Alhliðapróf

Mynd: Pétur Alan

Nú styttist í alhliðapróf Vorstehdeildar, FHD og Írsksetter deildar. Menn og konur hafa æft að undanförnu undir styrkri stjórn Alberts og Sigga Benna. Glen Olsen mun koma til landsins þann 14. júní og sjá um fyrirlestur og kennslu dagana 15 og 16 júní. Hann mun síðan dæma prófin dagana 18 og 19 júní. Prófað verður í UF og OF báða dagana og lýkur síðan með GRILL slútti að loknu prófi þann 19. júní.

Skráningafrestur er til og með 14. júní og athugið skrifstofa HRFÍ er opin 11-15 þann 14. júní.

Þeir sem hafa hug á því að taka þátt í námskeiðinu hjá Glen vinsamlegast tilkynnið þáttöku til prófstjóra Hauks Reynissonar thr@isholf.is eða S:896-0685

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.