Vorpróf FHD

Vorpróf Fuglahundadeildar var haldið helgina 4-5 mai í frábæru veðri.
Á laugardeginum var OF þar sem 8 hundar voru skráðir, dómari Leif Jonny Weium og KF þar sem 7 hundar kepptu, dómarar Kjell Enberget og Bard Johansen .
5 Vorstehhundar tóku þátt þennan dag og eftir daginn voru það

Óskar Hafsteinn Halldórsson og Veiðimela Yrja sem náðu 1. einkunn í OF eftir flotta vinnu. Við óskum Óskari innilega til hamingju með árangurinn, vel gert 🙂


Í Keppnisflokki náðu Guðni Stefánsson og GG Sef / Guffi 3. sæti. Innilega til hamingju með árangurinn Guðni 🙂

Á sunnudeginum voru 12 hundar í blönduðu UF/OF partýi, dómari Bard Johansen
4 Vorstehhundar tóku þátt í þessum hóp, 3 í UF og 1 í OF. Það var
Jón Hákon Bjarnason og Fjallatinda Skuggi sem náðu 2. einkunn og besti hundur í unghundaflokki. Við óskum Jóni innilega til hamingju með árangurinn 🙂

Þökkum FHD fyrir flott próf 🙂

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.