Nýr íslenskur dómari fyrir Tegundarhóp 7 !

Guðni Stefánsson sem er útskrifaður sækiprófsdómari í Noregi, sótti um Íslensk réttindi sem sækiprófsdómari á veiðiprófum Tegundarhóps 7.
Íslensku réttindin hafa nú verið staðfest af Norska og Íslenska dómararáðinu og Stjórn HRFÍ.
Við höfum því fengið nýjan íslenskan dómara 🙂
Til hamingju Guðni !
Þess má geta að Guðni dæmir fyrsta sækipróf sumarsins hjá Vorstehdeild helgina 22-23 júní. Mætum þar 🙂

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.