Nýir landnemar.

Það er alltaf gaman þegar fluttir eru til landsins Vorsteh hundar til bæta flóruna okkar og ekki síst til að bæta stofninn þegar fram líður.

Á árinu 2019 komu tveir Vorsteh hundar til landsind, einn strýhærður og einn snögghærður. Legacyk Got Milk (Oreo) snögghærður Vorsteh var flutt inn af Arkenstone ræktunin sem eru þau Friðrik G. Friðriksson, Hilda Björk Friðriksdóttir og Anna María Gunnarsdóttir.

Strýhærða tíkin Gyvel (Dimma) var flutt inn af Ice Artemis Ræktun. Að baki Ice Artemis Ræktun er Lárus Eggertsson

Á árinu 2020 hafa komið tveir Vorsteh hundar til landsins, einn stýhærður og einn snögghærður.  Skåtfjellet DTL Leo er snögghærður sem fluttur var inn af Zeldu-ræktun en á bakvið Zeldu ræktun er Kjartan Antonsson, Eydís Gréta Guðbrandsdottir, Ottó Reimarsson og Fríða Björk Birgisdóttir. Leo er 7 mánaða gamall.

Á vegum Hlaðbrekkuræktunar koma stýhærða tíkin Sansas Bejla (Siva) til landsins í janúar og úr einagrun í febrúar, Siva er 4 ára gömul, á bakvið Hlaðbrekkuræktun eru Sigurður Arnet Vilhjálmsson og Guðni Stefánsson.


Legacyk Got Milk (Oreo) ( mynd fengin af FB síðu Friðriks G. Friðrikssonar)
Gyvel (Dimma) (mynd fengin af FB síðu Ice Artemis Ræktunar)

Sansas Bejla (Siva) (mynd fengin af FB síðu Hlaðbrekkuræktunar)
Skåtfjellet DTL Leo (mynd fengin af FB síðu Zeldu ræktunar)




Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.