Prófi 4.-5. apríl AFLÝST!

Í ljósi óvissuástands í íslensku samfélagi og heiminum öllum vegna Covid-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin að aflýsa prófi deildarinnar sem til stóð að halda 4.-5. apríl. Stjórn þykir óforsvaranlegt að bjóða Kjetil Kristiansen til landsins í ljósi frétta af aðgerðum stjórnvalda í Noregi

Vorstehdeild fylgir fordæmi HRFÍ sem hefur bæði lokað skrifstofu og frestað ræktunarnámskeiði sem til stóð að halda næstkomandi helgi.
Eins er horft til þess að Norðmenn hafa frestað eða aflýst öllum sínum prófum um óákveðinn tíma.

Stjórn þykir sérlega miður að aflýsa prófi en telur þá aðgerð vera þá réttu í ljósi aðstæðna og vonar að félagsmenn sýni því skilning.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.