Seta og hefur náð góðum árangri með báðar tegundirrnar. Glen þykir góður dómari og er mjög eftirsóttur í Noregi. Ræktunarnafn hans er Tierbuas Kennel.

Hann tók m.a. þátt í heimsmeistaramótinu í Danmörku fyrir hönd Noregs árið 2005 og var birt forsíðuviðtal við hann í FUGLEHUNDEN, tímarit fuglahundadeildanna í Noregi, þar sem hann fór yfir feril sinn og fuglahundasprotinu.

Glen kemur til með að halda fyrirlestur og vera með námskeið fyrir áhugasama 15 og 16 júní og dæmir síðan Alhliðaveiðipróf 18 og 19 júní.

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.