Christine Due með námskeið á vegum Vorstehdeildar !

Christine Due verður með námskeið á Íslandi 15 – 16 júní 2019.

Boðið verður upp á þrjá flokka, unghundar, hundar eldri en 2ja ára með litla reynslu og hundar eldri en 2ja ára sem eru lengra komnir.
Hámarsfjöldi í hverjum hóp er 8 hundar.

Námskeiðin standa yfir laugardag og sunnudag í 2- 4 klst í seinn hver hópur, hópaskipting verður gefin út þegar fjöldi þátttakenda er ljós.

Það sem verður farið í á þessum námskeiðum er:

Hundar yngri en 2ja ára: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, sækivinna, stýring og  spor.

Hundar endri en 2ja ára með litla reynslu: innkall, sitja, liggja, taumganga með og án taums, spor, vatnavinna og skotþjálfun.

Hundar eldri en 2ja ára með reynslu: sækivinna, vantavinna, spor, o.fl. hundar í þessum hópa þurfa að hafa reynslu.

Verð fyrir hvern hund er 12.000.-

Aðeins 6 –  8 hundar í hóp.

Skráningu líkur miðvikudaginn 15. maí.

Skráningu skal senda á netfangið vorsteh@vorsteh.is skráning er ekki tekin gild nema greiðsla fylgi með og þátttökugjald fæst ekki endurgreitt. Skráningargjald þarf að greiða inn á reikning Vorstehdeildar

327 – 26 – 057111 kennitala 5807111380. Vinsamlega látið kvittun fyrir greiðslu fylgja skráningu.

Hver er Christeine Due ?

Christine á og rekur Kragsborg hundaskólan í Danmörku þar sem hún bíður upp á námskeið fyrir veiðihunda. En faðir Christine, Anders Due stofnaði Kragsborg árið 1972. Christine er með 15 ára reynslu í kennslu, hefur veitt og tekið þátt í veiðiprófum í rúm 20 ár með frábærum árangri. Meða annars hefur hún unnið Saint Hubertus World Championship fimm sinnum.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.