Belcandopróf Vorstehdeildar – úrslit

Belcandopróf Vorstehdeildar var haldið núna um helgina. Dómari var Alexander Kristiansen frá Noregi.
Unghundar byrjuðu á föstudeginum í sól og frábæru veðri, en kannski helst til rólegum vindi þar sem gufustrókarnir frá Hellisheiðarvirkjun stóðu lóðbeint upp í loftið. Prófstjóri var Sigurður Ben Björnsson. Farið var upp á Gumma Bogg og gengið niður í átt að Lyklafelli og svo hring í vestur. Nokkrir fuglar fundust en engin var fuglavinnan þótt að sumir hafi fengið góðan séns á henni. Ungundarir að vinna fínt og fengu rúman tíma.

Á laugardeginum var farið frá Nesjavallaveginum, rétt fyrir ofan Gumma Bogg og upp á heiði í átt að Borgarhólum. Prófstjóri var Guðni Stefánsson. Það var fullt blandað party, 4 UF og 10 OF hundar.
Frábært veður, heldur meiri vindur en daginn áður sem var frábært, og kalt. Einar Guðna var göngustjóri og það var ekki lengi beðið eftir að fyrstu fuglar dagsins fundust og svo stóðu menn í fugli upp í mitti allan daginn, sem varð ekki svo langur af þeim sökum og mikið fjör. Úrslit laugardagsins voru eftirfarandi:
UF
Almkullens Hrima, Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson  1. einkunn.
OF
Rypleja’s Klaki,  Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson 1.einkunn
Veiðimela Jökull, Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 2.einkunn
Rjúpnasels Rán, ES, leiðandi Eyþór Þórðarson 3.einkunn

Á sunnudeginum var sama upp á teningnum með veðrið, frábært veður og farið á svipaðan stað og daginn áður. Prófstjóri var Guðni Stefánsson og dómaranemi var Einar Örn.  Þennan daginn var bara OF og 10 hundar mættir. 3 mínútum eftir fyrsta slepp kom fyrsti standurinn og svo var aftur nóg af fugli og endalausir sénsar.
Það er skemmst frá því að segja að sömu OF hundarnir og höfðu landað einkunn daginn áður voru þeir sem stóðu uppi með einkunn eftir daginn.
OF
Rypleja’s Klaki,  Breton, leiðandi Dagfinnur Smári Ómarsson 1.einkunn
Veiðimela Jökull, Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 3.einkunn
Rjúpnasels Rán, ES, leiðandi Eyþór Þórðarson 3.einkunn

Alla dagana var reynt að lýsa prófinu á Belcandoisland snappinu og svo á laugardag og sunnudag var prófi slitið í Sólheimakoti með  rjómavöfflum og kaffi að hætti Diönu ásamt kræsingunum frá Ljósasmiðjunni.

Það er óhætt að segja að Dagfinnur hafi gert góðan túr suður fyrir heiðar, fer norður með
3 x 1.einkunn, klifjaður af fóðri, viskýi og glösum 😉

Stjórn Vorstehdeildar óskar einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þáttökuna.

Ekki má gleyma að þakka öllum sem hjálpuðu til. Sigga Benna fyrir prófstjórn á föstudegi, Einari Guðna fyrir að hjálpa okkur að finna svæði og stjórna göngunni og fleirum sem lögðu hönd á plóg. Styrktaraðilar fá ómældar þakkir, Belcando og Famous Grouse og svo Ljósasmiðjan fyrir frábært morgunverðarhlaðborð.

Hér eru nokkrar myndir frá helginni og af einkunnarhöfum og Ívari Erlends að blása til veislunnar 😉

20190405_092942 20190405_093516 20190405_104900 20190405_111213 20190406_094158 20190406_094202 20190406_094206 20190406_170321(0) 20190406_170438 20190406_170522 20190406_170559 20190406_170702(0) 20190407_154024(0) 20190407_154030 20190407_154135 20190407_154208 20190407_154252 56382718_10216118842697380_6740144494609432576_n 56913287_10216118841977362_8279898898814730240_n 34078971900_0785831626_o

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.