Alhliðaprófsfyrirlestur og sýnikennsla með Glenn

Allir eru velkomnir. Námskeiðið verður haldið í Sólheimkoti, miðvikudaginn 15. Júní og fimmtudaginn 16. Júní, og það hefst stundvíslega kl. 18:00 báða dagana.

Glenn Olsen er norskur að ætt og uppruna og kemur frá Osló. Hann er þekktur í sínu heimalandi fyrir frábæran árangur á veiðiprófum og sýningum. Glenn þykir góður leiðbeinandi og dómari og þykir mjög eftirsóttur í Noregi. Hann tók m.a. þátt í Heimsmeistaramótinu í Danmörku fyrir hönd Noregs árið 2005 og á Ítalíu 2006. Birt var forsíðuviðtal við hann í Fuglehunden, tímariti fuglahundadeildanna í Noregi, þar sem hann fór yfir feril sinn í fuglahundasportinu.

Glenn mun fara yfir reglur fyrir alhliðapróf og gang prófsins í heild sinni. Hann mun taka hunda sem hlotið hafa grunnþjálfun í sýnikennslu eftir því sem tími leyfir. Glenn er hafsjór af fróðleik og mun svara fyrirspurnum. Fyrirlesturinn og námskeiðið mun fara fram á ensku.

Þátttökugjald er 1.000.- kr. hvorn dag.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig geta skráð sig með tölvupósti  á thr@isholf.is

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.