Bendispróf Vorstehdeildar, lokadagur.

Lokadagur í þriggja daga Bendisprófi Vorsthedeildar var haldinn sunnudaginn 6.október.

Prófað var í opnum flokki og keppnisflokki. Keppnisflokkurinn var haldin á Rockville svæðinu eins og deginum áður en opni flokkurinn á Mosfellsheiði. Því miður fór dagurinn þannig að engin einkunn náðist í opnu flokki en tvö sæti skiluðu sér í hús í keppnisflokki. Hafrafells Hera tók 1. sætið eins og fyrri daginn og Rjúpnasels Rán tók annað sætið, þetta var dagur ensku setana.

Hafrafells Hera – Enskur setter – 1.sæti – Leiðandi Páll Kristjánsson

Rjúpnasels Rán – Enskur setter – 2.sæti – Leiðandi Eyþór Þórðarson

Stjórn Vorstehdeildar þakkar dómurum, próstjórum, fulltrúm HRFÍ og þátttökundum kærlega fyrir skemmtilega helgi. Einnig viljum við þakka aðal styrktaraðila prófsins, Bendir sérverslun með hundavörur sem staðsett er í Hlíðarsmára í Kópavogi fyrir stuðninginn.

Sætishafar í Keppnisflokki.
Hægra megin, Hafrafells Hera – Enskur setter – 1.sæti – Leiðandi Páll Kristjánsson
Vinstra megin, Rjúpnasels Rán – Enskur setter – 2.sæti – Leiðandi Eyþór Þórðarson
Þeir sem héldu lengst út í OF á sunnudag, hlupu í um og yfir 2 tíma.
Aron, Askja og Laki

Opin flokkur 6.10. 2019
Dómarahugvekja á heiðinni í byrjun prófs.

Opin flokkur 6.10. 2019
Rjúpnabrekku Fríða á standi.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.