Vorsteh.is lénið, Einar og Óðinn

Oðinn 23.10.´06 005
Það er gaman að segja frá því að árið 2005 sýndi  Einar Hallson þá fyrirhyggju að sækja um lénið Vorsteh.is. Þegar Vorstehdeild HRFÍ var stofnuð  2008 og heimasíða gerð lét hann deildina hafa lénið.
Einar átti snögghærða Vorstehhundinn ISCh ISFtCh Óðinn sem fæddur var 2002. Óðinn var undan Radbach’s Silver Bullet og Gæfu Ölmu sem var úr fyrsta gotinu hjá Ívari Erlendssyni.
Alla tíð hefur Einar borgað árgjaldið af léninu, sem er góður stuðningur við deildina, safnast þegar saman kemur á þessum árum, og þökkum við Einari kærlega fyrir fyrirhyggjuna og stuðninginn.
Núna er Vorstehdeild tekin við sem rétthafi lénsins. Einar vildi engar þakkir fyrir en við verðum nú aðeins að minnast á þetta 😊
Aftur að Óðni.
Hann er sennilega yngsti hundurinn sem hefur fengið 1.einkunn í Opnum flokki, en það gerðist einmitt á tveggja ára afmælisdeginum hans 😊  Óðinn varð einnig veiðimeistari fyrir 3ja ára aldurinn ásamt því að verða sýningarmeistari. Frábær árangur.
Einar sendi okkur þessa flottu mynd af Óðni ásamt upplýsingum um árangur hans á veiðiprófum. Takk fyrir okkur Einar !
ScreenHunter 40 ScreenHunter 41

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.